Umfangsmikið hjálparstarf í Aleppo þrátt fyrir erfiðar aðstæður Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 13:05 UNICEF dreifir 16 tonnum af hjálpargögnum í bænum Moadamiyeh, sem haldið hefur verið í herkví. Mynd/Unicef UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, heldur úti umfangsmiklu hjálparstarfi í Aleppo þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Í tilkynningu frá UNICEF segir að 30 þúsund manns hafi flúið borgina vegna nýlegra bardaga og hefur UNICEF unnið hörðum höndum að því að veita þeim hjálp. Samtökin sjá fyrir hreinu vatni í Aleppo á hverjum einasta degi, fyrir 300.000 manns. „Margir halda kannski að það sé varla hægt að veita hjálp í Aleppo, staðan sé svo erfið. Staðreyndin er sú að UNICEF er bæði með starfsfólk og skrifstofu í borginni. Við erum til dæmis líka einn stærsti veitandi sjúkragagna og annarra nauðsynja fyrir sjúkrahús í Aleppo,” segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi. UNICEF hefur ásamt samstarfsaðilum sínum fylgst grannt með vannæringu barna í borginni og hefur frá því í janúar kannað ástand 14.000 barna og veitt þeim börnum meðferð sem hafa þurft á henni að halda. Það sama hefur verið gert við 7.000 óléttar konur og konur sem nýverið hafa átt börn.Mynd/UnicefStærstu aðgerðir UNICEF frá upphafi Neyðaraðgerðir UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum eru þær stærstu sem samtökin hafa nokkru sinni haldið úti. „Yfirmaður UNICEF í Sýrlandi sagði mér í vor að hún óttaðist stöðugt um starfsfólkið sitt í Aleppo. En hún sagði að í Sýrlandi ætlaði hún ekki að gefast upp því hún sæi árangur af baráttu UNICEF á hverjum einasta degi,” segir Sigríður Víðis. „Það sem er erfitt í Aleppo er að austurhluti borgarinnar hefur verið lokaður af síðan í byrjun júlí þegar aðalveginum þangað inn var lokað. Það er skelfilegt. Fréttir af því að hjálp berist ekki til Aleppo eiga því um það svæði en alls ekki alla borgina. Sem betur fer var UNICEF búið að koma miklu magni af hjálpargögnum yfir í austurhlutann áður en hann lokaðist, sem samstarfsaðilar okkar hafa dreift síðan þá. Þetta eru til dæmis ýmis hjálpargögn til að veita neyðarhjálp á heilsugæslustöðvum, meðhöndla niðurgangspestir og nota við fæðingar.” Meðal þess sem UNICEF hefur gert á þessu ári er að hjálpa 12 milljónum manna að fá hreint vatn, bólusetja meira en tvær milljónir barna gegn mænusótt til að koma í veg fyrir að faraldur brjótist út. Ásamt því hefur meira en 200 þúsund börnum verið veittur sálrænn stuðningur og mörg hundruð þúsund börnum verið hjálpað að halda áfram menntun sinni.Fjöldi fólks hleypur til styrktar UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna er afar þakklát fyrir þann víðtæka stuðning sem hún hefur fengið við að veita börnum og fjölskyldum í Sýrlandi lífsnauðsynlega hjálp. „Ekkert af þessu hefði verið hægt nema af því að með okkur í liði er fólk um allan heim sem vill vernda réttindi barna og standa fast með þeim á erfiðum tímum. Þar á meðal eru þúsundir manna hér á landi, bæði heimsforeldrar og fólk um allt land sem stutt hefur neyðarsöfnunina okkar,” segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Fjöldi fólks mun hlaupa til styrktar neyðaraðgerðum UNICEF í Sýrlandi í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, heldur úti umfangsmiklu hjálparstarfi í Aleppo þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Í tilkynningu frá UNICEF segir að 30 þúsund manns hafi flúið borgina vegna nýlegra bardaga og hefur UNICEF unnið hörðum höndum að því að veita þeim hjálp. Samtökin sjá fyrir hreinu vatni í Aleppo á hverjum einasta degi, fyrir 300.000 manns. „Margir halda kannski að það sé varla hægt að veita hjálp í Aleppo, staðan sé svo erfið. Staðreyndin er sú að UNICEF er bæði með starfsfólk og skrifstofu í borginni. Við erum til dæmis líka einn stærsti veitandi sjúkragagna og annarra nauðsynja fyrir sjúkrahús í Aleppo,” segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi. UNICEF hefur ásamt samstarfsaðilum sínum fylgst grannt með vannæringu barna í borginni og hefur frá því í janúar kannað ástand 14.000 barna og veitt þeim börnum meðferð sem hafa þurft á henni að halda. Það sama hefur verið gert við 7.000 óléttar konur og konur sem nýverið hafa átt börn.Mynd/UnicefStærstu aðgerðir UNICEF frá upphafi Neyðaraðgerðir UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum eru þær stærstu sem samtökin hafa nokkru sinni haldið úti. „Yfirmaður UNICEF í Sýrlandi sagði mér í vor að hún óttaðist stöðugt um starfsfólkið sitt í Aleppo. En hún sagði að í Sýrlandi ætlaði hún ekki að gefast upp því hún sæi árangur af baráttu UNICEF á hverjum einasta degi,” segir Sigríður Víðis. „Það sem er erfitt í Aleppo er að austurhluti borgarinnar hefur verið lokaður af síðan í byrjun júlí þegar aðalveginum þangað inn var lokað. Það er skelfilegt. Fréttir af því að hjálp berist ekki til Aleppo eiga því um það svæði en alls ekki alla borgina. Sem betur fer var UNICEF búið að koma miklu magni af hjálpargögnum yfir í austurhlutann áður en hann lokaðist, sem samstarfsaðilar okkar hafa dreift síðan þá. Þetta eru til dæmis ýmis hjálpargögn til að veita neyðarhjálp á heilsugæslustöðvum, meðhöndla niðurgangspestir og nota við fæðingar.” Meðal þess sem UNICEF hefur gert á þessu ári er að hjálpa 12 milljónum manna að fá hreint vatn, bólusetja meira en tvær milljónir barna gegn mænusótt til að koma í veg fyrir að faraldur brjótist út. Ásamt því hefur meira en 200 þúsund börnum verið veittur sálrænn stuðningur og mörg hundruð þúsund börnum verið hjálpað að halda áfram menntun sinni.Fjöldi fólks hleypur til styrktar UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna er afar þakklát fyrir þann víðtæka stuðning sem hún hefur fengið við að veita börnum og fjölskyldum í Sýrlandi lífsnauðsynlega hjálp. „Ekkert af þessu hefði verið hægt nema af því að með okkur í liði er fólk um allan heim sem vill vernda réttindi barna og standa fast með þeim á erfiðum tímum. Þar á meðal eru þúsundir manna hér á landi, bæði heimsforeldrar og fólk um allt land sem stutt hefur neyðarsöfnunina okkar,” segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Fjöldi fólks mun hlaupa til styrktar neyðaraðgerðum UNICEF í Sýrlandi í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira