Rússar og Tyrkir segja morðið hryðjuverk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. desember 2016 07:45 Altinas sést hér til vinstri. vísir/epa Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, var myrtur á listasýningu í Ankara í gær. Árásarmaðurinn var tyrkneskur óeirðalögregluþjónn og vildi með gjörningnum mótmæla framgöngu Rússa í Aleppo. Ekki er talið að atburðurinn verði tilefni illdeilna milli þjóðanna. Árásin átti sér stað við opnun listasýningarinnar „Rússland með augum Tyrkja“ í einu helsta sendiráðahverfi Ankara. Hinn 62 ára gamli Karlov flutti tölu til að setja sýninguna en náði ekki að ljúka henni. Hann hafði talað í nokkrar mínútur þegar hinn 22 ára gamli Mevlut Mert Altinas skaut hann í bakið. Karlov lést af sárum sínum á leið á sjúkrahús. „Ekki gleyma Aleppo! Ekki gleyma Sýrlandi!“ æpti Altinas eftir að hann hafði hleypt af. Hann bætti svo um betur og sagði að hann yrði ekki fjarlægður af safninu á lífi. Það reyndist rétt því starfsbræður hans, lögreglumenn höfuðborgarinnar, skutu hann til bana skömmu eftir árásina. Ekki er vitað hvort Altinas hafi verið einn að verki eða hvort fleiri hafi átt þátt í árásinni. Tyrknesk rannsókn hófst nær samstundis og létu rannsakendur hafa eftir sér að meðlimir Gulen-hópsins lægju undir grun. Ráðherrar í ríkisstjórn Tyrklands, auk borgarstjóra Ankara, létu hafa eftir sér að markmið árásarinnar væri að reka fleyg á milli Tyrklands og Rússlands. Samband þjóðanna hefur oft verið stirt en ísköldu andaði á milli eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í nóvember í fyrra. Sambandið hefur verið á batavegi það sem af er ári. Bæði Rússar og Tyrkir hafa kallað atburðinn hryðjuverkaárás. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í sjónvarpsávarpi að hann og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefðu rætt saman í síma. Þeir hefðu sammælst um að morðið hefði verið hugsað til þess reyna að reka fleyg milli þjóðanna. Hann bætti við að samskipti Rússlands og Tyrklands væru afar mikilvæg fyrir heimshlutann og að árásarmanninum yrði ekki að ósk sinni. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tók í sama streng og tyrknesku ráðherrarnir. Hann bætti um betur og sagði að árásarmaðurinn vildi koma í veg fyrir frið í Sýrlandi. Forsetinn hét því að verja meiri orku í baráttuna gegn hryðjuverkum. Fundur utanríkisráðherra Rússlands, Tyrklands og Írans, sem áætlaður var næstkomandi fimmtudag, mun fara fram líkt og ekkert hafi í skorist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, var myrtur á listasýningu í Ankara í gær. Árásarmaðurinn var tyrkneskur óeirðalögregluþjónn og vildi með gjörningnum mótmæla framgöngu Rússa í Aleppo. Ekki er talið að atburðurinn verði tilefni illdeilna milli þjóðanna. Árásin átti sér stað við opnun listasýningarinnar „Rússland með augum Tyrkja“ í einu helsta sendiráðahverfi Ankara. Hinn 62 ára gamli Karlov flutti tölu til að setja sýninguna en náði ekki að ljúka henni. Hann hafði talað í nokkrar mínútur þegar hinn 22 ára gamli Mevlut Mert Altinas skaut hann í bakið. Karlov lést af sárum sínum á leið á sjúkrahús. „Ekki gleyma Aleppo! Ekki gleyma Sýrlandi!“ æpti Altinas eftir að hann hafði hleypt af. Hann bætti svo um betur og sagði að hann yrði ekki fjarlægður af safninu á lífi. Það reyndist rétt því starfsbræður hans, lögreglumenn höfuðborgarinnar, skutu hann til bana skömmu eftir árásina. Ekki er vitað hvort Altinas hafi verið einn að verki eða hvort fleiri hafi átt þátt í árásinni. Tyrknesk rannsókn hófst nær samstundis og létu rannsakendur hafa eftir sér að meðlimir Gulen-hópsins lægju undir grun. Ráðherrar í ríkisstjórn Tyrklands, auk borgarstjóra Ankara, létu hafa eftir sér að markmið árásarinnar væri að reka fleyg á milli Tyrklands og Rússlands. Samband þjóðanna hefur oft verið stirt en ísköldu andaði á milli eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í nóvember í fyrra. Sambandið hefur verið á batavegi það sem af er ári. Bæði Rússar og Tyrkir hafa kallað atburðinn hryðjuverkaárás. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í sjónvarpsávarpi að hann og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefðu rætt saman í síma. Þeir hefðu sammælst um að morðið hefði verið hugsað til þess reyna að reka fleyg milli þjóðanna. Hann bætti við að samskipti Rússlands og Tyrklands væru afar mikilvæg fyrir heimshlutann og að árásarmanninum yrði ekki að ósk sinni. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tók í sama streng og tyrknesku ráðherrarnir. Hann bætti um betur og sagði að árásarmaðurinn vildi koma í veg fyrir frið í Sýrlandi. Forsetinn hét því að verja meiri orku í baráttuna gegn hryðjuverkum. Fundur utanríkisráðherra Rússlands, Tyrklands og Írans, sem áætlaður var næstkomandi fimmtudag, mun fara fram líkt og ekkert hafi í skorist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10
Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26