Segir að ekki megi afskrifa Liverpool og Karius eftir klúðrið gegn Bournemouth Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2016 09:00 Loris Karius á nú að setjast aftur á bekkinn að margra mati. vísir/getty Frábær byrjun á tímabilinu hjá Liverppol er eitthvað sem stuðningsmenn eiga að vera spenntir yfir og óþarfi er að tapa sér í neikvæðni eftir tapið ótrúlega gegn Bournemouth um síðustu helgi að sögn Neil Mellor, fyrrverandi leikmanns liðsins. Lærisveinar Jürgens Klopps eru aðeins búnir að tapa tveimur leikjum af 18 í öllum keppnum á leiktíðinni en annað tapið kom um helgina þar sem Liverpool missti 3-1 stöðu í 4-3 tap á síðustu fimmtán mínútum leiksins. Þrátt fyrir allt er Liverpool í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni með sjö stigum meira en á sama tíma á síðustu leiktíð og vill Mellor að menn horfi á jákvæðu hliðina á þessu öllu saman. „Liverpool er enn í sterkri stöðu. Eftir að liðið tapaði fyrir Burnley í byrjun leiktíðar spilaði það 15 leiki í röð án þess að tapa. Það hefur verið gaman að horfa á þetta lið og það er búið að valta yfir margan andstæðinginn,“ segir Mellor í viðtali á Goal.com.„Vissulega var tapið gegn Bournemouth svekkjandi en manni líður eins og liðið muni svara þessu á sama hátt og það gerði eftir tapið gegn Burnley.“ Þýski markvörðurinn Loris Karius hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðustu vikur og sérstaklega eftir tapið um helgina. Nú keppast sömu menn og vildu ólmir losna við Simon Mignolet úr markinu að Belginn fái stöðuna sína aftur. „Þolinmæði er sjaldséð í nútíma fótbolta því allt snýst þetta um úrslit. Það verður samt að gefa mönnum tíma til að ná áttum ef þeir eiga að þróast og verða betri,“ segir Nellor. „Jordan Henderson var gagnrýndur þegar hann kom og sama gildir um Lallana og Firmino. Nú eru þeir allir lykilmenn. Þetta verður alveg eins hjá Karius. Hann er ungur markvörður sem var að mæta í deildina og er að aðlagast. Það verður að sýna honum þolinmæði,“ segir Neil Mellor. Enski boltinn Tengdar fréttir Tölfræðin sýnir að þetta eru mjög góðar fréttir fyrir Liverpool Varnarmaðurinn Joel Matip er búinn að ná sér af meiðslunum og verður að öllum líkindum með Liverpool-liðinu á móti West Ham á Anfield á sunnudaginn kemur. 6. desember 2016 17:00 Henderson búinn að taka upp sama ávana og Gerrard sem Carragher hatar Jordan Henderson fékk fyrirliðabandið þegar Steven Gerrard fór og nú er hann byrjaður að gera einn hlut sem Jamie Carragher þoldi ekki í fari Gerrard. 6. desember 2016 13:45 Liverpool og Man Utd fóru illa að ráði sínu | Sjáðu mörkin Liverpool og Manchester United riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. desember 2016 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira
Frábær byrjun á tímabilinu hjá Liverppol er eitthvað sem stuðningsmenn eiga að vera spenntir yfir og óþarfi er að tapa sér í neikvæðni eftir tapið ótrúlega gegn Bournemouth um síðustu helgi að sögn Neil Mellor, fyrrverandi leikmanns liðsins. Lærisveinar Jürgens Klopps eru aðeins búnir að tapa tveimur leikjum af 18 í öllum keppnum á leiktíðinni en annað tapið kom um helgina þar sem Liverpool missti 3-1 stöðu í 4-3 tap á síðustu fimmtán mínútum leiksins. Þrátt fyrir allt er Liverpool í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni með sjö stigum meira en á sama tíma á síðustu leiktíð og vill Mellor að menn horfi á jákvæðu hliðina á þessu öllu saman. „Liverpool er enn í sterkri stöðu. Eftir að liðið tapaði fyrir Burnley í byrjun leiktíðar spilaði það 15 leiki í röð án þess að tapa. Það hefur verið gaman að horfa á þetta lið og það er búið að valta yfir margan andstæðinginn,“ segir Mellor í viðtali á Goal.com.„Vissulega var tapið gegn Bournemouth svekkjandi en manni líður eins og liðið muni svara þessu á sama hátt og það gerði eftir tapið gegn Burnley.“ Þýski markvörðurinn Loris Karius hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðustu vikur og sérstaklega eftir tapið um helgina. Nú keppast sömu menn og vildu ólmir losna við Simon Mignolet úr markinu að Belginn fái stöðuna sína aftur. „Þolinmæði er sjaldséð í nútíma fótbolta því allt snýst þetta um úrslit. Það verður samt að gefa mönnum tíma til að ná áttum ef þeir eiga að þróast og verða betri,“ segir Nellor. „Jordan Henderson var gagnrýndur þegar hann kom og sama gildir um Lallana og Firmino. Nú eru þeir allir lykilmenn. Þetta verður alveg eins hjá Karius. Hann er ungur markvörður sem var að mæta í deildina og er að aðlagast. Það verður að sýna honum þolinmæði,“ segir Neil Mellor.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tölfræðin sýnir að þetta eru mjög góðar fréttir fyrir Liverpool Varnarmaðurinn Joel Matip er búinn að ná sér af meiðslunum og verður að öllum líkindum með Liverpool-liðinu á móti West Ham á Anfield á sunnudaginn kemur. 6. desember 2016 17:00 Henderson búinn að taka upp sama ávana og Gerrard sem Carragher hatar Jordan Henderson fékk fyrirliðabandið þegar Steven Gerrard fór og nú er hann byrjaður að gera einn hlut sem Jamie Carragher þoldi ekki í fari Gerrard. 6. desember 2016 13:45 Liverpool og Man Utd fóru illa að ráði sínu | Sjáðu mörkin Liverpool og Manchester United riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. desember 2016 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira
Tölfræðin sýnir að þetta eru mjög góðar fréttir fyrir Liverpool Varnarmaðurinn Joel Matip er búinn að ná sér af meiðslunum og verður að öllum líkindum með Liverpool-liðinu á móti West Ham á Anfield á sunnudaginn kemur. 6. desember 2016 17:00
Henderson búinn að taka upp sama ávana og Gerrard sem Carragher hatar Jordan Henderson fékk fyrirliðabandið þegar Steven Gerrard fór og nú er hann byrjaður að gera einn hlut sem Jamie Carragher þoldi ekki í fari Gerrard. 6. desember 2016 13:45
Liverpool og Man Utd fóru illa að ráði sínu | Sjáðu mörkin Liverpool og Manchester United riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. desember 2016 10:00