Sérsveitin fær að nota höggboltabyssur Þorgeir Helgason skrifar 14. nóvember 2016 06:00 Táragasbyssur verða notaðar til þess að skjóta höggboltunum. vísir/getty Sérsveitin hefur tekið í notkun skotvopn sem skjóta höggboltum. Höggboltabyssur eru hugsaðar sem vægara úrræði en notkun hefðbundins skotvopns. Byssurnar skjóta mjúkum bolta úr svampi og eru almennt ekki lífshættulegar. Hafni kúlan í höfði, hálsi eða bringu manns getur það þó leitt hann til dauða.Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Ríkislögreglustjóri heimilaði, þann 12. ágúst síðastliðinn, sérsveitinni að taka í notkun vopnin með vísan til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í athugasemdum með reglunum kemur fram að talsvert af nýjum búnaði sé í þróun, svo sem rafmagnsbyssur, netbyssur og höggskotfæri. En samkvæmt áttundu grein reglnanna getur ríkislögreglustjóri heimilað notkun slíkra vopna í sérstökum tilfellum. „Sérsveitinni er heimilt að nota höggboltabyssurnar að uppfylltum sömu skilyrðum og henni er heimilt að beita kylfum. Beita má byssunni þegar brýna nauðsyn ber til og vægari aðferðir hafa ekki dugað,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Í svari frá Jóni segir í hvaða tilvikum heimilt er að nota höggboltabyssurnar, svo sem til að afstýra árás á lögreglumann eða þriðja mann eða til að handataka hættulega menn. Byssurnar má einnig nota þegar einhver reynir að koma í veg fyrir handtöku eða reynir að hindra lögreglu við störf sín og til að knýja fram hlýðni við skipun sem ekki er fylgt, enda sé nauðsynlegt að henni sé framfylgt tafarlaust. Vopnaburður lögreglunnar hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Fyrir tveimur árum bárust 250 hríðskotabyssur af gerðinni MP5 til landsins frá Norðmönnum. Málið vakti mikla athygli og óttuðust margir að vopnasendingin væri skref að auknum vopnaburði lögreglumanna. Landhelgisgæslan átti að fá 100 þeirra og lögreglan 150 en þegar kom í ljós að ekki var um gjöf að ræða voru þær sendar aftur til Noregs. „Ekki hefur enn komið til þess að sérsveitin noti höggboltabyssur í útkalli,“ segir í svari Jóns Bjartmarz. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15 Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Sérsveitin hefur tekið í notkun skotvopn sem skjóta höggboltum. Höggboltabyssur eru hugsaðar sem vægara úrræði en notkun hefðbundins skotvopns. Byssurnar skjóta mjúkum bolta úr svampi og eru almennt ekki lífshættulegar. Hafni kúlan í höfði, hálsi eða bringu manns getur það þó leitt hann til dauða.Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Ríkislögreglustjóri heimilaði, þann 12. ágúst síðastliðinn, sérsveitinni að taka í notkun vopnin með vísan til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í athugasemdum með reglunum kemur fram að talsvert af nýjum búnaði sé í þróun, svo sem rafmagnsbyssur, netbyssur og höggskotfæri. En samkvæmt áttundu grein reglnanna getur ríkislögreglustjóri heimilað notkun slíkra vopna í sérstökum tilfellum. „Sérsveitinni er heimilt að nota höggboltabyssurnar að uppfylltum sömu skilyrðum og henni er heimilt að beita kylfum. Beita má byssunni þegar brýna nauðsyn ber til og vægari aðferðir hafa ekki dugað,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Í svari frá Jóni segir í hvaða tilvikum heimilt er að nota höggboltabyssurnar, svo sem til að afstýra árás á lögreglumann eða þriðja mann eða til að handataka hættulega menn. Byssurnar má einnig nota þegar einhver reynir að koma í veg fyrir handtöku eða reynir að hindra lögreglu við störf sín og til að knýja fram hlýðni við skipun sem ekki er fylgt, enda sé nauðsynlegt að henni sé framfylgt tafarlaust. Vopnaburður lögreglunnar hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Fyrir tveimur árum bárust 250 hríðskotabyssur af gerðinni MP5 til landsins frá Norðmönnum. Málið vakti mikla athygli og óttuðust margir að vopnasendingin væri skref að auknum vopnaburði lögreglumanna. Landhelgisgæslan átti að fá 100 þeirra og lögreglan 150 en þegar kom í ljós að ekki var um gjöf að ræða voru þær sendar aftur til Noregs. „Ekki hefur enn komið til þess að sérsveitin noti höggboltabyssur í útkalli,“ segir í svari Jóns Bjartmarz. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15 Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15
Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09