Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 10:10 Fjölmargir hafa komið fyrir blómum og kertum fyrir utan verslunarmiðstöðina til að minnast hinna látnu. Vísir/AFP Lögregla í þýsku borginni München hefur beðið almenning um að senda sér allar þær myndir, myndskeið og hljóðupptökur sem til eru af árásinni í verslunarmiðstöðinni í borginni síðdegis í gær. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í morgun að tíu manns hafi farist og 27 særst, þar af tíu alvarlega, eftir að átján ára Þjóðverji af írönskum uppruna hljóp um og skaut gesti verslunarmiðstöðvarinnar Olympia-Einkaufszentrum. Þrjú fórnarlambanna eru konur og hinir karlmenn. Tvö fórnarlambanna voru fimmtán ára, þrír fjórtán ára, eitt sautján ára, eitt nítján ára, eitt tvítugt og einn 45 ára. Öll voru þau frá München. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og fannst látinn nokkru síðar þar sem hann hafði svipt sig lífi. Ekkert kveðjubréf hefur fundist, en hann var vopnaður 9mm Glock skammbyssu sem hann hafði ekki leyfi fyrir.Fæddur og uppalinn í München Greint var frá því að pilturinn hafi verið einn að verki og ekki haft nein tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hann hafi verið fæddur og uppalinn í München. Lögregla mun á næstu dögum ræða við fjölskyldu og vini piltsins til að fá frekari upplýsingar, en hann mun hafa glímt við þunglyndi og leitað hjálpar vegna veikindanna. Hann hafi ekki komið við sögu lögreglu áður. Foreldrar dreingsins voru í of miklu áfalli í gær til að hægt hafi verið að yfirheyra þá. Lögregla greindi jafnframt frá því að hann hafi verið heltekinn af fjöldamorðum og skotárásum í skólum. Þannig hafi fundist greinar um slíkt á heimili piltsins.Merkel frestar fríi Innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur fyrirskipað að öllum fánum við opinberar byggingar verði flaggað í hálfa stöng til að minnast hinna látnu. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur frestað fyrirhuguðu sumarfríi sínu í Ölpunum til að funda með þjóðaröryggisráði landsins og mun ávarpa þjóð sína síðar í dag.Óhætt að opna verslanir Lögregla segir að óhætt sé að opna verslanir í borginni og mun verslunarmiðstöðin þar sem árásin átti sér stað, Olympia-Einkaufszentrum, opna á ný innan skamms. Almenningssamgöngur hafa verið teknar upp að nýju eftir að þær lágu niðri þegar lögregluaðgerð gærdagsins stóð yfir. Fjölmargir hafa komið fyrir blómum og kertum fyrir utan verslunarmiðstöðina til að minnast hinna látnu. Á fréttamannafundi morgunsins var greint frá því að 4.300 símtöl hafi borist neyðarlínunni í tengslum við árásina. Tengdar fréttir Skotárás í verslunarmiðstöð í München Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði í kringum verslunarmiðstöðina. 22. júlí 2016 16:41 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Lögregla í þýsku borginni München hefur beðið almenning um að senda sér allar þær myndir, myndskeið og hljóðupptökur sem til eru af árásinni í verslunarmiðstöðinni í borginni síðdegis í gær. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í morgun að tíu manns hafi farist og 27 særst, þar af tíu alvarlega, eftir að átján ára Þjóðverji af írönskum uppruna hljóp um og skaut gesti verslunarmiðstöðvarinnar Olympia-Einkaufszentrum. Þrjú fórnarlambanna eru konur og hinir karlmenn. Tvö fórnarlambanna voru fimmtán ára, þrír fjórtán ára, eitt sautján ára, eitt nítján ára, eitt tvítugt og einn 45 ára. Öll voru þau frá München. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og fannst látinn nokkru síðar þar sem hann hafði svipt sig lífi. Ekkert kveðjubréf hefur fundist, en hann var vopnaður 9mm Glock skammbyssu sem hann hafði ekki leyfi fyrir.Fæddur og uppalinn í München Greint var frá því að pilturinn hafi verið einn að verki og ekki haft nein tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hann hafi verið fæddur og uppalinn í München. Lögregla mun á næstu dögum ræða við fjölskyldu og vini piltsins til að fá frekari upplýsingar, en hann mun hafa glímt við þunglyndi og leitað hjálpar vegna veikindanna. Hann hafi ekki komið við sögu lögreglu áður. Foreldrar dreingsins voru í of miklu áfalli í gær til að hægt hafi verið að yfirheyra þá. Lögregla greindi jafnframt frá því að hann hafi verið heltekinn af fjöldamorðum og skotárásum í skólum. Þannig hafi fundist greinar um slíkt á heimili piltsins.Merkel frestar fríi Innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur fyrirskipað að öllum fánum við opinberar byggingar verði flaggað í hálfa stöng til að minnast hinna látnu. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur frestað fyrirhuguðu sumarfríi sínu í Ölpunum til að funda með þjóðaröryggisráði landsins og mun ávarpa þjóð sína síðar í dag.Óhætt að opna verslanir Lögregla segir að óhætt sé að opna verslanir í borginni og mun verslunarmiðstöðin þar sem árásin átti sér stað, Olympia-Einkaufszentrum, opna á ný innan skamms. Almenningssamgöngur hafa verið teknar upp að nýju eftir að þær lágu niðri þegar lögregluaðgerð gærdagsins stóð yfir. Fjölmargir hafa komið fyrir blómum og kertum fyrir utan verslunarmiðstöðina til að minnast hinna látnu. Á fréttamannafundi morgunsins var greint frá því að 4.300 símtöl hafi borist neyðarlínunni í tengslum við árásina.
Tengdar fréttir Skotárás í verslunarmiðstöð í München Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði í kringum verslunarmiðstöðina. 22. júlí 2016 16:41 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Skotárás í verslunarmiðstöð í München Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði í kringum verslunarmiðstöðina. 22. júlí 2016 16:41