Stiglitz sakar stjórnvöld í Panama um ritskoðun Una Sighvatsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 12:15 Joseph Stiglitz segist ekki geta unnið með panömskum stjórnvöldum Ríkisstjórn Panama sagði það á sínum tíma ómaklegt að landið væri stimplað sem skattaskjól, eftir að ríflega 11 milljónir skjala, sem lekið var frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í apríl, afhjúpuðu umfangsmikinn iðnað um að aðstoða efnafólk um allan heim við að koma fjármunum undan skatti í heimalöndum sínum. Í kjölfarið skipuðu panömsk stjórnvöld sjö manna ráðgjafanefnd til að fara yfir hvernig málum væri háttað. Auk fimm panamabúa voru tveir erlendir sérfræðingar ráðnir til að stýra verkinu, hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz og svissneski spillingarsérfræðingurinn Mark Pieth.Þeir hafa nú báðir sagt starfi sínu lausu vegna ítrekaðra afskipta panamskra stjórnvalda af störfum nefndarinnar, sem þeir segja jaðra við ritskoðun.Óttast að skýrslan verði aldrei birt Stiglitz sagðist í samtali við Reuters fréttaveituna hafa talið þegar hann hóf störf að stjórnvöldum í Panama væri alvara, en annað hefði komið í ljós. „Það er með ólíkindum hvað þau hafa reynt að grafa undan störfum okkar," hefur Retuers eftir Stiglitz. BBC hefur eftir yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Panama að skilningur sé á því að erlendu sérfræðingarnir tveir hafi hætt vegna innri ágreinings, en að ríkisstjórnin ítreki skuldbindingu sína til að stuðla að gagnsæjum stjórnarháttum og alþjóðlegu samstarfi. Þeir Stiglitz og Spieth segja hinsvegar við Reuters að þeir hafi áhyggjur af því að lokaskýrsla ráðgjafanefndarinnar muni aldrei koma til með að birtast opinberlega. Þeir draga þá ályktun af reynslu sinni að ríkisstjórn Panama sé undir miklum þrýstingi frá þeim sem eigi fjárhagslega hagsmuni undir því að áfram verði rekið ógagnsætt fjármálakerfi sem styðji skattaskjól í Panama. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Ríkisstjórn Panama sagði það á sínum tíma ómaklegt að landið væri stimplað sem skattaskjól, eftir að ríflega 11 milljónir skjala, sem lekið var frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í apríl, afhjúpuðu umfangsmikinn iðnað um að aðstoða efnafólk um allan heim við að koma fjármunum undan skatti í heimalöndum sínum. Í kjölfarið skipuðu panömsk stjórnvöld sjö manna ráðgjafanefnd til að fara yfir hvernig málum væri háttað. Auk fimm panamabúa voru tveir erlendir sérfræðingar ráðnir til að stýra verkinu, hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz og svissneski spillingarsérfræðingurinn Mark Pieth.Þeir hafa nú báðir sagt starfi sínu lausu vegna ítrekaðra afskipta panamskra stjórnvalda af störfum nefndarinnar, sem þeir segja jaðra við ritskoðun.Óttast að skýrslan verði aldrei birt Stiglitz sagðist í samtali við Reuters fréttaveituna hafa talið þegar hann hóf störf að stjórnvöldum í Panama væri alvara, en annað hefði komið í ljós. „Það er með ólíkindum hvað þau hafa reynt að grafa undan störfum okkar," hefur Retuers eftir Stiglitz. BBC hefur eftir yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Panama að skilningur sé á því að erlendu sérfræðingarnir tveir hafi hætt vegna innri ágreinings, en að ríkisstjórnin ítreki skuldbindingu sína til að stuðla að gagnsæjum stjórnarháttum og alþjóðlegu samstarfi. Þeir Stiglitz og Spieth segja hinsvegar við Reuters að þeir hafi áhyggjur af því að lokaskýrsla ráðgjafanefndarinnar muni aldrei koma til með að birtast opinberlega. Þeir draga þá ályktun af reynslu sinni að ríkisstjórn Panama sé undir miklum þrýstingi frá þeim sem eigi fjárhagslega hagsmuni undir því að áfram verði rekið ógagnsætt fjármálakerfi sem styðji skattaskjól í Panama.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira