Sögulegur dagur í Kólumbíu: Samið um frið við FARC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 23:27 Það var grátið af gleði á götum Bogotá höfuðborgar Kólumbíu í kvöld eftir að ljóst var að friðarsamningurinn var í höfn. vísir/getty Blað var brotið í sögu Kólumbíu í dag þegar ríkisstjórn landsins undirritaði friðarsamning við skæruliðasamtökin FARC en þau hafa staðið fyrir skæruliðahernaði í yfir hálfa öld. Friðarviðræður milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í Havana, höfuðborg Kúbu, frá 2012. Í júní síðastliðnum samþykktu báðir aðilar að leggja niður vopn og nú er formlegur friðarsamningur loksins í höfn en hann var kynntur klukkan sex að staðartíma í Kólumbíu í kvöld. Frá honum var þó greint á samfélagsmiðlum nokkuð fyrr auk þess sem forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hafði gefið það sterklega til kynna að dagurinn gæti orðið sögulegur. „Það er ekkert pláss fyrir sigurvegara eða taplið þegar maður nær fram friðarsamningum. Kólumbía vinnur, dauðinn tapar,“ sagði Rodrigo Granda samningamaður FARC á Twitter fyrr í kvöld.Stórt skref í friðarviðræðunum var stigið í júní síðastliðnum þegar báðir aðilar samþykktu að leggja niður vopn.vísir/gettySamningurinn felur í sér að FARC-liðar munu koma sér fyrir á 23 fyrirfram ákveðnum stöðum hér og þar um landið. Þar munu þeir smám saman afhenda vopn sín til fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sex mánaða tímabili og óvopnuð munu samtökin geta tekið þátt í stjórnmálalífi Kólumbíu. Með undirritun samningsins í kvöld öðlast hann þó ekki fullt gildi heldur þurfa meðlimir FARC, sem eru á milli sex og sjö þúsund, að samþykkja hann á landsþingi sínu. Þá fer samningurinn einnig í þjóðaratkvæðagreiðslu í Kólumbíu, og í samningnum er eitt ákvæði sem mörgum Kólumbíumönnum þykir erfitt að samþykkja. Settur verður upp sérstakur dómstóll þar sem réttað verður yfir FARC-liðum og munu þeir geta sloppið við fangelsisvist játi þeir glæpa sína fyrir rétti. Það má því búast við að hart verði tekist á um samninginn á næstu vikum en Alvaro Uribe fyrrverandi forseti landsins fer fyrir þeim sem vilja hafna samningnum. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðslan verði í september eða október. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958. Tengdar fréttir Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00 Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28 Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Blað var brotið í sögu Kólumbíu í dag þegar ríkisstjórn landsins undirritaði friðarsamning við skæruliðasamtökin FARC en þau hafa staðið fyrir skæruliðahernaði í yfir hálfa öld. Friðarviðræður milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í Havana, höfuðborg Kúbu, frá 2012. Í júní síðastliðnum samþykktu báðir aðilar að leggja niður vopn og nú er formlegur friðarsamningur loksins í höfn en hann var kynntur klukkan sex að staðartíma í Kólumbíu í kvöld. Frá honum var þó greint á samfélagsmiðlum nokkuð fyrr auk þess sem forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hafði gefið það sterklega til kynna að dagurinn gæti orðið sögulegur. „Það er ekkert pláss fyrir sigurvegara eða taplið þegar maður nær fram friðarsamningum. Kólumbía vinnur, dauðinn tapar,“ sagði Rodrigo Granda samningamaður FARC á Twitter fyrr í kvöld.Stórt skref í friðarviðræðunum var stigið í júní síðastliðnum þegar báðir aðilar samþykktu að leggja niður vopn.vísir/gettySamningurinn felur í sér að FARC-liðar munu koma sér fyrir á 23 fyrirfram ákveðnum stöðum hér og þar um landið. Þar munu þeir smám saman afhenda vopn sín til fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sex mánaða tímabili og óvopnuð munu samtökin geta tekið þátt í stjórnmálalífi Kólumbíu. Með undirritun samningsins í kvöld öðlast hann þó ekki fullt gildi heldur þurfa meðlimir FARC, sem eru á milli sex og sjö þúsund, að samþykkja hann á landsþingi sínu. Þá fer samningurinn einnig í þjóðaratkvæðagreiðslu í Kólumbíu, og í samningnum er eitt ákvæði sem mörgum Kólumbíumönnum þykir erfitt að samþykkja. Settur verður upp sérstakur dómstóll þar sem réttað verður yfir FARC-liðum og munu þeir geta sloppið við fangelsisvist játi þeir glæpa sína fyrir rétti. Það má því búast við að hart verði tekist á um samninginn á næstu vikum en Alvaro Uribe fyrrverandi forseti landsins fer fyrir þeim sem vilja hafna samningnum. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðslan verði í september eða október. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958.
Tengdar fréttir Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00 Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28 Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00
Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28
Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30