Sérsveitin fær að nota höggboltabyssur Þorgeir Helgason skrifar 14. nóvember 2016 06:00 Táragasbyssur verða notaðar til þess að skjóta höggboltunum. vísir/getty Sérsveitin hefur tekið í notkun skotvopn sem skjóta höggboltum. Höggboltabyssur eru hugsaðar sem vægara úrræði en notkun hefðbundins skotvopns. Byssurnar skjóta mjúkum bolta úr svampi og eru almennt ekki lífshættulegar. Hafni kúlan í höfði, hálsi eða bringu manns getur það þó leitt hann til dauða.Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Ríkislögreglustjóri heimilaði, þann 12. ágúst síðastliðinn, sérsveitinni að taka í notkun vopnin með vísan til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í athugasemdum með reglunum kemur fram að talsvert af nýjum búnaði sé í þróun, svo sem rafmagnsbyssur, netbyssur og höggskotfæri. En samkvæmt áttundu grein reglnanna getur ríkislögreglustjóri heimilað notkun slíkra vopna í sérstökum tilfellum. „Sérsveitinni er heimilt að nota höggboltabyssurnar að uppfylltum sömu skilyrðum og henni er heimilt að beita kylfum. Beita má byssunni þegar brýna nauðsyn ber til og vægari aðferðir hafa ekki dugað,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Í svari frá Jóni segir í hvaða tilvikum heimilt er að nota höggboltabyssurnar, svo sem til að afstýra árás á lögreglumann eða þriðja mann eða til að handataka hættulega menn. Byssurnar má einnig nota þegar einhver reynir að koma í veg fyrir handtöku eða reynir að hindra lögreglu við störf sín og til að knýja fram hlýðni við skipun sem ekki er fylgt, enda sé nauðsynlegt að henni sé framfylgt tafarlaust. Vopnaburður lögreglunnar hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Fyrir tveimur árum bárust 250 hríðskotabyssur af gerðinni MP5 til landsins frá Norðmönnum. Málið vakti mikla athygli og óttuðust margir að vopnasendingin væri skref að auknum vopnaburði lögreglumanna. Landhelgisgæslan átti að fá 100 þeirra og lögreglan 150 en þegar kom í ljós að ekki var um gjöf að ræða voru þær sendar aftur til Noregs. „Ekki hefur enn komið til þess að sérsveitin noti höggboltabyssur í útkalli,“ segir í svari Jóns Bjartmarz. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15 Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sérsveitin hefur tekið í notkun skotvopn sem skjóta höggboltum. Höggboltabyssur eru hugsaðar sem vægara úrræði en notkun hefðbundins skotvopns. Byssurnar skjóta mjúkum bolta úr svampi og eru almennt ekki lífshættulegar. Hafni kúlan í höfði, hálsi eða bringu manns getur það þó leitt hann til dauða.Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Ríkislögreglustjóri heimilaði, þann 12. ágúst síðastliðinn, sérsveitinni að taka í notkun vopnin með vísan til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í athugasemdum með reglunum kemur fram að talsvert af nýjum búnaði sé í þróun, svo sem rafmagnsbyssur, netbyssur og höggskotfæri. En samkvæmt áttundu grein reglnanna getur ríkislögreglustjóri heimilað notkun slíkra vopna í sérstökum tilfellum. „Sérsveitinni er heimilt að nota höggboltabyssurnar að uppfylltum sömu skilyrðum og henni er heimilt að beita kylfum. Beita má byssunni þegar brýna nauðsyn ber til og vægari aðferðir hafa ekki dugað,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Í svari frá Jóni segir í hvaða tilvikum heimilt er að nota höggboltabyssurnar, svo sem til að afstýra árás á lögreglumann eða þriðja mann eða til að handataka hættulega menn. Byssurnar má einnig nota þegar einhver reynir að koma í veg fyrir handtöku eða reynir að hindra lögreglu við störf sín og til að knýja fram hlýðni við skipun sem ekki er fylgt, enda sé nauðsynlegt að henni sé framfylgt tafarlaust. Vopnaburður lögreglunnar hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Fyrir tveimur árum bárust 250 hríðskotabyssur af gerðinni MP5 til landsins frá Norðmönnum. Málið vakti mikla athygli og óttuðust margir að vopnasendingin væri skref að auknum vopnaburði lögreglumanna. Landhelgisgæslan átti að fá 100 þeirra og lögreglan 150 en þegar kom í ljós að ekki var um gjöf að ræða voru þær sendar aftur til Noregs. „Ekki hefur enn komið til þess að sérsveitin noti höggboltabyssur í útkalli,“ segir í svari Jóns Bjartmarz. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15 Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15
Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09