Ræða að banna Trump Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2016 18:19 Donald Trump, einn af forsetaframbjóðendum Repúblikanaflokksins. Vísir/EPA Breskir þingmenn deila nú um hvort að meina eigi forsetaframbjóðandanum Donald Trump að koma til Bretlands. Rúmlega 575 þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista um bannið. Þingmenn óttast að bann gæti gert Trump að „píslarvætti“.Undirskriftalistinn var stofnaður eftir að Trump lagði til að múslimum yrði meinuð innganga í Bandaríkin um tíma. Það lagði hann til eftir skotárásina í San Bernadino þar sem 14 manns létu lífið. Þar að auki hefur hann látið ummæli falla um nágranna Bandaríkjanna í Mexíkó, Kína, konur og fleiri. Þingmenn hafa sagt að Bretar ættu ekki að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og nokkrir vilja bjóða Trump í heimsókn og sýna honum að innflytjendur væru ekki slæmt fólk. Einn þingmaður sagði Trump hafa rétt á því að vera flón, en hann mætti ekki vera „hættulegt flón“. Annar sagðist telja að Trump væri „geðveikur“. Annar þingmaður benti á að ef tillaga Trump yrði framkvæmd, yrði hann forseti, mætti Saddiq Khan, frambjóðandi til borgarstjórastöðu London ekki fara til Bandaríkjanna. Margir af þingmönnunum hafa hæðst að Trump og einhverjir hafa notað tækifærið til að segja að pólitískur rétttrúnaður væri of mikill í bresku samfélagi. Þar að auki þykir mörgum umræðan vera vandræðaleg fyrir Breta.Tasmina Ahmed-Sheikh frá Skoska þjóðarflokkinum sagði að nú væri 84 einstaklingum bannað að koma til Bretlands vegna hatursumræðu. Trump ætti að vera númer 85. Hægt er að fylgjast frekar með umræðunni hér á vef BBC. Þá er hægt að horfa á beina útsendingu á vef Guardian. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Breskir þingmenn deila nú um hvort að meina eigi forsetaframbjóðandanum Donald Trump að koma til Bretlands. Rúmlega 575 þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista um bannið. Þingmenn óttast að bann gæti gert Trump að „píslarvætti“.Undirskriftalistinn var stofnaður eftir að Trump lagði til að múslimum yrði meinuð innganga í Bandaríkin um tíma. Það lagði hann til eftir skotárásina í San Bernadino þar sem 14 manns létu lífið. Þar að auki hefur hann látið ummæli falla um nágranna Bandaríkjanna í Mexíkó, Kína, konur og fleiri. Þingmenn hafa sagt að Bretar ættu ekki að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og nokkrir vilja bjóða Trump í heimsókn og sýna honum að innflytjendur væru ekki slæmt fólk. Einn þingmaður sagði Trump hafa rétt á því að vera flón, en hann mætti ekki vera „hættulegt flón“. Annar sagðist telja að Trump væri „geðveikur“. Annar þingmaður benti á að ef tillaga Trump yrði framkvæmd, yrði hann forseti, mætti Saddiq Khan, frambjóðandi til borgarstjórastöðu London ekki fara til Bandaríkjanna. Margir af þingmönnunum hafa hæðst að Trump og einhverjir hafa notað tækifærið til að segja að pólitískur rétttrúnaður væri of mikill í bresku samfélagi. Þar að auki þykir mörgum umræðan vera vandræðaleg fyrir Breta.Tasmina Ahmed-Sheikh frá Skoska þjóðarflokkinum sagði að nú væri 84 einstaklingum bannað að koma til Bretlands vegna hatursumræðu. Trump ætti að vera númer 85. Hægt er að fylgjast frekar með umræðunni hér á vef BBC. Þá er hægt að horfa á beina útsendingu á vef Guardian.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira