Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 10:10 Fjölmargir hafa komið fyrir blómum og kertum fyrir utan verslunarmiðstöðina til að minnast hinna látnu. Vísir/AFP Lögregla í þýsku borginni München hefur beðið almenning um að senda sér allar þær myndir, myndskeið og hljóðupptökur sem til eru af árásinni í verslunarmiðstöðinni í borginni síðdegis í gær. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í morgun að tíu manns hafi farist og 27 særst, þar af tíu alvarlega, eftir að átján ára Þjóðverji af írönskum uppruna hljóp um og skaut gesti verslunarmiðstöðvarinnar Olympia-Einkaufszentrum. Þrjú fórnarlambanna eru konur og hinir karlmenn. Tvö fórnarlambanna voru fimmtán ára, þrír fjórtán ára, eitt sautján ára, eitt nítján ára, eitt tvítugt og einn 45 ára. Öll voru þau frá München. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og fannst látinn nokkru síðar þar sem hann hafði svipt sig lífi. Ekkert kveðjubréf hefur fundist, en hann var vopnaður 9mm Glock skammbyssu sem hann hafði ekki leyfi fyrir.Fæddur og uppalinn í München Greint var frá því að pilturinn hafi verið einn að verki og ekki haft nein tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hann hafi verið fæddur og uppalinn í München. Lögregla mun á næstu dögum ræða við fjölskyldu og vini piltsins til að fá frekari upplýsingar, en hann mun hafa glímt við þunglyndi og leitað hjálpar vegna veikindanna. Hann hafi ekki komið við sögu lögreglu áður. Foreldrar dreingsins voru í of miklu áfalli í gær til að hægt hafi verið að yfirheyra þá. Lögregla greindi jafnframt frá því að hann hafi verið heltekinn af fjöldamorðum og skotárásum í skólum. Þannig hafi fundist greinar um slíkt á heimili piltsins.Merkel frestar fríi Innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur fyrirskipað að öllum fánum við opinberar byggingar verði flaggað í hálfa stöng til að minnast hinna látnu. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur frestað fyrirhuguðu sumarfríi sínu í Ölpunum til að funda með þjóðaröryggisráði landsins og mun ávarpa þjóð sína síðar í dag.Óhætt að opna verslanir Lögregla segir að óhætt sé að opna verslanir í borginni og mun verslunarmiðstöðin þar sem árásin átti sér stað, Olympia-Einkaufszentrum, opna á ný innan skamms. Almenningssamgöngur hafa verið teknar upp að nýju eftir að þær lágu niðri þegar lögregluaðgerð gærdagsins stóð yfir. Fjölmargir hafa komið fyrir blómum og kertum fyrir utan verslunarmiðstöðina til að minnast hinna látnu. Á fréttamannafundi morgunsins var greint frá því að 4.300 símtöl hafi borist neyðarlínunni í tengslum við árásina. Tengdar fréttir Skotárás í verslunarmiðstöð í München Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði í kringum verslunarmiðstöðina. 22. júlí 2016 16:41 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Lögregla í þýsku borginni München hefur beðið almenning um að senda sér allar þær myndir, myndskeið og hljóðupptökur sem til eru af árásinni í verslunarmiðstöðinni í borginni síðdegis í gær. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í morgun að tíu manns hafi farist og 27 særst, þar af tíu alvarlega, eftir að átján ára Þjóðverji af írönskum uppruna hljóp um og skaut gesti verslunarmiðstöðvarinnar Olympia-Einkaufszentrum. Þrjú fórnarlambanna eru konur og hinir karlmenn. Tvö fórnarlambanna voru fimmtán ára, þrír fjórtán ára, eitt sautján ára, eitt nítján ára, eitt tvítugt og einn 45 ára. Öll voru þau frá München. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og fannst látinn nokkru síðar þar sem hann hafði svipt sig lífi. Ekkert kveðjubréf hefur fundist, en hann var vopnaður 9mm Glock skammbyssu sem hann hafði ekki leyfi fyrir.Fæddur og uppalinn í München Greint var frá því að pilturinn hafi verið einn að verki og ekki haft nein tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hann hafi verið fæddur og uppalinn í München. Lögregla mun á næstu dögum ræða við fjölskyldu og vini piltsins til að fá frekari upplýsingar, en hann mun hafa glímt við þunglyndi og leitað hjálpar vegna veikindanna. Hann hafi ekki komið við sögu lögreglu áður. Foreldrar dreingsins voru í of miklu áfalli í gær til að hægt hafi verið að yfirheyra þá. Lögregla greindi jafnframt frá því að hann hafi verið heltekinn af fjöldamorðum og skotárásum í skólum. Þannig hafi fundist greinar um slíkt á heimili piltsins.Merkel frestar fríi Innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur fyrirskipað að öllum fánum við opinberar byggingar verði flaggað í hálfa stöng til að minnast hinna látnu. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur frestað fyrirhuguðu sumarfríi sínu í Ölpunum til að funda með þjóðaröryggisráði landsins og mun ávarpa þjóð sína síðar í dag.Óhætt að opna verslanir Lögregla segir að óhætt sé að opna verslanir í borginni og mun verslunarmiðstöðin þar sem árásin átti sér stað, Olympia-Einkaufszentrum, opna á ný innan skamms. Almenningssamgöngur hafa verið teknar upp að nýju eftir að þær lágu niðri þegar lögregluaðgerð gærdagsins stóð yfir. Fjölmargir hafa komið fyrir blómum og kertum fyrir utan verslunarmiðstöðina til að minnast hinna látnu. Á fréttamannafundi morgunsins var greint frá því að 4.300 símtöl hafi borist neyðarlínunni í tengslum við árásina.
Tengdar fréttir Skotárás í verslunarmiðstöð í München Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði í kringum verslunarmiðstöðina. 22. júlí 2016 16:41 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Skotárás í verslunarmiðstöð í München Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði í kringum verslunarmiðstöðina. 22. júlí 2016 16:41