Tíu ár frá flótta Natöschu Kampusch: Dvelur enn í húsinu þar sem henni var haldið fanginni Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2016 12:00 Natascha Kampusch hefur gefið út nýja bók sína um þau tíu ár sem liðin eru frá því að hún slapp úr prísundinni. Vísir/AFP Tíu ár eru í dag liðin frá flótta austurrísku stúlkunnar Natöschu Kampusch sem hafði verið haldið fanginni af Wolfgang Priklopil í átta og hálft ár. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og hefur Kampusch nú rætt við fjölmiðla um hvernig henni tókst að flýja frá fangara sínum, bankaði á glugga nágranna og bað um hjálp, lágri röddu. Priklopil fannst látinn síðar sama dag og Kampusch hafði flúið frá heimili hans.Hinni tíu ára Kampusch var rænt á leið til skóla.Vísir/AFPVar rænt á leið til skólaHin 28 ára Kampusch dvelur nú um helgar í húsi Priklopil í bænum Strasshof an der Nordbahn, um hálftíma frá Vínarborg, þar sem henni var haldið fanginni í földu kjallararými. Priklopil hélt henni sem þræl, beitti hana kynferðisobeldi og bjó hún við mikla vannæringu. Henni var rænt tíu ára gamalli þann 2. mars 1998 þegar hún var á leið til skóla í Donaustadt, úthverfi Vínar. Tólf ára gamall sjónarvottur sagði við lögreglu að hann hafi séð tvo menn ýta stúlku inn í sendiferðabíl, en Kampusch sagði síðar að einungis einn maður hafi verið að verki.Natascha Kampusch kom fram í sjónvarpsviðtali nokkrum dögum eftir að hún slapp frá Priklopil.Vísir/afpVar að þrífa bíl fangarans og flúðiKampusch tókst svo að flýja þann 23. ágúst 2006, en í samtali við þýska blaðið Bild rifjar hún upp flóttann. „Mér var sagt að þrífa bílinn hans. Hann vildi selja bílinn og sagði mér að þrífa hann hátt og lágt. Ég man að mér leið eins og ég geti borðað hest þar sem ég þurfti að búa til samlokur með sultu fyrir hann í morgunmat en fékk ekkert sjálf.“ Skömmu fyrir klukkan eitt þennan dag var hringt í síma hins 44 ára gamla Priklopil og var hann annars hugar. „Áður hafði hann fylgst með mér allan tímann. En þar sem ég var með ryksuguna í gangi varð hann að bregða sér aðeins frá til að heyra betur í þeim sem hringdi í hann.“Tröppurnar niður í kjallararýmið var falið á bak við skáp.Vísir/AFPBankaði upp áHún hafi þá nýtt tækifærið og farið út um hliðið á lóðinni, sem vanalega hafi verið læst, en ekki á þessum degi. Segist hún varla hafa getað andað á þeirri stund og átt erfitt með að hreyfa sig. „Ég leit til hægri og vinstri en vissi ekkert hvert ég ætti að fara. Svo hljóp ég.“ Kampusch hljóp framhjá tveimur íbúðarhúsum en lét vera að banka þar upp á. „Ég var hrædd um að hann myndi elta mig svo ég vildi komast lengra í burtu og fela mig.“Úr kjallararýminu.Vísir/AFPHún hafi svo hitt tvo menn sem voru á gangi með ungum strák. „Ég bað þá um að hringja í lögregluna úr farsíma sínum en þeir hunsuðu mig og héldu bara áfram. Svo sá ég konu sem stóð í garðhúsi og bankaði á glugganum og hvíslaði „Gerðu það, hjálpaðu mér.“ Hún spurði hvað ég væri að gera í garðinum hennar og hringdi svo í lögregluna.“ Kampusch hefur ekkert hitt konuna frá þessum degi. Rannsaka dauða PriklopilKampusch hefur nú gefið út nýja bók sem nefnist Tíu ár af frelsi. Hún þarf enn að kljást við afleiðingar vistarinnar.Í frétt Daily Mail segir að rannsókn standi nú yfir á meintu sjálfsvígi Priklopil, en réttarlæknar segja að möguleiki sé á að hann hafi verið myrtur. Möguleiki sé á að hann hafi verið myrtur áður en hann varð fyrir lestinni.Wolfgang Priklopil.Mikið hefur einnig verið fjallað um þátt Ernst Holzapfel, besta vinar og viðskiptafélaga Priklopil, í málinu. Nokkrum klukkustundum eftir flótta Kampusch og dauða Priklopil hélt Holzapfel óáreittur inn í hús Priklopil, þar sem hann sagðist vera að sækja verkfæri í sinni eigu. Grunur leikur hins vegar á að hann hafi fjarlægt tölvur og önnur raftæki sem innihéldu gögn sem myndu tengja hann við málið. Hann hefur ætíð hafnað því að hafa átt þátt í að hafa haldið Kampusch fanginni, en vitað er til þess að hann og Kampusch hafi rætt saman í síma í á annað hundrað skipti eftir að hún slapp.Ernst Holzapfel.Vísir/AFPHætti á samfélagsmiðlumKampusch dvelur nú um helgar í húsi Priklopil. Þrátt fyrir að hafa auðgast mikið á sjónvarpsviðtölum, bókasamningum og að hafa selt kvikmyndaréttinn að bók sinni virðist hún eiga í miklum vandræðum með að hefja nýtt líf. Fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að hún hafi einangrað sig fyrir tveimur árum, hætt á samfélagsmiðlum og hætt í ökukennslu þar sem henni hafi þótt óþægilegt að vera í bíl sem „gæti farið með hana eitthvert burt“. Þá hafi hún á sínum tíma hætt í skóla þar sem henni hafi þótt erfitt að vera í margmenni. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Tíu ár eru í dag liðin frá flótta austurrísku stúlkunnar Natöschu Kampusch sem hafði verið haldið fanginni af Wolfgang Priklopil í átta og hálft ár. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og hefur Kampusch nú rætt við fjölmiðla um hvernig henni tókst að flýja frá fangara sínum, bankaði á glugga nágranna og bað um hjálp, lágri röddu. Priklopil fannst látinn síðar sama dag og Kampusch hafði flúið frá heimili hans.Hinni tíu ára Kampusch var rænt á leið til skóla.Vísir/AFPVar rænt á leið til skólaHin 28 ára Kampusch dvelur nú um helgar í húsi Priklopil í bænum Strasshof an der Nordbahn, um hálftíma frá Vínarborg, þar sem henni var haldið fanginni í földu kjallararými. Priklopil hélt henni sem þræl, beitti hana kynferðisobeldi og bjó hún við mikla vannæringu. Henni var rænt tíu ára gamalli þann 2. mars 1998 þegar hún var á leið til skóla í Donaustadt, úthverfi Vínar. Tólf ára gamall sjónarvottur sagði við lögreglu að hann hafi séð tvo menn ýta stúlku inn í sendiferðabíl, en Kampusch sagði síðar að einungis einn maður hafi verið að verki.Natascha Kampusch kom fram í sjónvarpsviðtali nokkrum dögum eftir að hún slapp frá Priklopil.Vísir/afpVar að þrífa bíl fangarans og flúðiKampusch tókst svo að flýja þann 23. ágúst 2006, en í samtali við þýska blaðið Bild rifjar hún upp flóttann. „Mér var sagt að þrífa bílinn hans. Hann vildi selja bílinn og sagði mér að þrífa hann hátt og lágt. Ég man að mér leið eins og ég geti borðað hest þar sem ég þurfti að búa til samlokur með sultu fyrir hann í morgunmat en fékk ekkert sjálf.“ Skömmu fyrir klukkan eitt þennan dag var hringt í síma hins 44 ára gamla Priklopil og var hann annars hugar. „Áður hafði hann fylgst með mér allan tímann. En þar sem ég var með ryksuguna í gangi varð hann að bregða sér aðeins frá til að heyra betur í þeim sem hringdi í hann.“Tröppurnar niður í kjallararýmið var falið á bak við skáp.Vísir/AFPBankaði upp áHún hafi þá nýtt tækifærið og farið út um hliðið á lóðinni, sem vanalega hafi verið læst, en ekki á þessum degi. Segist hún varla hafa getað andað á þeirri stund og átt erfitt með að hreyfa sig. „Ég leit til hægri og vinstri en vissi ekkert hvert ég ætti að fara. Svo hljóp ég.“ Kampusch hljóp framhjá tveimur íbúðarhúsum en lét vera að banka þar upp á. „Ég var hrædd um að hann myndi elta mig svo ég vildi komast lengra í burtu og fela mig.“Úr kjallararýminu.Vísir/AFPHún hafi svo hitt tvo menn sem voru á gangi með ungum strák. „Ég bað þá um að hringja í lögregluna úr farsíma sínum en þeir hunsuðu mig og héldu bara áfram. Svo sá ég konu sem stóð í garðhúsi og bankaði á glugganum og hvíslaði „Gerðu það, hjálpaðu mér.“ Hún spurði hvað ég væri að gera í garðinum hennar og hringdi svo í lögregluna.“ Kampusch hefur ekkert hitt konuna frá þessum degi. Rannsaka dauða PriklopilKampusch hefur nú gefið út nýja bók sem nefnist Tíu ár af frelsi. Hún þarf enn að kljást við afleiðingar vistarinnar.Í frétt Daily Mail segir að rannsókn standi nú yfir á meintu sjálfsvígi Priklopil, en réttarlæknar segja að möguleiki sé á að hann hafi verið myrtur. Möguleiki sé á að hann hafi verið myrtur áður en hann varð fyrir lestinni.Wolfgang Priklopil.Mikið hefur einnig verið fjallað um þátt Ernst Holzapfel, besta vinar og viðskiptafélaga Priklopil, í málinu. Nokkrum klukkustundum eftir flótta Kampusch og dauða Priklopil hélt Holzapfel óáreittur inn í hús Priklopil, þar sem hann sagðist vera að sækja verkfæri í sinni eigu. Grunur leikur hins vegar á að hann hafi fjarlægt tölvur og önnur raftæki sem innihéldu gögn sem myndu tengja hann við málið. Hann hefur ætíð hafnað því að hafa átt þátt í að hafa haldið Kampusch fanginni, en vitað er til þess að hann og Kampusch hafi rætt saman í síma í á annað hundrað skipti eftir að hún slapp.Ernst Holzapfel.Vísir/AFPHætti á samfélagsmiðlumKampusch dvelur nú um helgar í húsi Priklopil. Þrátt fyrir að hafa auðgast mikið á sjónvarpsviðtölum, bókasamningum og að hafa selt kvikmyndaréttinn að bók sinni virðist hún eiga í miklum vandræðum með að hefja nýtt líf. Fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að hún hafi einangrað sig fyrir tveimur árum, hætt á samfélagsmiðlum og hætt í ökukennslu þar sem henni hafi þótt óþægilegt að vera í bíl sem „gæti farið með hana eitthvert burt“. Þá hafi hún á sínum tíma hætt í skóla þar sem henni hafi þótt erfitt að vera í margmenni.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira