Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 10:10 Fjölmargir hafa komið fyrir blómum og kertum fyrir utan verslunarmiðstöðina til að minnast hinna látnu. Vísir/AFP Lögregla í þýsku borginni München hefur beðið almenning um að senda sér allar þær myndir, myndskeið og hljóðupptökur sem til eru af árásinni í verslunarmiðstöðinni í borginni síðdegis í gær. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í morgun að tíu manns hafi farist og 27 særst, þar af tíu alvarlega, eftir að átján ára Þjóðverji af írönskum uppruna hljóp um og skaut gesti verslunarmiðstöðvarinnar Olympia-Einkaufszentrum. Þrjú fórnarlambanna eru konur og hinir karlmenn. Tvö fórnarlambanna voru fimmtán ára, þrír fjórtán ára, eitt sautján ára, eitt nítján ára, eitt tvítugt og einn 45 ára. Öll voru þau frá München. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og fannst látinn nokkru síðar þar sem hann hafði svipt sig lífi. Ekkert kveðjubréf hefur fundist, en hann var vopnaður 9mm Glock skammbyssu sem hann hafði ekki leyfi fyrir.Fæddur og uppalinn í München Greint var frá því að pilturinn hafi verið einn að verki og ekki haft nein tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hann hafi verið fæddur og uppalinn í München. Lögregla mun á næstu dögum ræða við fjölskyldu og vini piltsins til að fá frekari upplýsingar, en hann mun hafa glímt við þunglyndi og leitað hjálpar vegna veikindanna. Hann hafi ekki komið við sögu lögreglu áður. Foreldrar dreingsins voru í of miklu áfalli í gær til að hægt hafi verið að yfirheyra þá. Lögregla greindi jafnframt frá því að hann hafi verið heltekinn af fjöldamorðum og skotárásum í skólum. Þannig hafi fundist greinar um slíkt á heimili piltsins.Merkel frestar fríi Innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur fyrirskipað að öllum fánum við opinberar byggingar verði flaggað í hálfa stöng til að minnast hinna látnu. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur frestað fyrirhuguðu sumarfríi sínu í Ölpunum til að funda með þjóðaröryggisráði landsins og mun ávarpa þjóð sína síðar í dag.Óhætt að opna verslanir Lögregla segir að óhætt sé að opna verslanir í borginni og mun verslunarmiðstöðin þar sem árásin átti sér stað, Olympia-Einkaufszentrum, opna á ný innan skamms. Almenningssamgöngur hafa verið teknar upp að nýju eftir að þær lágu niðri þegar lögregluaðgerð gærdagsins stóð yfir. Fjölmargir hafa komið fyrir blómum og kertum fyrir utan verslunarmiðstöðina til að minnast hinna látnu. Á fréttamannafundi morgunsins var greint frá því að 4.300 símtöl hafi borist neyðarlínunni í tengslum við árásina. Tengdar fréttir Skotárás í verslunarmiðstöð í München Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði í kringum verslunarmiðstöðina. 22. júlí 2016 16:41 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Lögregla í þýsku borginni München hefur beðið almenning um að senda sér allar þær myndir, myndskeið og hljóðupptökur sem til eru af árásinni í verslunarmiðstöðinni í borginni síðdegis í gær. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í morgun að tíu manns hafi farist og 27 særst, þar af tíu alvarlega, eftir að átján ára Þjóðverji af írönskum uppruna hljóp um og skaut gesti verslunarmiðstöðvarinnar Olympia-Einkaufszentrum. Þrjú fórnarlambanna eru konur og hinir karlmenn. Tvö fórnarlambanna voru fimmtán ára, þrír fjórtán ára, eitt sautján ára, eitt nítján ára, eitt tvítugt og einn 45 ára. Öll voru þau frá München. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og fannst látinn nokkru síðar þar sem hann hafði svipt sig lífi. Ekkert kveðjubréf hefur fundist, en hann var vopnaður 9mm Glock skammbyssu sem hann hafði ekki leyfi fyrir.Fæddur og uppalinn í München Greint var frá því að pilturinn hafi verið einn að verki og ekki haft nein tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hann hafi verið fæddur og uppalinn í München. Lögregla mun á næstu dögum ræða við fjölskyldu og vini piltsins til að fá frekari upplýsingar, en hann mun hafa glímt við þunglyndi og leitað hjálpar vegna veikindanna. Hann hafi ekki komið við sögu lögreglu áður. Foreldrar dreingsins voru í of miklu áfalli í gær til að hægt hafi verið að yfirheyra þá. Lögregla greindi jafnframt frá því að hann hafi verið heltekinn af fjöldamorðum og skotárásum í skólum. Þannig hafi fundist greinar um slíkt á heimili piltsins.Merkel frestar fríi Innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur fyrirskipað að öllum fánum við opinberar byggingar verði flaggað í hálfa stöng til að minnast hinna látnu. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur frestað fyrirhuguðu sumarfríi sínu í Ölpunum til að funda með þjóðaröryggisráði landsins og mun ávarpa þjóð sína síðar í dag.Óhætt að opna verslanir Lögregla segir að óhætt sé að opna verslanir í borginni og mun verslunarmiðstöðin þar sem árásin átti sér stað, Olympia-Einkaufszentrum, opna á ný innan skamms. Almenningssamgöngur hafa verið teknar upp að nýju eftir að þær lágu niðri þegar lögregluaðgerð gærdagsins stóð yfir. Fjölmargir hafa komið fyrir blómum og kertum fyrir utan verslunarmiðstöðina til að minnast hinna látnu. Á fréttamannafundi morgunsins var greint frá því að 4.300 símtöl hafi borist neyðarlínunni í tengslum við árásina.
Tengdar fréttir Skotárás í verslunarmiðstöð í München Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði í kringum verslunarmiðstöðina. 22. júlí 2016 16:41 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Skotárás í verslunarmiðstöð í München Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði í kringum verslunarmiðstöðina. 22. júlí 2016 16:41