Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2016 22:59 Assad Sýrlandsforseti. vísir/epa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. Stórveldi heimsins samþykktu í gær að reyna að koma á vopnahléi í landinu sem á að hefjast eftir eina viku en AFP-fréttastofan hafði skömmu áður en vopnahléið var samþykkt tekið viðtal við Assad. Það var síðan birt í dag og gefur ef til vill ekki góð fyrirheit um að vopnahléi verði komið á. Í viðtalinu lýsti Assad þeim fyrirætlunum sínum að ná þeim landssvæðum Sýrlands sem eru undir stjórn uppreisnarhópa eða hryðjuverkamanna aftur undir sína stjórn. Hann sagði að það gæti þó tekið tíma þar sem nágrannaríki Sýrlands væru óbeinir þátttakendur í stríðinu. Hann varaði meðal annars við því að Tyrkir og Sádar myndu blanda sér með beinum hernaðaraðgerðum í átökin en stjórnvöld í Tyrklandi og Sádi Arabíu styðja uppreisnarhópa gegn Assad. Að mati Assad má binda enda á stríðið á innan við ári ef lokað verður fyrir smyglleiðir uppreisnarmanna í gegnum Tyrkland, Jórdaníu og Írak. Þá sagðist hann viljugur til viðræðna en það þýddi ekki að Sýrlandsher myndi hætta að berjast við uppreisnarhópa og hryðjuverkamenn. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði Assad á villigötum ef hann héldi að hernaður myndi leysa vandann. Þá sagði utanríkisráðherra Sádi Arabíu að það yrði að koma Assad frá völdum ef ríki heimsins ætluðu sér að brjóta ISIS á bak aftur. Tengdar fréttir Viðræður í uppnámi vegna loftárása Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum. 4. febrúar 2016 07:00 Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53 50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13 Íslensk stjórnvöld leggja til hálfan milljarð vegna ástandsins í Sýrlandi Þetta kynnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðtogafundi sem fram fer í London þar sem ríki heimsins hafa heitið að leggja til 10 milljarða dollara til aðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi og nágrannalöndun átakanna. 4. febrúar 2016 19:07 Stefnir í umsátur um Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn sækir hratt að Aleppo og líklegt þykir að hundruðir þúsundir Sýrlendinga muni lokast inn í borginni. 6. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. Stórveldi heimsins samþykktu í gær að reyna að koma á vopnahléi í landinu sem á að hefjast eftir eina viku en AFP-fréttastofan hafði skömmu áður en vopnahléið var samþykkt tekið viðtal við Assad. Það var síðan birt í dag og gefur ef til vill ekki góð fyrirheit um að vopnahléi verði komið á. Í viðtalinu lýsti Assad þeim fyrirætlunum sínum að ná þeim landssvæðum Sýrlands sem eru undir stjórn uppreisnarhópa eða hryðjuverkamanna aftur undir sína stjórn. Hann sagði að það gæti þó tekið tíma þar sem nágrannaríki Sýrlands væru óbeinir þátttakendur í stríðinu. Hann varaði meðal annars við því að Tyrkir og Sádar myndu blanda sér með beinum hernaðaraðgerðum í átökin en stjórnvöld í Tyrklandi og Sádi Arabíu styðja uppreisnarhópa gegn Assad. Að mati Assad má binda enda á stríðið á innan við ári ef lokað verður fyrir smyglleiðir uppreisnarmanna í gegnum Tyrkland, Jórdaníu og Írak. Þá sagðist hann viljugur til viðræðna en það þýddi ekki að Sýrlandsher myndi hætta að berjast við uppreisnarhópa og hryðjuverkamenn. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði Assad á villigötum ef hann héldi að hernaður myndi leysa vandann. Þá sagði utanríkisráðherra Sádi Arabíu að það yrði að koma Assad frá völdum ef ríki heimsins ætluðu sér að brjóta ISIS á bak aftur.
Tengdar fréttir Viðræður í uppnámi vegna loftárása Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum. 4. febrúar 2016 07:00 Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53 50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13 Íslensk stjórnvöld leggja til hálfan milljarð vegna ástandsins í Sýrlandi Þetta kynnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðtogafundi sem fram fer í London þar sem ríki heimsins hafa heitið að leggja til 10 milljarða dollara til aðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi og nágrannalöndun átakanna. 4. febrúar 2016 19:07 Stefnir í umsátur um Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn sækir hratt að Aleppo og líklegt þykir að hundruðir þúsundir Sýrlendinga muni lokast inn í borginni. 6. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Viðræður í uppnámi vegna loftárása Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum. 4. febrúar 2016 07:00
Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53
50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13
Íslensk stjórnvöld leggja til hálfan milljarð vegna ástandsins í Sýrlandi Þetta kynnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðtogafundi sem fram fer í London þar sem ríki heimsins hafa heitið að leggja til 10 milljarða dollara til aðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi og nágrannalöndun átakanna. 4. febrúar 2016 19:07
Stefnir í umsátur um Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn sækir hratt að Aleppo og líklegt þykir að hundruðir þúsundir Sýrlendinga muni lokast inn í borginni. 6. febrúar 2016 17:45