Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2014 19:09 Ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir Norðmenn alltaf hafa litið svo á að greitt yrði fyrir 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan fékk frá norska hernum. Samkvæmt samningum eigi að greiða fyrir byssurnar í lok þessa árs og þess næsta. Ekki verði upplýst um önnur vopnaviðskipti landanna að ósk íslenskra stjórnvalda. Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar og talsmanni norska hersins hefur ekki borið saman um hvort 250 hríðskotabyssur frá norska hernum sem komu hingað til lands í febrúar voru seldar eða gefnar til Landhelgisgæslunnar. Forstjórinn og nokkrir aðrir starfsmenn Gæslunnar komu öðru sinni fyrir Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í gær vegna málsins og að þeim fundi loknum sagði forstjórinn. „Ef að gefandinn hefur skipt um skoðun þá nær það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ sagði Georg í gær. Fréttastofan spurðist fyrir um málið á skrifstofu Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra Noregs og fékk svör frá Birgitte Frisch sérstökum ráðgjafa hennar í dag þar sem segir: „Frá norskum bæjardyrum séð var alltaf um sölu að ræða á hríðskotabyssunum sem fluttar voru til Íslands. Hvað varðar síðustu sölu á 250 MP-5s hríðskotabyssum verður íslenskum stjórnvöldum sendur reikningur í lok árs 2014 og aftur í lok árs 2015, samkvæmt samningi og áður gerðum gagnkvæmum samningum,“ segir sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans. Þú fullyrtir engu að síður í fjölmiðlum á dögunum að þetta væri gjöf og þið hefðuð skilið það þannig. Voruð þið þá aldrei með neina pappíra í höndunum frá norskum yfirvöldum um að svo væri? „Við höfum staðið í áratuga samstarfi við Norðmenn. Mjög góðu samstarfi og mjög rausnarlegu samstarfi af þeirra hálfu. Þegið af þeim ýmis konar gjafir og þjónustu í gegnum árin sem eru mun verðmætari og mikilsverðari en þessi gjöf og í ljósi þeirra samskipta máttum við ætla að farið yrði með þetta eins og verið hefur,“ segir Georg. Og vísaði þar m.a. til vopna sem Gæslan fékk frá Norðmönnum árið 2011. Fréttastofan spurði norska varnarmálaráðuneytið einnig út í fyrri vopnasamskipti þjóðanna. „Að beiðni íslenskra stjórnvalda mun norska varnarmálaráðuneytið á þessu stigi máls ekki greina nánar frá flutningi annarra vopna til Íslands,“ segir Birgitte Frisch. Hafið þið óskað eftir því við Norðmenn að þeir skýri þetta út með formlegum hætti? Hvort um gjöf eða sölu sé að ræða? „Við höfum ekki enn stofnað til neinnra formlegra umræða við Norðmenn um þessi mál. Enda hreinlega ekki bara gefist tími til þess. En við munum væntanlega á næstu dögum eða vikum ræða við Norðmenn um framhald þessa máls,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir Norðmenn alltaf hafa litið svo á að greitt yrði fyrir 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan fékk frá norska hernum. Samkvæmt samningum eigi að greiða fyrir byssurnar í lok þessa árs og þess næsta. Ekki verði upplýst um önnur vopnaviðskipti landanna að ósk íslenskra stjórnvalda. Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar og talsmanni norska hersins hefur ekki borið saman um hvort 250 hríðskotabyssur frá norska hernum sem komu hingað til lands í febrúar voru seldar eða gefnar til Landhelgisgæslunnar. Forstjórinn og nokkrir aðrir starfsmenn Gæslunnar komu öðru sinni fyrir Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í gær vegna málsins og að þeim fundi loknum sagði forstjórinn. „Ef að gefandinn hefur skipt um skoðun þá nær það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ sagði Georg í gær. Fréttastofan spurðist fyrir um málið á skrifstofu Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra Noregs og fékk svör frá Birgitte Frisch sérstökum ráðgjafa hennar í dag þar sem segir: „Frá norskum bæjardyrum séð var alltaf um sölu að ræða á hríðskotabyssunum sem fluttar voru til Íslands. Hvað varðar síðustu sölu á 250 MP-5s hríðskotabyssum verður íslenskum stjórnvöldum sendur reikningur í lok árs 2014 og aftur í lok árs 2015, samkvæmt samningi og áður gerðum gagnkvæmum samningum,“ segir sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans. Þú fullyrtir engu að síður í fjölmiðlum á dögunum að þetta væri gjöf og þið hefðuð skilið það þannig. Voruð þið þá aldrei með neina pappíra í höndunum frá norskum yfirvöldum um að svo væri? „Við höfum staðið í áratuga samstarfi við Norðmenn. Mjög góðu samstarfi og mjög rausnarlegu samstarfi af þeirra hálfu. Þegið af þeim ýmis konar gjafir og þjónustu í gegnum árin sem eru mun verðmætari og mikilsverðari en þessi gjöf og í ljósi þeirra samskipta máttum við ætla að farið yrði með þetta eins og verið hefur,“ segir Georg. Og vísaði þar m.a. til vopna sem Gæslan fékk frá Norðmönnum árið 2011. Fréttastofan spurði norska varnarmálaráðuneytið einnig út í fyrri vopnasamskipti þjóðanna. „Að beiðni íslenskra stjórnvalda mun norska varnarmálaráðuneytið á þessu stigi máls ekki greina nánar frá flutningi annarra vopna til Íslands,“ segir Birgitte Frisch. Hafið þið óskað eftir því við Norðmenn að þeir skýri þetta út með formlegum hætti? Hvort um gjöf eða sölu sé að ræða? „Við höfum ekki enn stofnað til neinnra formlegra umræða við Norðmenn um þessi mál. Enda hreinlega ekki bara gefist tími til þess. En við munum væntanlega á næstu dögum eða vikum ræða við Norðmenn um framhald þessa máls,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira