Hættulegt að fara út að leika sér Birta Björnsdóttir skrifar 30. mars 2016 19:35 Í Jemen ríkir þögul neyð eftir stríðsátök undanfarið árið. Þar er enginn staður öruggur fyrir börn og daglega deyja sex börn þar vegna stríðsátakanna. Í gær kom út ný skýrsla Unicef um stöðu barna í Jemen. Tímasetning útgáfunnar er ekki tilviljun en um þessar mundir er ár liðið frá því að átökin í Jemen urðu að stríði. Stríðið geysar enn og er markmið Unicef með útgáfunni að vekja athygli á hve grátt átökin hafa leikið börnin í Jemen. „Staðan í Jemen í dag er grafalvarleg. Þetta er eitt fátækasta ríki í heimi og er sannarlega fátæastta ríki Mið-Austurlanda. Þarna hefur lengi verið viðvarandi vannæring og það hefur aukist mjög mikið upp á síðkastið. Innviðir eru í miklum molum eftir átökin, skólar hafa verið eyðilagðir, sem og vatnsveitur og sjúkrahús og heilsugæslur. Allt hefur þetta gríðarlega slæm áhrif á börn,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi. Samantektin í skýrslunni er dapurleg lesning. Þar kemur meðal annars fram að af þeim 11,5 milljónum barna sem búa í Jemen eru 10 milljónir í sárri neyð. Þá dóu um 50.000 börn undir fimm ára aldri í landinu í fyrra. „Að meðaltali látast sex börn á dag í Jemen vegna stríðsátakanna. Það er enginn staður öruggur fyrir börn. Það er hættulegt að fara út að leika sér og fara í skólann. Það er jafnvel hættulegt að sofa heima hjá sér. Það sem við sjáum líka alltaf þegar svona niðurbrot á heilsugæslu á sér stað er að börn fara að látast úr sjúkdómum sem auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Það er að gerast núna í Jemen," segir Sigríður. Þá eru ótalin þau börn sem nýtt eru af stríðandi fylkingum til hermennsku. Sigríður segir ríkja þögla neyð í Jemen. „Það er oft rými fyrir svona eina neyð í einu og nú hafa augu heimsins mikið verið á Sýrlandi. Með réttu, því þar ríkir mikil neyð. En við erum að benda á að það er líka mikil þörf á því að horfa til Jemen,“ segir Sigríður. Tengdar fréttir Herþota týnd í Jemen Einnar af herþotum Sameinaða arabíska furstadæmisins er saknað eftir að hún sneri ekki til baka úr árásarferð gegn Houthi uppreisnarmönnum í Jemen í nótt. Ekki er ljóst hvort bilun hafi komið upp í vélinni eða hvort hún hafi verið skotin niður. Furstadæmin hafa tekið þátt í árásum á Jemen, undir forystu Sáda, í ár. Rúmlega sexþúsund manns hafa farist í stríðinu. 14. mars 2016 07:28 ISIS lýsa árásunum í Jemen á hendur sér Að minnsta kosti tuttugu létust í þremur sprengjuárásum. 25. mars 2016 23:18 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Í Jemen ríkir þögul neyð eftir stríðsátök undanfarið árið. Þar er enginn staður öruggur fyrir börn og daglega deyja sex börn þar vegna stríðsátakanna. Í gær kom út ný skýrsla Unicef um stöðu barna í Jemen. Tímasetning útgáfunnar er ekki tilviljun en um þessar mundir er ár liðið frá því að átökin í Jemen urðu að stríði. Stríðið geysar enn og er markmið Unicef með útgáfunni að vekja athygli á hve grátt átökin hafa leikið börnin í Jemen. „Staðan í Jemen í dag er grafalvarleg. Þetta er eitt fátækasta ríki í heimi og er sannarlega fátæastta ríki Mið-Austurlanda. Þarna hefur lengi verið viðvarandi vannæring og það hefur aukist mjög mikið upp á síðkastið. Innviðir eru í miklum molum eftir átökin, skólar hafa verið eyðilagðir, sem og vatnsveitur og sjúkrahús og heilsugæslur. Allt hefur þetta gríðarlega slæm áhrif á börn,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi. Samantektin í skýrslunni er dapurleg lesning. Þar kemur meðal annars fram að af þeim 11,5 milljónum barna sem búa í Jemen eru 10 milljónir í sárri neyð. Þá dóu um 50.000 börn undir fimm ára aldri í landinu í fyrra. „Að meðaltali látast sex börn á dag í Jemen vegna stríðsátakanna. Það er enginn staður öruggur fyrir börn. Það er hættulegt að fara út að leika sér og fara í skólann. Það er jafnvel hættulegt að sofa heima hjá sér. Það sem við sjáum líka alltaf þegar svona niðurbrot á heilsugæslu á sér stað er að börn fara að látast úr sjúkdómum sem auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Það er að gerast núna í Jemen," segir Sigríður. Þá eru ótalin þau börn sem nýtt eru af stríðandi fylkingum til hermennsku. Sigríður segir ríkja þögla neyð í Jemen. „Það er oft rými fyrir svona eina neyð í einu og nú hafa augu heimsins mikið verið á Sýrlandi. Með réttu, því þar ríkir mikil neyð. En við erum að benda á að það er líka mikil þörf á því að horfa til Jemen,“ segir Sigríður.
Tengdar fréttir Herþota týnd í Jemen Einnar af herþotum Sameinaða arabíska furstadæmisins er saknað eftir að hún sneri ekki til baka úr árásarferð gegn Houthi uppreisnarmönnum í Jemen í nótt. Ekki er ljóst hvort bilun hafi komið upp í vélinni eða hvort hún hafi verið skotin niður. Furstadæmin hafa tekið þátt í árásum á Jemen, undir forystu Sáda, í ár. Rúmlega sexþúsund manns hafa farist í stríðinu. 14. mars 2016 07:28 ISIS lýsa árásunum í Jemen á hendur sér Að minnsta kosti tuttugu létust í þremur sprengjuárásum. 25. mars 2016 23:18 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Herþota týnd í Jemen Einnar af herþotum Sameinaða arabíska furstadæmisins er saknað eftir að hún sneri ekki til baka úr árásarferð gegn Houthi uppreisnarmönnum í Jemen í nótt. Ekki er ljóst hvort bilun hafi komið upp í vélinni eða hvort hún hafi verið skotin niður. Furstadæmin hafa tekið þátt í árásum á Jemen, undir forystu Sáda, í ár. Rúmlega sexþúsund manns hafa farist í stríðinu. 14. mars 2016 07:28
ISIS lýsa árásunum í Jemen á hendur sér Að minnsta kosti tuttugu létust í þremur sprengjuárásum. 25. mars 2016 23:18