Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2016 19:30 Formaður fjárlaganefndar Alþingis vill að flugvallarlandið í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni á dögunum, verði tekið til baka með eignarnámi. Þetta kom fram í viðtali við Vigdísi Hauksdóttur í fréttum Stöðvar 2. Sala landsins var tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun en fyrir tveimur árum taldi nefndin sig hafa girt fyrir afsal landsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra taldi sig hins vegar skuldbundinn að standa við samkomulag sem forveri hans, Katrín Júlíusdóttir, gerði við Dag B. Eggertsson skömmu fyrir síðustu þingkosningar. „Það er mjög sorglegt að þessi ríkisstjórn þurfi að uppfylla eitthvert Samfylkingarsamkomulag frá 2013. Mjög einkennilegt,“ segir Vigdís.Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir sömdu um sölu flugvallarlandsins þann 1. mars 2013.Meirihluti fjárlaganefndar beitti sér fyrir að heimildargrein um afsal flugvallarlandsins yrði fjarlægð úr fjárlagafrumvarpinu og taldi sig þar með hafa komið í veg fyrir sölu þess. Nú komi fjármálaráðuneytið með aðra túlkun eftirá, segir Vigdís. „En þá spyr ég: Afhverju var verið að óska eftir heimildinni aftur inn í fjárlög 2014? Því þá var ekki búið að ganga frá neinu.“ Vigdísi finnst endurgjaldið lágt fyrir svæðið. „Bara 440 milljónir. Svona miðað við það sem búið er að ræða um. Ég bara lít svo á að nú er kominn verðmiði á þetta land og ég held að það væri langfarsælast fyrir alla aðila að ríkið myndi ganga þarna inn og taka landið eignarnámi,“ segir formaður fjárlaganefndar.Reykjavíkurborg er að skipuleggja 800 íbúða byggð á umræddu svæði.Reykjavíkurborg hefur þegar kynnt hugmyndir að nýju 800 íbúða hverfi á umræddu svæði. Þar er miðað við að rísi þétt byggð fjögurra hæða fjölbýlishúsa. „Þá er náttúrlega bara neyðarbrautin farin. Það er stefna Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í borgarstjórn að flugbrautin hverfi.“ Vigdís telur enn hægt að bjarga brautinni. Í því sambandi má vísa til hugmynda sem Ómar Ragnarsson hefur kynnt sem málamiðlun í flugvallarmálinu.Svona teiknaði Ómar á kortið hvernig mætti hliðra til neyðarbrautinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég hef séð teikningar þar sem lagt er til að hún fari í sjó fram, - að flugvöllurinn og þessi braut verði færð út í Skerjafjörð. Það er ofsalega fín hugmynd en það er örugglega kostnaðarsamt.“Grafísk mynd af einni útfærslu flugvallar sem víkur út í sjó. Stór hluti flugvallarsvæðisins fengist til annarra nota ef núverandi norður-suður braut yrði lokað í staðinn. Tengdar fréttir Bjarni sakar borgina um „óbilgirni“ en aðhefst ekki vegna sölu á landspildu Fjármálaráðherra segir að Reykjavíkurborg hafi sýnt mikla óbilgirni með því að hraða lokun hluta Reykjavíkurflugvallar og setja innanlandsflugið í uppnám. Hins vegar sér hann enga ástæðu til að aðhafast vegna athugasemda um að ríkið hafi ekki haft skýra lagaheimild til ráðstöfunar landspildu við suðurhluta neyðarbrautarinnar. 23. ágúst 2016 19:58 Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43 Ríkið selur Reykjavíkurborg land í Skerjafirði Þriðju flugbrautinni, hinni svokölluðu neyðarbraut, hefur verið lokað. 19. ágúst 2016 13:42 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Sjúkraflug í hæsta forgangi treysti á neyðarbrautina Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. 30. desember 2015 19:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar Alþingis vill að flugvallarlandið í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni á dögunum, verði tekið til baka með eignarnámi. Þetta kom fram í viðtali við Vigdísi Hauksdóttur í fréttum Stöðvar 2. Sala landsins var tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun en fyrir tveimur árum taldi nefndin sig hafa girt fyrir afsal landsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra taldi sig hins vegar skuldbundinn að standa við samkomulag sem forveri hans, Katrín Júlíusdóttir, gerði við Dag B. Eggertsson skömmu fyrir síðustu þingkosningar. „Það er mjög sorglegt að þessi ríkisstjórn þurfi að uppfylla eitthvert Samfylkingarsamkomulag frá 2013. Mjög einkennilegt,“ segir Vigdís.Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir sömdu um sölu flugvallarlandsins þann 1. mars 2013.Meirihluti fjárlaganefndar beitti sér fyrir að heimildargrein um afsal flugvallarlandsins yrði fjarlægð úr fjárlagafrumvarpinu og taldi sig þar með hafa komið í veg fyrir sölu þess. Nú komi fjármálaráðuneytið með aðra túlkun eftirá, segir Vigdís. „En þá spyr ég: Afhverju var verið að óska eftir heimildinni aftur inn í fjárlög 2014? Því þá var ekki búið að ganga frá neinu.“ Vigdísi finnst endurgjaldið lágt fyrir svæðið. „Bara 440 milljónir. Svona miðað við það sem búið er að ræða um. Ég bara lít svo á að nú er kominn verðmiði á þetta land og ég held að það væri langfarsælast fyrir alla aðila að ríkið myndi ganga þarna inn og taka landið eignarnámi,“ segir formaður fjárlaganefndar.Reykjavíkurborg er að skipuleggja 800 íbúða byggð á umræddu svæði.Reykjavíkurborg hefur þegar kynnt hugmyndir að nýju 800 íbúða hverfi á umræddu svæði. Þar er miðað við að rísi þétt byggð fjögurra hæða fjölbýlishúsa. „Þá er náttúrlega bara neyðarbrautin farin. Það er stefna Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í borgarstjórn að flugbrautin hverfi.“ Vigdís telur enn hægt að bjarga brautinni. Í því sambandi má vísa til hugmynda sem Ómar Ragnarsson hefur kynnt sem málamiðlun í flugvallarmálinu.Svona teiknaði Ómar á kortið hvernig mætti hliðra til neyðarbrautinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég hef séð teikningar þar sem lagt er til að hún fari í sjó fram, - að flugvöllurinn og þessi braut verði færð út í Skerjafjörð. Það er ofsalega fín hugmynd en það er örugglega kostnaðarsamt.“Grafísk mynd af einni útfærslu flugvallar sem víkur út í sjó. Stór hluti flugvallarsvæðisins fengist til annarra nota ef núverandi norður-suður braut yrði lokað í staðinn.
Tengdar fréttir Bjarni sakar borgina um „óbilgirni“ en aðhefst ekki vegna sölu á landspildu Fjármálaráðherra segir að Reykjavíkurborg hafi sýnt mikla óbilgirni með því að hraða lokun hluta Reykjavíkurflugvallar og setja innanlandsflugið í uppnám. Hins vegar sér hann enga ástæðu til að aðhafast vegna athugasemda um að ríkið hafi ekki haft skýra lagaheimild til ráðstöfunar landspildu við suðurhluta neyðarbrautarinnar. 23. ágúst 2016 19:58 Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43 Ríkið selur Reykjavíkurborg land í Skerjafirði Þriðju flugbrautinni, hinni svokölluðu neyðarbraut, hefur verið lokað. 19. ágúst 2016 13:42 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Sjúkraflug í hæsta forgangi treysti á neyðarbrautina Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. 30. desember 2015 19:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Bjarni sakar borgina um „óbilgirni“ en aðhefst ekki vegna sölu á landspildu Fjármálaráðherra segir að Reykjavíkurborg hafi sýnt mikla óbilgirni með því að hraða lokun hluta Reykjavíkurflugvallar og setja innanlandsflugið í uppnám. Hins vegar sér hann enga ástæðu til að aðhafast vegna athugasemda um að ríkið hafi ekki haft skýra lagaheimild til ráðstöfunar landspildu við suðurhluta neyðarbrautarinnar. 23. ágúst 2016 19:58
Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43
Ríkið selur Reykjavíkurborg land í Skerjafirði Þriðju flugbrautinni, hinni svokölluðu neyðarbraut, hefur verið lokað. 19. ágúst 2016 13:42
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58
Sjúkraflug í hæsta forgangi treysti á neyðarbrautina Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. 30. desember 2015 19:00