Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. október 2016 07:00 Þorbjörg Ásbjarnardóttir og börn hennar, Arna Ísabella, Alexander Victor og Steinunn Daníela Jóhannesarbörn. mynd/kristín guðjónsdóttir „Krakkarnir verða iðulega ferlega bílveikir,“ segir Þorbjörg Ásbjarnardóttir, móðir þriggja barna í grunnskólanum á Hvammstanga sem þurfa að aka 40 kílómetra hvora leið í og úr skóla á afar slæmum vegi. „Fólk hefur spurt hvort það geti sleppt því að senda börnin í skólann,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Hann segir níu börn á vestanverðu Vatnsnesi þurfa að aka langan veg til og frá skóla.Holum á Vatnsnesvegi hefur síst fækkað með gríðarlegum ágangi ferðamanna.Mynd/Stella Guðrún EllertsdóttirÁstand vega í Húnaþingi vestra og þá sérstaklega Vatnsnesvegar var rætt í fræðsluráði sveitarfélagsins á miðvikudaginn. „Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börn sín ekki í skólann þar sem ferðatími hefur lengst mikið og börnin að verða bílveik í því ástandi sem verið hefur undanfarnar vikur,“ segir fræðsluráðið. „Því miður er ekki um undantekningar að ræða heldur virðist ástandið vera viðvarandi.“ Sigurður segir ástand veganna á Vatnsnesi vestanverðu hafa verið svo slæmt að ferðatími barnanna hafi lengst um allt að hálftíma. „Af því að ferðatíminn er að lengjast og bíllinn er að hossast þá verða þau bara meira veik. Ökuhraðinn er oft og tíðum ekki meiri en tíu til tuttugu kílómetrar á klukkustund. Menn vita hvernig það er að fara ofan í tuttugu sentímetra djúpar holur trekk í trekk á þessum ferðahraða,“ segir Sigurður. Í svari sem skólastjórinn fékk frá svæðisstjóra Norðursvæðis Vegagerðarinnar var borið við fjárskorti. „Einu úrræðin sem menn hafa er að senda hefil einstaka sinnum. Það er allt efnið búið í veginum og hefillinn sópar bara yfir. Eins og tíðin er búin að vera þá hoppar þetta bara upp úr holunum strax aftur,“ útskýrir hann. Þorbjörg Ásbjarnardóttir og fjölskylda fluttu á Þorgrímsstaði utarlega á Vatnsnesi fyrir ellefu árum. Hún segir þeim hafa verið vegalengdin í skólann vel ljós. „En ég held að það hafi enginn gert sér grein fyrir því hvað umferðin myndi aukast svakalega,“ segir Þorgerður sem kveður ferðamenn nú streyma út Vatnsnes allt árið um kring með gríðarlegu álagi á malarveginn þar sem þoli alls ekki umferðarþungann og sé nánast ónýtur og einfaldlega stórhættulegur. „Börnin kvarta undan því að vera svo lengi á leiðinni í skólabílnum,“ segir Þorbjörg. Stundum kasti þau upp á leiðinni. „Sum börnin eru svakalega bílveik að þurfa að fara þennan veg. Við sem foreldrar veltum fyrir okkur hvað við getum gert til þess að hlífa börnunum við þessu. Eitthvað verður að gera, þetta er ekki hægt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
„Krakkarnir verða iðulega ferlega bílveikir,“ segir Þorbjörg Ásbjarnardóttir, móðir þriggja barna í grunnskólanum á Hvammstanga sem þurfa að aka 40 kílómetra hvora leið í og úr skóla á afar slæmum vegi. „Fólk hefur spurt hvort það geti sleppt því að senda börnin í skólann,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Hann segir níu börn á vestanverðu Vatnsnesi þurfa að aka langan veg til og frá skóla.Holum á Vatnsnesvegi hefur síst fækkað með gríðarlegum ágangi ferðamanna.Mynd/Stella Guðrún EllertsdóttirÁstand vega í Húnaþingi vestra og þá sérstaklega Vatnsnesvegar var rætt í fræðsluráði sveitarfélagsins á miðvikudaginn. „Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börn sín ekki í skólann þar sem ferðatími hefur lengst mikið og börnin að verða bílveik í því ástandi sem verið hefur undanfarnar vikur,“ segir fræðsluráðið. „Því miður er ekki um undantekningar að ræða heldur virðist ástandið vera viðvarandi.“ Sigurður segir ástand veganna á Vatnsnesi vestanverðu hafa verið svo slæmt að ferðatími barnanna hafi lengst um allt að hálftíma. „Af því að ferðatíminn er að lengjast og bíllinn er að hossast þá verða þau bara meira veik. Ökuhraðinn er oft og tíðum ekki meiri en tíu til tuttugu kílómetrar á klukkustund. Menn vita hvernig það er að fara ofan í tuttugu sentímetra djúpar holur trekk í trekk á þessum ferðahraða,“ segir Sigurður. Í svari sem skólastjórinn fékk frá svæðisstjóra Norðursvæðis Vegagerðarinnar var borið við fjárskorti. „Einu úrræðin sem menn hafa er að senda hefil einstaka sinnum. Það er allt efnið búið í veginum og hefillinn sópar bara yfir. Eins og tíðin er búin að vera þá hoppar þetta bara upp úr holunum strax aftur,“ útskýrir hann. Þorbjörg Ásbjarnardóttir og fjölskylda fluttu á Þorgrímsstaði utarlega á Vatnsnesi fyrir ellefu árum. Hún segir þeim hafa verið vegalengdin í skólann vel ljós. „En ég held að það hafi enginn gert sér grein fyrir því hvað umferðin myndi aukast svakalega,“ segir Þorgerður sem kveður ferðamenn nú streyma út Vatnsnes allt árið um kring með gríðarlegu álagi á malarveginn þar sem þoli alls ekki umferðarþungann og sé nánast ónýtur og einfaldlega stórhættulegur. „Börnin kvarta undan því að vera svo lengi á leiðinni í skólabílnum,“ segir Þorbjörg. Stundum kasti þau upp á leiðinni. „Sum börnin eru svakalega bílveik að þurfa að fara þennan veg. Við sem foreldrar veltum fyrir okkur hvað við getum gert til þess að hlífa börnunum við þessu. Eitthvað verður að gera, þetta er ekki hægt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira