Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2016 22:59 Assad Sýrlandsforseti. vísir/epa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. Stórveldi heimsins samþykktu í gær að reyna að koma á vopnahléi í landinu sem á að hefjast eftir eina viku en AFP-fréttastofan hafði skömmu áður en vopnahléið var samþykkt tekið viðtal við Assad. Það var síðan birt í dag og gefur ef til vill ekki góð fyrirheit um að vopnahléi verði komið á. Í viðtalinu lýsti Assad þeim fyrirætlunum sínum að ná þeim landssvæðum Sýrlands sem eru undir stjórn uppreisnarhópa eða hryðjuverkamanna aftur undir sína stjórn. Hann sagði að það gæti þó tekið tíma þar sem nágrannaríki Sýrlands væru óbeinir þátttakendur í stríðinu. Hann varaði meðal annars við því að Tyrkir og Sádar myndu blanda sér með beinum hernaðaraðgerðum í átökin en stjórnvöld í Tyrklandi og Sádi Arabíu styðja uppreisnarhópa gegn Assad. Að mati Assad má binda enda á stríðið á innan við ári ef lokað verður fyrir smyglleiðir uppreisnarmanna í gegnum Tyrkland, Jórdaníu og Írak. Þá sagðist hann viljugur til viðræðna en það þýddi ekki að Sýrlandsher myndi hætta að berjast við uppreisnarhópa og hryðjuverkamenn. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði Assad á villigötum ef hann héldi að hernaður myndi leysa vandann. Þá sagði utanríkisráðherra Sádi Arabíu að það yrði að koma Assad frá völdum ef ríki heimsins ætluðu sér að brjóta ISIS á bak aftur. Tengdar fréttir Viðræður í uppnámi vegna loftárása Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum. 4. febrúar 2016 07:00 Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53 50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13 Íslensk stjórnvöld leggja til hálfan milljarð vegna ástandsins í Sýrlandi Þetta kynnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðtogafundi sem fram fer í London þar sem ríki heimsins hafa heitið að leggja til 10 milljarða dollara til aðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi og nágrannalöndun átakanna. 4. febrúar 2016 19:07 Stefnir í umsátur um Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn sækir hratt að Aleppo og líklegt þykir að hundruðir þúsundir Sýrlendinga muni lokast inn í borginni. 6. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. Stórveldi heimsins samþykktu í gær að reyna að koma á vopnahléi í landinu sem á að hefjast eftir eina viku en AFP-fréttastofan hafði skömmu áður en vopnahléið var samþykkt tekið viðtal við Assad. Það var síðan birt í dag og gefur ef til vill ekki góð fyrirheit um að vopnahléi verði komið á. Í viðtalinu lýsti Assad þeim fyrirætlunum sínum að ná þeim landssvæðum Sýrlands sem eru undir stjórn uppreisnarhópa eða hryðjuverkamanna aftur undir sína stjórn. Hann sagði að það gæti þó tekið tíma þar sem nágrannaríki Sýrlands væru óbeinir þátttakendur í stríðinu. Hann varaði meðal annars við því að Tyrkir og Sádar myndu blanda sér með beinum hernaðaraðgerðum í átökin en stjórnvöld í Tyrklandi og Sádi Arabíu styðja uppreisnarhópa gegn Assad. Að mati Assad má binda enda á stríðið á innan við ári ef lokað verður fyrir smyglleiðir uppreisnarmanna í gegnum Tyrkland, Jórdaníu og Írak. Þá sagðist hann viljugur til viðræðna en það þýddi ekki að Sýrlandsher myndi hætta að berjast við uppreisnarhópa og hryðjuverkamenn. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði Assad á villigötum ef hann héldi að hernaður myndi leysa vandann. Þá sagði utanríkisráðherra Sádi Arabíu að það yrði að koma Assad frá völdum ef ríki heimsins ætluðu sér að brjóta ISIS á bak aftur.
Tengdar fréttir Viðræður í uppnámi vegna loftárása Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum. 4. febrúar 2016 07:00 Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53 50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13 Íslensk stjórnvöld leggja til hálfan milljarð vegna ástandsins í Sýrlandi Þetta kynnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðtogafundi sem fram fer í London þar sem ríki heimsins hafa heitið að leggja til 10 milljarða dollara til aðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi og nágrannalöndun átakanna. 4. febrúar 2016 19:07 Stefnir í umsátur um Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn sækir hratt að Aleppo og líklegt þykir að hundruðir þúsundir Sýrlendinga muni lokast inn í borginni. 6. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Viðræður í uppnámi vegna loftárása Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum. 4. febrúar 2016 07:00
Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53
50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13
Íslensk stjórnvöld leggja til hálfan milljarð vegna ástandsins í Sýrlandi Þetta kynnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðtogafundi sem fram fer í London þar sem ríki heimsins hafa heitið að leggja til 10 milljarða dollara til aðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi og nágrannalöndun átakanna. 4. febrúar 2016 19:07
Stefnir í umsátur um Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn sækir hratt að Aleppo og líklegt þykir að hundruðir þúsundir Sýrlendinga muni lokast inn í borginni. 6. febrúar 2016 17:45