Hver er mikilvægastur: Coutinho, Mané eða Firmino? | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. nóvember 2016 11:30 Veldu nú þann sem að þér þykir bestur. vísir/afp Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildinnar í fótbolta eftir 6-1 sigur á Watford á heimavelli sínum í gær. Liverpool er það lið sem er búið að skora flest mörk í deildinni og er það að stærstum hluta þremur mönnum að þakka. Framherjatríóið Phillippe Coutinho (5 mörk, 5 stoðsendingar), Roberto Firmino (5 mörk, 5 stoðsendingar) og Sadio Mané (6 mörk, 2 stoðsendingar) er búið að fara á kostum á tímabilinu en allir þrír skoruðu í leiknum í gær. Það skiptir Liverpool engu máli enn sem komið er að liðið er nánast ófært um að halda hreinu en það hefur Liverpol gert aðeins einu sinni á leiktíðinni. Meira að segja í leik eins og í gær þar sem Watford átti varla möguleika tókst gestunum að skora.Í Match of the Day 2 á BBC í gærkvöldi þar sem leikir sunnudagsins voru gerðir upp spurði Mark Chapman, umsjónarmaður þáttarins, sérfræðinga kvöldsins; Alan Shearer og Danny Murphy, fyrrverandi leikmann Liverpool, hver af þessum þremur framherjum er mikilvægastur fyrir Liverpool-liðið. Sadio Mané yfirgefur Liverpool í einn mánuð á nýju ári þegar hann fer með Senegal í Afríkukeppnina en að mati Danny Murphy mun styttri fjarverja einhvers úr tríóinu ekki trufla Liverpool of mikið.„Það mun ekki hafa of mikil áhrif á Liverpool til skemmri tíma því liðið fær mörk úr öllum áttum,“ sagði Murphy. Níu leikmenn eru búnir að skora fyrir Liverpool á leiktíðinni sem er mesti fjöldi í deildinni. „Coutinho er fyrir mér maðurinn sem getur unnið stóru leikina. Hann skorar falleg mörk og hefur auga fyrir fallegum sendingum. Hann hefur líka bætt inn leik og fært hann upp á næsta þrep,“ sagði Murphy. „Við skulum ekki gleyma því að Liverpool er með Daniel Sturridge og Divock Origi hungraða á bekknum. Sturridge sýndi okkur gegn Watford hvað hann getur. Liverpool er möguleika allstaðar í sóknarleiknum,“ sagði Danny Murphy. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool á toppnum í fyrsta sinn í tvö ár: „Ég veit hvað gerðist fyrir tveimur árum“ Jürgen Klopp er með Liverpool á toppnum í ensku úrvalsdeildinni en hann reynir að halda mönnum frá skýjunum. 7. nóvember 2016 09:00 Klopp kallar eftir einbeitingu hjá leikmönnum Liverpool Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur kallað eftir því að leikmenn liðsins haldi einbeitingu og velti sér ekki upp úr því að vera í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 6. nóvember 2016 22:45 Sjáðu markasúpu Liverpool, sleggjuna hjá Pogba og uppgjör helgarinnar í enska | Myndbönd Mörk helgarinnar, markvörslur helgarinnar og leikmaður helgarinnar allt í einum pakka á Vísi. 7. nóvember 2016 08:00 Liverpool rasskellti Watford og komst í toppsætið | Sjáðu mörkin Lærisveinar Jurgen Klopp unnu öruggan 6-1 sigur á Watford á heimavelli í dag en með sigrinum lyfti Liverpool sér upp í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir landsleikjahlé. 6. nóvember 2016 16:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Sjá meira
Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildinnar í fótbolta eftir 6-1 sigur á Watford á heimavelli sínum í gær. Liverpool er það lið sem er búið að skora flest mörk í deildinni og er það að stærstum hluta þremur mönnum að þakka. Framherjatríóið Phillippe Coutinho (5 mörk, 5 stoðsendingar), Roberto Firmino (5 mörk, 5 stoðsendingar) og Sadio Mané (6 mörk, 2 stoðsendingar) er búið að fara á kostum á tímabilinu en allir þrír skoruðu í leiknum í gær. Það skiptir Liverpool engu máli enn sem komið er að liðið er nánast ófært um að halda hreinu en það hefur Liverpol gert aðeins einu sinni á leiktíðinni. Meira að segja í leik eins og í gær þar sem Watford átti varla möguleika tókst gestunum að skora.Í Match of the Day 2 á BBC í gærkvöldi þar sem leikir sunnudagsins voru gerðir upp spurði Mark Chapman, umsjónarmaður þáttarins, sérfræðinga kvöldsins; Alan Shearer og Danny Murphy, fyrrverandi leikmann Liverpool, hver af þessum þremur framherjum er mikilvægastur fyrir Liverpool-liðið. Sadio Mané yfirgefur Liverpool í einn mánuð á nýju ári þegar hann fer með Senegal í Afríkukeppnina en að mati Danny Murphy mun styttri fjarverja einhvers úr tríóinu ekki trufla Liverpool of mikið.„Það mun ekki hafa of mikil áhrif á Liverpool til skemmri tíma því liðið fær mörk úr öllum áttum,“ sagði Murphy. Níu leikmenn eru búnir að skora fyrir Liverpool á leiktíðinni sem er mesti fjöldi í deildinni. „Coutinho er fyrir mér maðurinn sem getur unnið stóru leikina. Hann skorar falleg mörk og hefur auga fyrir fallegum sendingum. Hann hefur líka bætt inn leik og fært hann upp á næsta þrep,“ sagði Murphy. „Við skulum ekki gleyma því að Liverpool er með Daniel Sturridge og Divock Origi hungraða á bekknum. Sturridge sýndi okkur gegn Watford hvað hann getur. Liverpool er möguleika allstaðar í sóknarleiknum,“ sagði Danny Murphy.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool á toppnum í fyrsta sinn í tvö ár: „Ég veit hvað gerðist fyrir tveimur árum“ Jürgen Klopp er með Liverpool á toppnum í ensku úrvalsdeildinni en hann reynir að halda mönnum frá skýjunum. 7. nóvember 2016 09:00 Klopp kallar eftir einbeitingu hjá leikmönnum Liverpool Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur kallað eftir því að leikmenn liðsins haldi einbeitingu og velti sér ekki upp úr því að vera í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 6. nóvember 2016 22:45 Sjáðu markasúpu Liverpool, sleggjuna hjá Pogba og uppgjör helgarinnar í enska | Myndbönd Mörk helgarinnar, markvörslur helgarinnar og leikmaður helgarinnar allt í einum pakka á Vísi. 7. nóvember 2016 08:00 Liverpool rasskellti Watford og komst í toppsætið | Sjáðu mörkin Lærisveinar Jurgen Klopp unnu öruggan 6-1 sigur á Watford á heimavelli í dag en með sigrinum lyfti Liverpool sér upp í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir landsleikjahlé. 6. nóvember 2016 16:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Sjá meira
Liverpool á toppnum í fyrsta sinn í tvö ár: „Ég veit hvað gerðist fyrir tveimur árum“ Jürgen Klopp er með Liverpool á toppnum í ensku úrvalsdeildinni en hann reynir að halda mönnum frá skýjunum. 7. nóvember 2016 09:00
Klopp kallar eftir einbeitingu hjá leikmönnum Liverpool Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur kallað eftir því að leikmenn liðsins haldi einbeitingu og velti sér ekki upp úr því að vera í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 6. nóvember 2016 22:45
Sjáðu markasúpu Liverpool, sleggjuna hjá Pogba og uppgjör helgarinnar í enska | Myndbönd Mörk helgarinnar, markvörslur helgarinnar og leikmaður helgarinnar allt í einum pakka á Vísi. 7. nóvember 2016 08:00
Liverpool rasskellti Watford og komst í toppsætið | Sjáðu mörkin Lærisveinar Jurgen Klopp unnu öruggan 6-1 sigur á Watford á heimavelli í dag en með sigrinum lyfti Liverpool sér upp í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir landsleikjahlé. 6. nóvember 2016 16:00