Umfangsmikið hjálparstarf í Aleppo þrátt fyrir erfiðar aðstæður Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 13:05 UNICEF dreifir 16 tonnum af hjálpargögnum í bænum Moadamiyeh, sem haldið hefur verið í herkví. Mynd/Unicef UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, heldur úti umfangsmiklu hjálparstarfi í Aleppo þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Í tilkynningu frá UNICEF segir að 30 þúsund manns hafi flúið borgina vegna nýlegra bardaga og hefur UNICEF unnið hörðum höndum að því að veita þeim hjálp. Samtökin sjá fyrir hreinu vatni í Aleppo á hverjum einasta degi, fyrir 300.000 manns. „Margir halda kannski að það sé varla hægt að veita hjálp í Aleppo, staðan sé svo erfið. Staðreyndin er sú að UNICEF er bæði með starfsfólk og skrifstofu í borginni. Við erum til dæmis líka einn stærsti veitandi sjúkragagna og annarra nauðsynja fyrir sjúkrahús í Aleppo,” segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi. UNICEF hefur ásamt samstarfsaðilum sínum fylgst grannt með vannæringu barna í borginni og hefur frá því í janúar kannað ástand 14.000 barna og veitt þeim börnum meðferð sem hafa þurft á henni að halda. Það sama hefur verið gert við 7.000 óléttar konur og konur sem nýverið hafa átt börn.Mynd/UnicefStærstu aðgerðir UNICEF frá upphafi Neyðaraðgerðir UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum eru þær stærstu sem samtökin hafa nokkru sinni haldið úti. „Yfirmaður UNICEF í Sýrlandi sagði mér í vor að hún óttaðist stöðugt um starfsfólkið sitt í Aleppo. En hún sagði að í Sýrlandi ætlaði hún ekki að gefast upp því hún sæi árangur af baráttu UNICEF á hverjum einasta degi,” segir Sigríður Víðis. „Það sem er erfitt í Aleppo er að austurhluti borgarinnar hefur verið lokaður af síðan í byrjun júlí þegar aðalveginum þangað inn var lokað. Það er skelfilegt. Fréttir af því að hjálp berist ekki til Aleppo eiga því um það svæði en alls ekki alla borgina. Sem betur fer var UNICEF búið að koma miklu magni af hjálpargögnum yfir í austurhlutann áður en hann lokaðist, sem samstarfsaðilar okkar hafa dreift síðan þá. Þetta eru til dæmis ýmis hjálpargögn til að veita neyðarhjálp á heilsugæslustöðvum, meðhöndla niðurgangspestir og nota við fæðingar.” Meðal þess sem UNICEF hefur gert á þessu ári er að hjálpa 12 milljónum manna að fá hreint vatn, bólusetja meira en tvær milljónir barna gegn mænusótt til að koma í veg fyrir að faraldur brjótist út. Ásamt því hefur meira en 200 þúsund börnum verið veittur sálrænn stuðningur og mörg hundruð þúsund börnum verið hjálpað að halda áfram menntun sinni.Fjöldi fólks hleypur til styrktar UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna er afar þakklát fyrir þann víðtæka stuðning sem hún hefur fengið við að veita börnum og fjölskyldum í Sýrlandi lífsnauðsynlega hjálp. „Ekkert af þessu hefði verið hægt nema af því að með okkur í liði er fólk um allan heim sem vill vernda réttindi barna og standa fast með þeim á erfiðum tímum. Þar á meðal eru þúsundir manna hér á landi, bæði heimsforeldrar og fólk um allt land sem stutt hefur neyðarsöfnunina okkar,” segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Fjöldi fólks mun hlaupa til styrktar neyðaraðgerðum UNICEF í Sýrlandi í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, heldur úti umfangsmiklu hjálparstarfi í Aleppo þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Í tilkynningu frá UNICEF segir að 30 þúsund manns hafi flúið borgina vegna nýlegra bardaga og hefur UNICEF unnið hörðum höndum að því að veita þeim hjálp. Samtökin sjá fyrir hreinu vatni í Aleppo á hverjum einasta degi, fyrir 300.000 manns. „Margir halda kannski að það sé varla hægt að veita hjálp í Aleppo, staðan sé svo erfið. Staðreyndin er sú að UNICEF er bæði með starfsfólk og skrifstofu í borginni. Við erum til dæmis líka einn stærsti veitandi sjúkragagna og annarra nauðsynja fyrir sjúkrahús í Aleppo,” segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi. UNICEF hefur ásamt samstarfsaðilum sínum fylgst grannt með vannæringu barna í borginni og hefur frá því í janúar kannað ástand 14.000 barna og veitt þeim börnum meðferð sem hafa þurft á henni að halda. Það sama hefur verið gert við 7.000 óléttar konur og konur sem nýverið hafa átt börn.Mynd/UnicefStærstu aðgerðir UNICEF frá upphafi Neyðaraðgerðir UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum eru þær stærstu sem samtökin hafa nokkru sinni haldið úti. „Yfirmaður UNICEF í Sýrlandi sagði mér í vor að hún óttaðist stöðugt um starfsfólkið sitt í Aleppo. En hún sagði að í Sýrlandi ætlaði hún ekki að gefast upp því hún sæi árangur af baráttu UNICEF á hverjum einasta degi,” segir Sigríður Víðis. „Það sem er erfitt í Aleppo er að austurhluti borgarinnar hefur verið lokaður af síðan í byrjun júlí þegar aðalveginum þangað inn var lokað. Það er skelfilegt. Fréttir af því að hjálp berist ekki til Aleppo eiga því um það svæði en alls ekki alla borgina. Sem betur fer var UNICEF búið að koma miklu magni af hjálpargögnum yfir í austurhlutann áður en hann lokaðist, sem samstarfsaðilar okkar hafa dreift síðan þá. Þetta eru til dæmis ýmis hjálpargögn til að veita neyðarhjálp á heilsugæslustöðvum, meðhöndla niðurgangspestir og nota við fæðingar.” Meðal þess sem UNICEF hefur gert á þessu ári er að hjálpa 12 milljónum manna að fá hreint vatn, bólusetja meira en tvær milljónir barna gegn mænusótt til að koma í veg fyrir að faraldur brjótist út. Ásamt því hefur meira en 200 þúsund börnum verið veittur sálrænn stuðningur og mörg hundruð þúsund börnum verið hjálpað að halda áfram menntun sinni.Fjöldi fólks hleypur til styrktar UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna er afar þakklát fyrir þann víðtæka stuðning sem hún hefur fengið við að veita börnum og fjölskyldum í Sýrlandi lífsnauðsynlega hjálp. „Ekkert af þessu hefði verið hægt nema af því að með okkur í liði er fólk um allan heim sem vill vernda réttindi barna og standa fast með þeim á erfiðum tímum. Þar á meðal eru þúsundir manna hér á landi, bæði heimsforeldrar og fólk um allt land sem stutt hefur neyðarsöfnunina okkar,” segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Fjöldi fólks mun hlaupa til styrktar neyðaraðgerðum UNICEF í Sýrlandi í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira