FH eyðir mýtunni um tíu marka manninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 06:00 FH varð Íslandsmeistari án tíu marka manns. vísir/ernir Því verður seint haldið fram að sóknin hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir FH í sumar. Þrjú lið skoruðu fleiri mörk en Hafnarfjarðarliðið og FH-liðið skoraði meira en eitt mark í aðeins 41 prósenti leikja sinna. Varnarleikurinn og markvarslan voru aðal liðsins og FH-ingar komust upp með að skora fimmtán mörkum færra en tímabilið á undan. FH-liðið skoraði ellefu mörkum færra en nágrannar þeirra úr Garðabænum sem voru markahæsta lið sumarsins í Pepsi-deildinni. Þrátt fyrir þessa „lélegu“ markatölfræði var Íslandsmeistarabikarinn kominn í Kaplakrika fyrir síðustu tvær umferðirnar. Hinn 36 ára gamli Atli Viðar Björnsson varð markahæsti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH með sjö mörk. Annað árið í röð unnu FH-ingar því Íslandsmeistaratitilinn án þess að eiga tíu marka mann. Árið á undan var Steven Lennon markahæstur FH-inga með 9 mörk en Atli Viðar skoraði þá 8 mörk. Gull-, silfur- og bronsskórnir fóru til liða sem voru ekki í hópi fjögurra efstu liða Pepsi-deildarinnar. ÍA, lið markakóngsins Garðars Gunnlaugssonar, endaði í áttunda sæti. Garðar Gunnlaugsson varð þar með fyrsti markakóngurinn í sex ár sem var ekki í liði sem endaði í efri hluta deildarinnar. Eitt er að vinna Íslandsmeistaratitilinn einu sinni án þess að hafa afgerandi markaskorara en annað að gera það tvö ár í röð eins og FH-ingar hafa gert undanfarin tvö tímabil. FH varð fyrsta liðið í 30 ár sem vinnur titilinn tvö ár í röð án þess að vera með tíu marka mann. Skagamenn afrekuðu það líka tvö ár í röð, 1983 og 1984.graf/fréttablaðiðEngin önnur lið hafa náð því síðan farið var að spila tvöfalda umferð í deildinni 1959. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 hafa enn fremur aðeins átta lið orðið Íslandsmeistarar án þess að vera með tíu marka mann. 33 lið hafa unnið titilinn á þessum tíma og því hafa 76 prósent þeirra verið með tíu marka mann. Hvort FH-ingar hafi með þessu eytt mýtunni um nauðsyn tíu marka mannsins er önnur saga enda hefur engu öðru félagi en FH tekist þetta undanfarin þrettán ár. Styrkleiki FH-liðsins liggur í breidd markaskorara liðsins. Þrátt fyrir átta Íslandsmeistaratitla á tólf árum hefur FH átt jafn marga markakónga á þeim tíma og þegar FH-ingurinn Hörður Magnússon skoraði flest mörk í deildinni þrjú sumur í röð frá 1989 til 1991. FH-liðið hefur unnið titilinn með sameiginlegu átaki og margir eru að skila til liðsins í sóknarleiknum. Fyrir utan FH-liðin 2015 og 2016 unnu FH-ingar einnig titilinn án tíu marka manns sumrin 2004 og 2006. KR-ingar voru síðan síðasta liðið fyrir utan FH sem afrekaði slíkt en KR vann titilinn 2003 þar sem Arnar Gunnlaugsson og Veigar Páll Gunnarsson voru markahæstu leikmenn liðsins með sjö mörk hvor. Hin dæmin eru síðan frá níunda áratugnum þegar KA (1989), Valur (1987) og ÍA (1984) fögnuðu sigri í deildinni án þess að vera með mann sem skoraði meira en mark í öðrum hverjum leik. FH-ingar hafa þegar stigið skref í átt að því að efla sóknarleikinn fyrir næsta sumar með því að semja við Stjörnumanninn Veigar Pál Gunnarsson. Það er afar óvenjulegt að Íslandsmeistaratitill í tólf liða deild vinnist á 32 mörkum. Fram að þessu sumri var lægsta skor meistaraliðs í tólf liða deild 42 mörk hjá Stjörnunni 2014. FH-ingar bættu það met um tíu mörk. Þetta sumar er líklega undantekningin sem sannar regluna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Því verður seint haldið fram að sóknin hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir FH í sumar. Þrjú lið skoruðu fleiri mörk en Hafnarfjarðarliðið og FH-liðið skoraði meira en eitt mark í aðeins 41 prósenti leikja sinna. Varnarleikurinn og markvarslan voru aðal liðsins og FH-ingar komust upp með að skora fimmtán mörkum færra en tímabilið á undan. FH-liðið skoraði ellefu mörkum færra en nágrannar þeirra úr Garðabænum sem voru markahæsta lið sumarsins í Pepsi-deildinni. Þrátt fyrir þessa „lélegu“ markatölfræði var Íslandsmeistarabikarinn kominn í Kaplakrika fyrir síðustu tvær umferðirnar. Hinn 36 ára gamli Atli Viðar Björnsson varð markahæsti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH með sjö mörk. Annað árið í röð unnu FH-ingar því Íslandsmeistaratitilinn án þess að eiga tíu marka mann. Árið á undan var Steven Lennon markahæstur FH-inga með 9 mörk en Atli Viðar skoraði þá 8 mörk. Gull-, silfur- og bronsskórnir fóru til liða sem voru ekki í hópi fjögurra efstu liða Pepsi-deildarinnar. ÍA, lið markakóngsins Garðars Gunnlaugssonar, endaði í áttunda sæti. Garðar Gunnlaugsson varð þar með fyrsti markakóngurinn í sex ár sem var ekki í liði sem endaði í efri hluta deildarinnar. Eitt er að vinna Íslandsmeistaratitilinn einu sinni án þess að hafa afgerandi markaskorara en annað að gera það tvö ár í röð eins og FH-ingar hafa gert undanfarin tvö tímabil. FH varð fyrsta liðið í 30 ár sem vinnur titilinn tvö ár í röð án þess að vera með tíu marka mann. Skagamenn afrekuðu það líka tvö ár í röð, 1983 og 1984.graf/fréttablaðiðEngin önnur lið hafa náð því síðan farið var að spila tvöfalda umferð í deildinni 1959. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 hafa enn fremur aðeins átta lið orðið Íslandsmeistarar án þess að vera með tíu marka mann. 33 lið hafa unnið titilinn á þessum tíma og því hafa 76 prósent þeirra verið með tíu marka mann. Hvort FH-ingar hafi með þessu eytt mýtunni um nauðsyn tíu marka mannsins er önnur saga enda hefur engu öðru félagi en FH tekist þetta undanfarin þrettán ár. Styrkleiki FH-liðsins liggur í breidd markaskorara liðsins. Þrátt fyrir átta Íslandsmeistaratitla á tólf árum hefur FH átt jafn marga markakónga á þeim tíma og þegar FH-ingurinn Hörður Magnússon skoraði flest mörk í deildinni þrjú sumur í röð frá 1989 til 1991. FH-liðið hefur unnið titilinn með sameiginlegu átaki og margir eru að skila til liðsins í sóknarleiknum. Fyrir utan FH-liðin 2015 og 2016 unnu FH-ingar einnig titilinn án tíu marka manns sumrin 2004 og 2006. KR-ingar voru síðan síðasta liðið fyrir utan FH sem afrekaði slíkt en KR vann titilinn 2003 þar sem Arnar Gunnlaugsson og Veigar Páll Gunnarsson voru markahæstu leikmenn liðsins með sjö mörk hvor. Hin dæmin eru síðan frá níunda áratugnum þegar KA (1989), Valur (1987) og ÍA (1984) fögnuðu sigri í deildinni án þess að vera með mann sem skoraði meira en mark í öðrum hverjum leik. FH-ingar hafa þegar stigið skref í átt að því að efla sóknarleikinn fyrir næsta sumar með því að semja við Stjörnumanninn Veigar Pál Gunnarsson. Það er afar óvenjulegt að Íslandsmeistaratitill í tólf liða deild vinnist á 32 mörkum. Fram að þessu sumri var lægsta skor meistaraliðs í tólf liða deild 42 mörk hjá Stjörnunni 2014. FH-ingar bættu það met um tíu mörk. Þetta sumar er líklega undantekningin sem sannar regluna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira