Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2016 23:05 Vladimir Pútín, forseti Rússlands vísir/getty „Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ Þetta sagði Philip Hammond, utanríkisráðherra Breta, í viðtali í dag en eins og greint hefur verið frá er stefnt að því að ná vopnahléi í Sýrlandi í næstu viku. Ástandið í landinu versnar með hverjum deginum. Rússar, sem styðja Assad Sýrlandsforseta, hafa ekki látið af loftárásum sínum þrátt fyrir harða gagnrýni á þær og þá eru bæði Tyrkir og Sádar að íhuga að senda hersveitir inn í Sýrland.Undir Rússum komið hvort Assad verði áfram við völd eða ekkiÞeir styðja uppreisnarhópa gegn Assad forseta en hryðjuverkasamtökin ISIS hafa einnig hreiðrað um sig víða í Sýrlandi og eins og kunnugt er er ríkjum heims mikið í mun að brjóta þau á bak aftur. Það er hins vegar mat margra að það sé ekki hægt nema að koma Assad fyrst úr forsetastólnum.Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretavísir/gettyHammond segir það undir Rússum komið hvort Assad verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi eða ekki. „Þetta veltur allt á því hvort að Rússar séu tilbúnir til þess að beita áhrifum sínum svo að Assad víki. Það er nákvæmlega sama staða og var uppi fyrir ári síðan,“ segir Hammond.11 milljónir Sýrlendinga á flóttaVopnahléið í Sýrlandi sem nokkur af stórveldum heims, þar á meðal Bretland, Bandaríkin og Rússland, komu sér saman um fyrir helgi var ekki samþykkt í samráði við Assad. Samkomulagið felur ekki aðeins í sér að reynt verði að koma á vopnahléi heldur einnig að hjálpargögnum verði komið til bágstaddra í Sýrlandi. Stríðið í landinu hefur kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir Sýrlendinga hafa flúið heimili sín, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi. Tengdar fréttir Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53 50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13 Friðarsamkomulag upp á von og óvon Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b 13. febrúar 2016 07:00 Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. 12. febrúar 2016 22:59 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
„Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ Þetta sagði Philip Hammond, utanríkisráðherra Breta, í viðtali í dag en eins og greint hefur verið frá er stefnt að því að ná vopnahléi í Sýrlandi í næstu viku. Ástandið í landinu versnar með hverjum deginum. Rússar, sem styðja Assad Sýrlandsforseta, hafa ekki látið af loftárásum sínum þrátt fyrir harða gagnrýni á þær og þá eru bæði Tyrkir og Sádar að íhuga að senda hersveitir inn í Sýrland.Undir Rússum komið hvort Assad verði áfram við völd eða ekkiÞeir styðja uppreisnarhópa gegn Assad forseta en hryðjuverkasamtökin ISIS hafa einnig hreiðrað um sig víða í Sýrlandi og eins og kunnugt er er ríkjum heims mikið í mun að brjóta þau á bak aftur. Það er hins vegar mat margra að það sé ekki hægt nema að koma Assad fyrst úr forsetastólnum.Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretavísir/gettyHammond segir það undir Rússum komið hvort Assad verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi eða ekki. „Þetta veltur allt á því hvort að Rússar séu tilbúnir til þess að beita áhrifum sínum svo að Assad víki. Það er nákvæmlega sama staða og var uppi fyrir ári síðan,“ segir Hammond.11 milljónir Sýrlendinga á flóttaVopnahléið í Sýrlandi sem nokkur af stórveldum heims, þar á meðal Bretland, Bandaríkin og Rússland, komu sér saman um fyrir helgi var ekki samþykkt í samráði við Assad. Samkomulagið felur ekki aðeins í sér að reynt verði að koma á vopnahléi heldur einnig að hjálpargögnum verði komið til bágstaddra í Sýrlandi. Stríðið í landinu hefur kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir Sýrlendinga hafa flúið heimili sín, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi.
Tengdar fréttir Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53 50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13 Friðarsamkomulag upp á von og óvon Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b 13. febrúar 2016 07:00 Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. 12. febrúar 2016 22:59 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53
50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13
Friðarsamkomulag upp á von og óvon Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b 13. febrúar 2016 07:00
Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. 12. febrúar 2016 22:59