Rússar og Tyrkir segja morðið hryðjuverk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. desember 2016 07:45 Altinas sést hér til vinstri. vísir/epa Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, var myrtur á listasýningu í Ankara í gær. Árásarmaðurinn var tyrkneskur óeirðalögregluþjónn og vildi með gjörningnum mótmæla framgöngu Rússa í Aleppo. Ekki er talið að atburðurinn verði tilefni illdeilna milli þjóðanna. Árásin átti sér stað við opnun listasýningarinnar „Rússland með augum Tyrkja“ í einu helsta sendiráðahverfi Ankara. Hinn 62 ára gamli Karlov flutti tölu til að setja sýninguna en náði ekki að ljúka henni. Hann hafði talað í nokkrar mínútur þegar hinn 22 ára gamli Mevlut Mert Altinas skaut hann í bakið. Karlov lést af sárum sínum á leið á sjúkrahús. „Ekki gleyma Aleppo! Ekki gleyma Sýrlandi!“ æpti Altinas eftir að hann hafði hleypt af. Hann bætti svo um betur og sagði að hann yrði ekki fjarlægður af safninu á lífi. Það reyndist rétt því starfsbræður hans, lögreglumenn höfuðborgarinnar, skutu hann til bana skömmu eftir árásina. Ekki er vitað hvort Altinas hafi verið einn að verki eða hvort fleiri hafi átt þátt í árásinni. Tyrknesk rannsókn hófst nær samstundis og létu rannsakendur hafa eftir sér að meðlimir Gulen-hópsins lægju undir grun. Ráðherrar í ríkisstjórn Tyrklands, auk borgarstjóra Ankara, létu hafa eftir sér að markmið árásarinnar væri að reka fleyg á milli Tyrklands og Rússlands. Samband þjóðanna hefur oft verið stirt en ísköldu andaði á milli eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í nóvember í fyrra. Sambandið hefur verið á batavegi það sem af er ári. Bæði Rússar og Tyrkir hafa kallað atburðinn hryðjuverkaárás. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í sjónvarpsávarpi að hann og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefðu rætt saman í síma. Þeir hefðu sammælst um að morðið hefði verið hugsað til þess reyna að reka fleyg milli þjóðanna. Hann bætti við að samskipti Rússlands og Tyrklands væru afar mikilvæg fyrir heimshlutann og að árásarmanninum yrði ekki að ósk sinni. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tók í sama streng og tyrknesku ráðherrarnir. Hann bætti um betur og sagði að árásarmaðurinn vildi koma í veg fyrir frið í Sýrlandi. Forsetinn hét því að verja meiri orku í baráttuna gegn hryðjuverkum. Fundur utanríkisráðherra Rússlands, Tyrklands og Írans, sem áætlaður var næstkomandi fimmtudag, mun fara fram líkt og ekkert hafi í skorist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Sjá meira
Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, var myrtur á listasýningu í Ankara í gær. Árásarmaðurinn var tyrkneskur óeirðalögregluþjónn og vildi með gjörningnum mótmæla framgöngu Rússa í Aleppo. Ekki er talið að atburðurinn verði tilefni illdeilna milli þjóðanna. Árásin átti sér stað við opnun listasýningarinnar „Rússland með augum Tyrkja“ í einu helsta sendiráðahverfi Ankara. Hinn 62 ára gamli Karlov flutti tölu til að setja sýninguna en náði ekki að ljúka henni. Hann hafði talað í nokkrar mínútur þegar hinn 22 ára gamli Mevlut Mert Altinas skaut hann í bakið. Karlov lést af sárum sínum á leið á sjúkrahús. „Ekki gleyma Aleppo! Ekki gleyma Sýrlandi!“ æpti Altinas eftir að hann hafði hleypt af. Hann bætti svo um betur og sagði að hann yrði ekki fjarlægður af safninu á lífi. Það reyndist rétt því starfsbræður hans, lögreglumenn höfuðborgarinnar, skutu hann til bana skömmu eftir árásina. Ekki er vitað hvort Altinas hafi verið einn að verki eða hvort fleiri hafi átt þátt í árásinni. Tyrknesk rannsókn hófst nær samstundis og létu rannsakendur hafa eftir sér að meðlimir Gulen-hópsins lægju undir grun. Ráðherrar í ríkisstjórn Tyrklands, auk borgarstjóra Ankara, létu hafa eftir sér að markmið árásarinnar væri að reka fleyg á milli Tyrklands og Rússlands. Samband þjóðanna hefur oft verið stirt en ísköldu andaði á milli eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í nóvember í fyrra. Sambandið hefur verið á batavegi það sem af er ári. Bæði Rússar og Tyrkir hafa kallað atburðinn hryðjuverkaárás. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í sjónvarpsávarpi að hann og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefðu rætt saman í síma. Þeir hefðu sammælst um að morðið hefði verið hugsað til þess reyna að reka fleyg milli þjóðanna. Hann bætti við að samskipti Rússlands og Tyrklands væru afar mikilvæg fyrir heimshlutann og að árásarmanninum yrði ekki að ósk sinni. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tók í sama streng og tyrknesku ráðherrarnir. Hann bætti um betur og sagði að árásarmaðurinn vildi koma í veg fyrir frið í Sýrlandi. Forsetinn hét því að verja meiri orku í baráttuna gegn hryðjuverkum. Fundur utanríkisráðherra Rússlands, Tyrklands og Írans, sem áætlaður var næstkomandi fimmtudag, mun fara fram líkt og ekkert hafi í skorist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Sjá meira
Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10
Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26