Sérsveitin fær að nota höggboltabyssur Þorgeir Helgason skrifar 14. nóvember 2016 06:00 Táragasbyssur verða notaðar til þess að skjóta höggboltunum. vísir/getty Sérsveitin hefur tekið í notkun skotvopn sem skjóta höggboltum. Höggboltabyssur eru hugsaðar sem vægara úrræði en notkun hefðbundins skotvopns. Byssurnar skjóta mjúkum bolta úr svampi og eru almennt ekki lífshættulegar. Hafni kúlan í höfði, hálsi eða bringu manns getur það þó leitt hann til dauða.Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Ríkislögreglustjóri heimilaði, þann 12. ágúst síðastliðinn, sérsveitinni að taka í notkun vopnin með vísan til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í athugasemdum með reglunum kemur fram að talsvert af nýjum búnaði sé í þróun, svo sem rafmagnsbyssur, netbyssur og höggskotfæri. En samkvæmt áttundu grein reglnanna getur ríkislögreglustjóri heimilað notkun slíkra vopna í sérstökum tilfellum. „Sérsveitinni er heimilt að nota höggboltabyssurnar að uppfylltum sömu skilyrðum og henni er heimilt að beita kylfum. Beita má byssunni þegar brýna nauðsyn ber til og vægari aðferðir hafa ekki dugað,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Í svari frá Jóni segir í hvaða tilvikum heimilt er að nota höggboltabyssurnar, svo sem til að afstýra árás á lögreglumann eða þriðja mann eða til að handataka hættulega menn. Byssurnar má einnig nota þegar einhver reynir að koma í veg fyrir handtöku eða reynir að hindra lögreglu við störf sín og til að knýja fram hlýðni við skipun sem ekki er fylgt, enda sé nauðsynlegt að henni sé framfylgt tafarlaust. Vopnaburður lögreglunnar hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Fyrir tveimur árum bárust 250 hríðskotabyssur af gerðinni MP5 til landsins frá Norðmönnum. Málið vakti mikla athygli og óttuðust margir að vopnasendingin væri skref að auknum vopnaburði lögreglumanna. Landhelgisgæslan átti að fá 100 þeirra og lögreglan 150 en þegar kom í ljós að ekki var um gjöf að ræða voru þær sendar aftur til Noregs. „Ekki hefur enn komið til þess að sérsveitin noti höggboltabyssur í útkalli,“ segir í svari Jóns Bjartmarz. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15 Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Sérsveitin hefur tekið í notkun skotvopn sem skjóta höggboltum. Höggboltabyssur eru hugsaðar sem vægara úrræði en notkun hefðbundins skotvopns. Byssurnar skjóta mjúkum bolta úr svampi og eru almennt ekki lífshættulegar. Hafni kúlan í höfði, hálsi eða bringu manns getur það þó leitt hann til dauða.Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Ríkislögreglustjóri heimilaði, þann 12. ágúst síðastliðinn, sérsveitinni að taka í notkun vopnin með vísan til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í athugasemdum með reglunum kemur fram að talsvert af nýjum búnaði sé í þróun, svo sem rafmagnsbyssur, netbyssur og höggskotfæri. En samkvæmt áttundu grein reglnanna getur ríkislögreglustjóri heimilað notkun slíkra vopna í sérstökum tilfellum. „Sérsveitinni er heimilt að nota höggboltabyssurnar að uppfylltum sömu skilyrðum og henni er heimilt að beita kylfum. Beita má byssunni þegar brýna nauðsyn ber til og vægari aðferðir hafa ekki dugað,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Í svari frá Jóni segir í hvaða tilvikum heimilt er að nota höggboltabyssurnar, svo sem til að afstýra árás á lögreglumann eða þriðja mann eða til að handataka hættulega menn. Byssurnar má einnig nota þegar einhver reynir að koma í veg fyrir handtöku eða reynir að hindra lögreglu við störf sín og til að knýja fram hlýðni við skipun sem ekki er fylgt, enda sé nauðsynlegt að henni sé framfylgt tafarlaust. Vopnaburður lögreglunnar hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Fyrir tveimur árum bárust 250 hríðskotabyssur af gerðinni MP5 til landsins frá Norðmönnum. Málið vakti mikla athygli og óttuðust margir að vopnasendingin væri skref að auknum vopnaburði lögreglumanna. Landhelgisgæslan átti að fá 100 þeirra og lögreglan 150 en þegar kom í ljós að ekki var um gjöf að ræða voru þær sendar aftur til Noregs. „Ekki hefur enn komið til þess að sérsveitin noti höggboltabyssur í útkalli,“ segir í svari Jóns Bjartmarz. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15 Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15
Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09