Rússar og Tyrkir segja morðið hryðjuverk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. desember 2016 07:45 Altinas sést hér til vinstri. vísir/epa Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, var myrtur á listasýningu í Ankara í gær. Árásarmaðurinn var tyrkneskur óeirðalögregluþjónn og vildi með gjörningnum mótmæla framgöngu Rússa í Aleppo. Ekki er talið að atburðurinn verði tilefni illdeilna milli þjóðanna. Árásin átti sér stað við opnun listasýningarinnar „Rússland með augum Tyrkja“ í einu helsta sendiráðahverfi Ankara. Hinn 62 ára gamli Karlov flutti tölu til að setja sýninguna en náði ekki að ljúka henni. Hann hafði talað í nokkrar mínútur þegar hinn 22 ára gamli Mevlut Mert Altinas skaut hann í bakið. Karlov lést af sárum sínum á leið á sjúkrahús. „Ekki gleyma Aleppo! Ekki gleyma Sýrlandi!“ æpti Altinas eftir að hann hafði hleypt af. Hann bætti svo um betur og sagði að hann yrði ekki fjarlægður af safninu á lífi. Það reyndist rétt því starfsbræður hans, lögreglumenn höfuðborgarinnar, skutu hann til bana skömmu eftir árásina. Ekki er vitað hvort Altinas hafi verið einn að verki eða hvort fleiri hafi átt þátt í árásinni. Tyrknesk rannsókn hófst nær samstundis og létu rannsakendur hafa eftir sér að meðlimir Gulen-hópsins lægju undir grun. Ráðherrar í ríkisstjórn Tyrklands, auk borgarstjóra Ankara, létu hafa eftir sér að markmið árásarinnar væri að reka fleyg á milli Tyrklands og Rússlands. Samband þjóðanna hefur oft verið stirt en ísköldu andaði á milli eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í nóvember í fyrra. Sambandið hefur verið á batavegi það sem af er ári. Bæði Rússar og Tyrkir hafa kallað atburðinn hryðjuverkaárás. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í sjónvarpsávarpi að hann og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefðu rætt saman í síma. Þeir hefðu sammælst um að morðið hefði verið hugsað til þess reyna að reka fleyg milli þjóðanna. Hann bætti við að samskipti Rússlands og Tyrklands væru afar mikilvæg fyrir heimshlutann og að árásarmanninum yrði ekki að ósk sinni. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tók í sama streng og tyrknesku ráðherrarnir. Hann bætti um betur og sagði að árásarmaðurinn vildi koma í veg fyrir frið í Sýrlandi. Forsetinn hét því að verja meiri orku í baráttuna gegn hryðjuverkum. Fundur utanríkisráðherra Rússlands, Tyrklands og Írans, sem áætlaður var næstkomandi fimmtudag, mun fara fram líkt og ekkert hafi í skorist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, var myrtur á listasýningu í Ankara í gær. Árásarmaðurinn var tyrkneskur óeirðalögregluþjónn og vildi með gjörningnum mótmæla framgöngu Rússa í Aleppo. Ekki er talið að atburðurinn verði tilefni illdeilna milli þjóðanna. Árásin átti sér stað við opnun listasýningarinnar „Rússland með augum Tyrkja“ í einu helsta sendiráðahverfi Ankara. Hinn 62 ára gamli Karlov flutti tölu til að setja sýninguna en náði ekki að ljúka henni. Hann hafði talað í nokkrar mínútur þegar hinn 22 ára gamli Mevlut Mert Altinas skaut hann í bakið. Karlov lést af sárum sínum á leið á sjúkrahús. „Ekki gleyma Aleppo! Ekki gleyma Sýrlandi!“ æpti Altinas eftir að hann hafði hleypt af. Hann bætti svo um betur og sagði að hann yrði ekki fjarlægður af safninu á lífi. Það reyndist rétt því starfsbræður hans, lögreglumenn höfuðborgarinnar, skutu hann til bana skömmu eftir árásina. Ekki er vitað hvort Altinas hafi verið einn að verki eða hvort fleiri hafi átt þátt í árásinni. Tyrknesk rannsókn hófst nær samstundis og létu rannsakendur hafa eftir sér að meðlimir Gulen-hópsins lægju undir grun. Ráðherrar í ríkisstjórn Tyrklands, auk borgarstjóra Ankara, létu hafa eftir sér að markmið árásarinnar væri að reka fleyg á milli Tyrklands og Rússlands. Samband þjóðanna hefur oft verið stirt en ísköldu andaði á milli eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í nóvember í fyrra. Sambandið hefur verið á batavegi það sem af er ári. Bæði Rússar og Tyrkir hafa kallað atburðinn hryðjuverkaárás. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í sjónvarpsávarpi að hann og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefðu rætt saman í síma. Þeir hefðu sammælst um að morðið hefði verið hugsað til þess reyna að reka fleyg milli þjóðanna. Hann bætti við að samskipti Rússlands og Tyrklands væru afar mikilvæg fyrir heimshlutann og að árásarmanninum yrði ekki að ósk sinni. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tók í sama streng og tyrknesku ráðherrarnir. Hann bætti um betur og sagði að árásarmaðurinn vildi koma í veg fyrir frið í Sýrlandi. Forsetinn hét því að verja meiri orku í baráttuna gegn hryðjuverkum. Fundur utanríkisráðherra Rússlands, Tyrklands og Írans, sem áætlaður var næstkomandi fimmtudag, mun fara fram líkt og ekkert hafi í skorist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10
Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26