Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. september 2016 20:00 Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir yfir hundrað ára starfsemi þar. Herkastalinn var í byrjun árs seldur til fjárfesta fyrir um 600 milljónir króna. Nýir eigendur fá húsnæðið afhent um mánaðarmótin en til stendur að breyta húsnæðinu í hótel. Það var fullt út úr dyrum þegar kastalinn opnaði klukkan tíu í morgun og ljóst að fólk hafði mikinn áhuga á að næla sér í muni úr þessu sögufræga húsi. „Við fengum frábærar viðtökur. Það var mikið af fólki sem bara beið hér fyrir utan þegar við opnuðum. Við finnum mikinn hlýhug og þetta er bara yndislegt,“ segir Sigurður „kapteinn“ Ingimarsson, flokksleiðtogi hjá Hjálpræðishernum. Hann segir fólk gera sér grein fyrir að í munum úr kastalanum felist ákveðin menningarverðmæti. „Ég held að það hafi verið mikið atriði hjá mörgum. Þetta er hundrað ára saga hérna þannig að eflaust hefur það spilað inn í,“ segir Sigurður. Allt frá borðbúnaði til bóka, mynda og húsganga var til sölu. Hjálpræðisherinn hefur fest kaup á lóð við Suðurlandsbraut þar sem til stendur að byggja hús undir starsemina. Á meðan flyst hún að mestu í Mjódd þar sem herinn er til húsa. Sigurður segir að Hjálræðisherinn komi þó til með að halda áfram úti einhverskonar þjónustu í miðbænum fyrir þá sem á þurfa að halda. Það var þó ekki laust við blendnar hjá starfsfólki á þessum tímamótum eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Tengdar fréttir Herkastalinn seldur til hulduhóps Hjálpræðisherinn er búinn að selja Herkastalann við Kirkjustræti 2. Gengið var frá kaupunum á miðvikudaginn en kaupverðið var 630 milljónir króna. 22. janúar 2016 07:00 Hjálpræðisherinn vill lóð við hlið mosku 48 eru skráðir í Hjálpræðisherinn samkvæmt tölum Hagstofunnar. 4. janúar 2016 11:16 Áfram gisting í Herkastalanum Herkastalinn verður afhentur þann 1. október. 29. janúar 2016 07:00 Munir Herkastalans seldir á laugardag Fólki gefst færi á að ganga um hús Hjálpræðishersins við Kirkjustræti 2 á laugardag og kaupa þar ýmsa muni. 21. september 2016 10:00 Borgin ræðir við Hjálpræðisherinn um kaup á lóðum í Sogamýri Samtökin vilja reisa nýjar höfuðstöðvar við Suðurlandsbraut 72 og 74. 5. febrúar 2016 13:02 Herkastalinn gæti selst á 650 milljónir króna Unnið er að sölu Herkastalans, gistiheimilis Hjálpræðishersins. Leit að nýju húsnæði fyrir herinn í borginni stendur yfir. Fasteignasalar telja erfitt að verðleggja eignina. 15. desember 2015 07:00 Kastalinn seldur án auglýsingar og hægt að græða mikið á breytingum Kastali Hjálpræðishersins í Kirkjustræti var seldur án auglýsingar fyrir 630 milljónir króna fyrir milligöngu KPMG. Engin svör fást frá KPMG hvers vegna eignin var ekki auglýst. 26. febrúar 2016 19:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir yfir hundrað ára starfsemi þar. Herkastalinn var í byrjun árs seldur til fjárfesta fyrir um 600 milljónir króna. Nýir eigendur fá húsnæðið afhent um mánaðarmótin en til stendur að breyta húsnæðinu í hótel. Það var fullt út úr dyrum þegar kastalinn opnaði klukkan tíu í morgun og ljóst að fólk hafði mikinn áhuga á að næla sér í muni úr þessu sögufræga húsi. „Við fengum frábærar viðtökur. Það var mikið af fólki sem bara beið hér fyrir utan þegar við opnuðum. Við finnum mikinn hlýhug og þetta er bara yndislegt,“ segir Sigurður „kapteinn“ Ingimarsson, flokksleiðtogi hjá Hjálpræðishernum. Hann segir fólk gera sér grein fyrir að í munum úr kastalanum felist ákveðin menningarverðmæti. „Ég held að það hafi verið mikið atriði hjá mörgum. Þetta er hundrað ára saga hérna þannig að eflaust hefur það spilað inn í,“ segir Sigurður. Allt frá borðbúnaði til bóka, mynda og húsganga var til sölu. Hjálpræðisherinn hefur fest kaup á lóð við Suðurlandsbraut þar sem til stendur að byggja hús undir starsemina. Á meðan flyst hún að mestu í Mjódd þar sem herinn er til húsa. Sigurður segir að Hjálræðisherinn komi þó til með að halda áfram úti einhverskonar þjónustu í miðbænum fyrir þá sem á þurfa að halda. Það var þó ekki laust við blendnar hjá starfsfólki á þessum tímamótum eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.
Tengdar fréttir Herkastalinn seldur til hulduhóps Hjálpræðisherinn er búinn að selja Herkastalann við Kirkjustræti 2. Gengið var frá kaupunum á miðvikudaginn en kaupverðið var 630 milljónir króna. 22. janúar 2016 07:00 Hjálpræðisherinn vill lóð við hlið mosku 48 eru skráðir í Hjálpræðisherinn samkvæmt tölum Hagstofunnar. 4. janúar 2016 11:16 Áfram gisting í Herkastalanum Herkastalinn verður afhentur þann 1. október. 29. janúar 2016 07:00 Munir Herkastalans seldir á laugardag Fólki gefst færi á að ganga um hús Hjálpræðishersins við Kirkjustræti 2 á laugardag og kaupa þar ýmsa muni. 21. september 2016 10:00 Borgin ræðir við Hjálpræðisherinn um kaup á lóðum í Sogamýri Samtökin vilja reisa nýjar höfuðstöðvar við Suðurlandsbraut 72 og 74. 5. febrúar 2016 13:02 Herkastalinn gæti selst á 650 milljónir króna Unnið er að sölu Herkastalans, gistiheimilis Hjálpræðishersins. Leit að nýju húsnæði fyrir herinn í borginni stendur yfir. Fasteignasalar telja erfitt að verðleggja eignina. 15. desember 2015 07:00 Kastalinn seldur án auglýsingar og hægt að græða mikið á breytingum Kastali Hjálpræðishersins í Kirkjustræti var seldur án auglýsingar fyrir 630 milljónir króna fyrir milligöngu KPMG. Engin svör fást frá KPMG hvers vegna eignin var ekki auglýst. 26. febrúar 2016 19:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Herkastalinn seldur til hulduhóps Hjálpræðisherinn er búinn að selja Herkastalann við Kirkjustræti 2. Gengið var frá kaupunum á miðvikudaginn en kaupverðið var 630 milljónir króna. 22. janúar 2016 07:00
Hjálpræðisherinn vill lóð við hlið mosku 48 eru skráðir í Hjálpræðisherinn samkvæmt tölum Hagstofunnar. 4. janúar 2016 11:16
Munir Herkastalans seldir á laugardag Fólki gefst færi á að ganga um hús Hjálpræðishersins við Kirkjustræti 2 á laugardag og kaupa þar ýmsa muni. 21. september 2016 10:00
Borgin ræðir við Hjálpræðisherinn um kaup á lóðum í Sogamýri Samtökin vilja reisa nýjar höfuðstöðvar við Suðurlandsbraut 72 og 74. 5. febrúar 2016 13:02
Herkastalinn gæti selst á 650 milljónir króna Unnið er að sölu Herkastalans, gistiheimilis Hjálpræðishersins. Leit að nýju húsnæði fyrir herinn í borginni stendur yfir. Fasteignasalar telja erfitt að verðleggja eignina. 15. desember 2015 07:00
Kastalinn seldur án auglýsingar og hægt að græða mikið á breytingum Kastali Hjálpræðishersins í Kirkjustræti var seldur án auglýsingar fyrir 630 milljónir króna fyrir milligöngu KPMG. Engin svör fást frá KPMG hvers vegna eignin var ekki auglýst. 26. febrúar 2016 19:00