Bjarni sakar borgina um „óbilgirni“ en aðhefst ekki vegna sölu á landspildu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. ágúst 2016 19:58 Fjármálaráðherra segir að Reykjavíkurborg hafi sýnt mikla óbilgirni með því að hraða lokun hluta Reykjavíkurflugvallar og setja innanlandsflugið í uppnám. Hins vegar sér hann enga ástæðu til að aðhafast vegna athugasemda um að ríkið hafi ekki haft skýra lagaheimild til ráðstöfunar landspildu við suðurhluta neyðarbrautarinnar. Hjartað í vatnsmýri eru hagsmunasamtök þeirra sem vilja sjá Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og á engum öðrum stað. Fulltrúar þessara samtaka sætta sig mjög illa við að búið sé að fjarlægja hluta flugbrautar 0624 og loka henni fyrir flugumferð. Þeir hafa nú komist að því að ríkisvaldið hafi verið í gruggugu vatni þegar það seldi borginni landspildu sunnan við flugbraut 0624 sem nefnd hefur verið „neyðarbraut“ í opinberri umræðu. Lögfræðingar fjármálaráðuneytins telja hins vegar að það hafi verið skýr lagaheimild þegar landið var selt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki efast um það mat. Samningurinn haldi gildi sínu enda hafi afsal verið gefið út og kaupverð greitt. Bjarni segir hins vegar að borgarstjórn hafi gengið fram með mjög gagnrýniverðum hætti vegna Vatnsmýrarinnar og sett innanlandsflug í landinu í uppnám. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að menn hafi dregið of víðtækar ályktanir af dómi Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar í fjölmiðlum. Ljóst er að þjóðin muni áfram takast á um veru flugvallarins og þær íbúðir sem rísa nú á Hlíðarenda munu byggjast í skugga þessa ágreinings. Nýjasta framvinda málsins hefur hins vegar engin áhrif á uppbyggingu á Hlíðarenda enda snýst hún um sölu lands við suðurhluta flugbrautar 06/24. Sjá umfjöllun Stöðvar 2 í myndskeiði. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að Reykjavíkurborg hafi sýnt mikla óbilgirni með því að hraða lokun hluta Reykjavíkurflugvallar og setja innanlandsflugið í uppnám. Hins vegar sér hann enga ástæðu til að aðhafast vegna athugasemda um að ríkið hafi ekki haft skýra lagaheimild til ráðstöfunar landspildu við suðurhluta neyðarbrautarinnar. Hjartað í vatnsmýri eru hagsmunasamtök þeirra sem vilja sjá Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og á engum öðrum stað. Fulltrúar þessara samtaka sætta sig mjög illa við að búið sé að fjarlægja hluta flugbrautar 0624 og loka henni fyrir flugumferð. Þeir hafa nú komist að því að ríkisvaldið hafi verið í gruggugu vatni þegar það seldi borginni landspildu sunnan við flugbraut 0624 sem nefnd hefur verið „neyðarbraut“ í opinberri umræðu. Lögfræðingar fjármálaráðuneytins telja hins vegar að það hafi verið skýr lagaheimild þegar landið var selt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki efast um það mat. Samningurinn haldi gildi sínu enda hafi afsal verið gefið út og kaupverð greitt. Bjarni segir hins vegar að borgarstjórn hafi gengið fram með mjög gagnrýniverðum hætti vegna Vatnsmýrarinnar og sett innanlandsflug í landinu í uppnám. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að menn hafi dregið of víðtækar ályktanir af dómi Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar í fjölmiðlum. Ljóst er að þjóðin muni áfram takast á um veru flugvallarins og þær íbúðir sem rísa nú á Hlíðarenda munu byggjast í skugga þessa ágreinings. Nýjasta framvinda málsins hefur hins vegar engin áhrif á uppbyggingu á Hlíðarenda enda snýst hún um sölu lands við suðurhluta flugbrautar 06/24. Sjá umfjöllun Stöðvar 2 í myndskeiði.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira