Friðarsamkomulag upp á von og óvon Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Móðir flýr ásamt börnum sínum undan loftárásum stjórnarhersins á bæinn Kafr Batna, sem er í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus. nordicphotos/AFP „Ég hef enga trú á þessu og mér er alveg sama um það,“ segir Mohammed al-Sheikh, talsmaður Frjálsa Sýrlandshersins, um samkomulag um vopnahlé í Sýrlandi, sem fulltrúar margra helstu ríkja heims og stórra alþjóðastofnana kynntu í gær. „Enginn trúir á það. Það er orðinn fastur liður að tala um vopnahlé, en það er tilgangslaust,“ sagði al-Sheikh í viðtali við breska dagblaðið The Guardian Frjálsi Sýrlandsherinn er eitt stærsta afl sýrlenskra uppreisnarmanna, sem barist hafa árum saman gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir manna hafa flúið að heiman, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi. Samkomulagið, sem fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Arabandalagsins og fleiri áhrifaafla, kynntu í gær að loknum tveggja daga fundarhöldum, gengur út á að vopnahlé hefjist innan viku og strax á allra næstu dögum verði hægt að útvega fólki á átakasvæðunum mannúðaraðstoð. Þá sé stefnt að stjórnarskrárbreytingu og kosningum innan hálfs annars árs. Sjálfur segist Assad Sýrlandsforseti staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Það muni hins vegar taka langan tíma. Ekki sé heldur víst að það muni takast: „Hvort sem við getum það eða ekki, þá er þetta það takmark sem við reynum að ná án minnsta hiks,“ sagði hann í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Af okkar hálfu væri ekkert vit í því að segjast ætla að láta frá okkur einhvern hluta.“ Rússar hafa síðan í haust stutt Assad með loftárásum á uppreisnarmenn. Bandaríkjamenn og Vesturlönd almennt hafa hins vegar staðið gegn Assad, sagt að honum sé engan veginn treystandi lengur eftir að hafa stundað grimmilegan hernað gegn þjóð sinni. Í síðustu viku stóð til að halda friðarviðræður í Genf, með aðild bæði stjórnarliða og uppreisnarmanna. Ekkert varð úr þeim viðræðum vegna harðra loftárása Rússa og stjórnarhersins á borgina Aleppo. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
„Ég hef enga trú á þessu og mér er alveg sama um það,“ segir Mohammed al-Sheikh, talsmaður Frjálsa Sýrlandshersins, um samkomulag um vopnahlé í Sýrlandi, sem fulltrúar margra helstu ríkja heims og stórra alþjóðastofnana kynntu í gær. „Enginn trúir á það. Það er orðinn fastur liður að tala um vopnahlé, en það er tilgangslaust,“ sagði al-Sheikh í viðtali við breska dagblaðið The Guardian Frjálsi Sýrlandsherinn er eitt stærsta afl sýrlenskra uppreisnarmanna, sem barist hafa árum saman gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir manna hafa flúið að heiman, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi. Samkomulagið, sem fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Arabandalagsins og fleiri áhrifaafla, kynntu í gær að loknum tveggja daga fundarhöldum, gengur út á að vopnahlé hefjist innan viku og strax á allra næstu dögum verði hægt að útvega fólki á átakasvæðunum mannúðaraðstoð. Þá sé stefnt að stjórnarskrárbreytingu og kosningum innan hálfs annars árs. Sjálfur segist Assad Sýrlandsforseti staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Það muni hins vegar taka langan tíma. Ekki sé heldur víst að það muni takast: „Hvort sem við getum það eða ekki, þá er þetta það takmark sem við reynum að ná án minnsta hiks,“ sagði hann í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Af okkar hálfu væri ekkert vit í því að segjast ætla að láta frá okkur einhvern hluta.“ Rússar hafa síðan í haust stutt Assad með loftárásum á uppreisnarmenn. Bandaríkjamenn og Vesturlönd almennt hafa hins vegar staðið gegn Assad, sagt að honum sé engan veginn treystandi lengur eftir að hafa stundað grimmilegan hernað gegn þjóð sinni. Í síðustu viku stóð til að halda friðarviðræður í Genf, með aðild bæði stjórnarliða og uppreisnarmanna. Ekkert varð úr þeim viðræðum vegna harðra loftárása Rússa og stjórnarhersins á borgina Aleppo.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira