Hagræddu sannleikanum að venju Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2016 11:00 Frambjóðendurnir sjö. Vísir/getty Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær. Þar deildu sjö fylgismestu frambjóðendurnir um meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál. Þetta voru síðustu kappræðurnar fyrir forval flokksins sem hefst 1. febrúar. Þeir sem tóku þátt voru Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich.Sjá einnig: Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir ýmsar staðhæfingar frambjóðendanna og kannað sannleiksgildi þeirra og virðist sem að ýmsum röngum staðhæfingum hafi verið haldið fram í kappræðunum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar af staðhæfingum frambjóðenda sem reyndust rangar.Sérfræðingur AP segir að frambjóðendur hafi skammast út í Barack Obama fyrir að fjársvelta herinn. Hins vegar var það þingið, sem stjórnað er af Repúblikönum, sem ákvað fjárveitingar til varnarmála þar í landi. Íran fyrirferðamikiðTed Cruz sagði að ef eitthvað ríki myndi þvinga hermenn á hnén, eins og gert var í Íran við tíu hermenn sem sigldu fyrir mistök inn í landhelgi Íran, myndu finna fyrir „fullum mætti og bræði Bandaríkjanna“. Um sama málefni sagði Chris Christie að einræðisherrar væru að stela skipum af Bandaríkjunum.AP fréttaveitan bendir á að krísan hafi verið mynduð af bandarísku hermönnunum og að hún hafi staðið stutt yfir. Það sé ekkert óeðlilegt við að afvopna hermenn sem sigli inn í landhelgi annars lands og að færa þá til yfirheyrslna. Mönnunum var þó sleppt fljótt og bátunum skilað. Að vísu tóku Íranir myndband af hermönnunum og birtu það á internetinu sem hægt er að líta á sem ögrun.Carly Fiorina sagði Írani hafa brotið gegn Genfarsáttmálanum þegar þeir handsömuðu bandarísku hermennina tíu og að Obama hefði aldrei minnst á það.Genfarsáttmálinn er samningur þjóða um reglur sem gilda í stríðsrekstri. CNN tekur fram að John Kirby, talsmaður Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði, réttilega, á þriðjudaginn að Bandaríkin væru ekki í stríði við Íran og því ætti sáttmálinn ekki við. Sérfræðingar sem CNN ræddi við eru sammála. Þó sögðu einhverjir sérfræðingar að Íranir hafi mögulega brotið gegn hafrétti.Ted Cruz sagði einnig að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að senda hundrað milljarða dala til Íran. Donald Trump hefur áður haldið svipuðu fram. Á árunum 2011 og 2012 voru viðskiptaþvinganir gegn Íran hertar af Bandaríkjunum og Evrópu og eignir Íran erlendis frystar. Eftir að kjarnorkusamkomulag Íran, Bandaríkjanna og fimm annarra ríkja tekur gildi verða þessar eignir aðgengilegar Írönum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Jacob Lew, hefur sagt að upphæðin sem Íranir gætu nálgast væru um 50 milljarðar. Þá er ljóst að þetta eru eignir Íran en ekki upphæð sem verður greidd úr ríkissjóði Bandaríkjanna.Donald Trump og Ted Cruz.Vísir/gettyMarco Rubio hélt því fram að Obamacare, heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama drægi úr störfum í Bandaríkjunum.CNN bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að fjögur prósent vinnuveitenda með 50 eða fleiri starfsmenn, hafi dregið úr vinnustundum starfsmanna svo það þyrfti ekki að tryggja þá. Önnur fjögur prósent sögðust hafa dregið úr starfsmönnum í fullu starfi vegna kostnaðar við heilsufarstryggingar. Hins vegar hafi tíu prósent starfsveitenda sagst hafa fært starfsmenn úr hlutastarfi í fullt starf svo þau væru tryggð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær. Þar deildu sjö fylgismestu frambjóðendurnir um meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál. Þetta voru síðustu kappræðurnar fyrir forval flokksins sem hefst 1. febrúar. Þeir sem tóku þátt voru Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich.Sjá einnig: Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir ýmsar staðhæfingar frambjóðendanna og kannað sannleiksgildi þeirra og virðist sem að ýmsum röngum staðhæfingum hafi verið haldið fram í kappræðunum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar af staðhæfingum frambjóðenda sem reyndust rangar.Sérfræðingur AP segir að frambjóðendur hafi skammast út í Barack Obama fyrir að fjársvelta herinn. Hins vegar var það þingið, sem stjórnað er af Repúblikönum, sem ákvað fjárveitingar til varnarmála þar í landi. Íran fyrirferðamikiðTed Cruz sagði að ef eitthvað ríki myndi þvinga hermenn á hnén, eins og gert var í Íran við tíu hermenn sem sigldu fyrir mistök inn í landhelgi Íran, myndu finna fyrir „fullum mætti og bræði Bandaríkjanna“. Um sama málefni sagði Chris Christie að einræðisherrar væru að stela skipum af Bandaríkjunum.AP fréttaveitan bendir á að krísan hafi verið mynduð af bandarísku hermönnunum og að hún hafi staðið stutt yfir. Það sé ekkert óeðlilegt við að afvopna hermenn sem sigli inn í landhelgi annars lands og að færa þá til yfirheyrslna. Mönnunum var þó sleppt fljótt og bátunum skilað. Að vísu tóku Íranir myndband af hermönnunum og birtu það á internetinu sem hægt er að líta á sem ögrun.Carly Fiorina sagði Írani hafa brotið gegn Genfarsáttmálanum þegar þeir handsömuðu bandarísku hermennina tíu og að Obama hefði aldrei minnst á það.Genfarsáttmálinn er samningur þjóða um reglur sem gilda í stríðsrekstri. CNN tekur fram að John Kirby, talsmaður Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði, réttilega, á þriðjudaginn að Bandaríkin væru ekki í stríði við Íran og því ætti sáttmálinn ekki við. Sérfræðingar sem CNN ræddi við eru sammála. Þó sögðu einhverjir sérfræðingar að Íranir hafi mögulega brotið gegn hafrétti.Ted Cruz sagði einnig að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að senda hundrað milljarða dala til Íran. Donald Trump hefur áður haldið svipuðu fram. Á árunum 2011 og 2012 voru viðskiptaþvinganir gegn Íran hertar af Bandaríkjunum og Evrópu og eignir Íran erlendis frystar. Eftir að kjarnorkusamkomulag Íran, Bandaríkjanna og fimm annarra ríkja tekur gildi verða þessar eignir aðgengilegar Írönum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Jacob Lew, hefur sagt að upphæðin sem Íranir gætu nálgast væru um 50 milljarðar. Þá er ljóst að þetta eru eignir Íran en ekki upphæð sem verður greidd úr ríkissjóði Bandaríkjanna.Donald Trump og Ted Cruz.Vísir/gettyMarco Rubio hélt því fram að Obamacare, heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama drægi úr störfum í Bandaríkjunum.CNN bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að fjögur prósent vinnuveitenda með 50 eða fleiri starfsmenn, hafi dregið úr vinnustundum starfsmanna svo það þyrfti ekki að tryggja þá. Önnur fjögur prósent sögðust hafa dregið úr starfsmönnum í fullu starfi vegna kostnaðar við heilsufarstryggingar. Hins vegar hafi tíu prósent starfsveitenda sagst hafa fært starfsmenn úr hlutastarfi í fullt starf svo þau væru tryggð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira