Íslendingur særðist í árásinni í Istanbúl Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 19. mars 2016 13:49 Íslendingur særðist í sjálfsvígssprenginguni við verslunargötu í Istanbúl í Tyrklandi í morgun þar sem fimm manns fórust. Vísir/AFP Íslendingur særðist í sjálfsvígssprengingunni við verslunargötu í Istanbúl í Tyrklandi, í morgun. Þetta staðfestir íslenska utanríkisráðuneytið. Ekki er vitað hver Íslendingurinn er né hversu mikið slasaður hann er. Utanríkisráðuneytið vinnur nú að því að afla frekar upplýsinga. Klukkan 17:00 höfðu engar frekari upplýsingar borist ráðuneytinu. Fimm manns fórust og 36 særðust í sjálfsvígssprengjuárásnni sem gerð var við verslunargötuna Istiklal-stræti, skammt frá Taksim-torgi, í Istanbúl í morgun. Tyrkneskir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera einn hinna látnu. Árásin í morgun varð klukkan ellefu að staðartíma, eða níu að íslenskum tíma, og voru tólf þeirra sem særðust í árásinni erlendir ríkisborgarar. Í tilkynningu frá tyrkneska heilbrigðismálaráðuneytinu særðust sex Ísraelar, tveir Írar, Þjóðverji, Íslendingur, Írani og maður frá Dubai í árásinni.Vísir/AFPSaka frelsishreyfingu Kúrda um ódæðið Tyrknesk yfirvöld hafa sakað frelsishreyfingu Kúrda, PKK, um ódæðið, en enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Hryðjuverkaárásir hafa verið tíðar í Tyrklandi síðustu mánuði. Um síðustu helgi fórust 35 í sprengjuárás uppreisnarhóps Kúrda í höfuðborginni Ankara og í síðasta mánuði fórust 28 þegar ráðist var gegn tyrknesku herliði í sömu borg. Þá fórust tólf þýskir ferðamenn í sjálfsvígssprengjuárás ISIS í Istanbúl í janúar og á annað hundrað manns í sprengjuárásum í friðargöngu Kúrda í Ankara í október Árásin í morgun varð klukkan ellefu að staðartíma, eða níu að íslenskum tíma, og voru tólf þeirra sem særðust í árásinni erlendir ríkisborgarar.Vísir/AFPVísir/AFP Tengdar fréttir Sprenging á helstu verslunargötu Istanbúl Að minnsta kosti fjórir létust í sprengjuárás sem varð á Istiklal-stræti, helstu verslunargötu Istanbúlborgar, í morgun. 19. mars 2016 09:51 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Íslendingur særðist í sjálfsvígssprengingunni við verslunargötu í Istanbúl í Tyrklandi, í morgun. Þetta staðfestir íslenska utanríkisráðuneytið. Ekki er vitað hver Íslendingurinn er né hversu mikið slasaður hann er. Utanríkisráðuneytið vinnur nú að því að afla frekar upplýsinga. Klukkan 17:00 höfðu engar frekari upplýsingar borist ráðuneytinu. Fimm manns fórust og 36 særðust í sjálfsvígssprengjuárásnni sem gerð var við verslunargötuna Istiklal-stræti, skammt frá Taksim-torgi, í Istanbúl í morgun. Tyrkneskir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera einn hinna látnu. Árásin í morgun varð klukkan ellefu að staðartíma, eða níu að íslenskum tíma, og voru tólf þeirra sem særðust í árásinni erlendir ríkisborgarar. Í tilkynningu frá tyrkneska heilbrigðismálaráðuneytinu særðust sex Ísraelar, tveir Írar, Þjóðverji, Íslendingur, Írani og maður frá Dubai í árásinni.Vísir/AFPSaka frelsishreyfingu Kúrda um ódæðið Tyrknesk yfirvöld hafa sakað frelsishreyfingu Kúrda, PKK, um ódæðið, en enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Hryðjuverkaárásir hafa verið tíðar í Tyrklandi síðustu mánuði. Um síðustu helgi fórust 35 í sprengjuárás uppreisnarhóps Kúrda í höfuðborginni Ankara og í síðasta mánuði fórust 28 þegar ráðist var gegn tyrknesku herliði í sömu borg. Þá fórust tólf þýskir ferðamenn í sjálfsvígssprengjuárás ISIS í Istanbúl í janúar og á annað hundrað manns í sprengjuárásum í friðargöngu Kúrda í Ankara í október Árásin í morgun varð klukkan ellefu að staðartíma, eða níu að íslenskum tíma, og voru tólf þeirra sem særðust í árásinni erlendir ríkisborgarar.Vísir/AFPVísir/AFP
Tengdar fréttir Sprenging á helstu verslunargötu Istanbúl Að minnsta kosti fjórir létust í sprengjuárás sem varð á Istiklal-stræti, helstu verslunargötu Istanbúlborgar, í morgun. 19. mars 2016 09:51 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Sprenging á helstu verslunargötu Istanbúl Að minnsta kosti fjórir létust í sprengjuárás sem varð á Istiklal-stræti, helstu verslunargötu Istanbúlborgar, í morgun. 19. mars 2016 09:51