Snjóflóðið í Noregi: „Börnin mín leika sér þarna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2016 19:30 Snjóflóðið var ekki stórt en bæði þykkt og þétt. Mynd/Jón Vigfús Guðjónsson Snjóflóðið sem féll í bænum Hammerfest í Noregi síðdegis í dag féll bókstaflega í bakgarðinum hjá Jóni Vigfúsi Guðjónssyni, Íslendingi sem búsettur er í bænum. Þrír drengir slösuðust í flóðinu sem féll á svæði sem er vinsæll leikstaður fyrir börn í hverfinu. „Flóðið stöðvaði svona 20 metra frá eldhúsglugganum hjá mér,“ segir Jón Vigfús sem búsettur hefur verið í Hammerfest í fimm ár. „Krakkarnir í hverfinu leika sér oft á þessu svæði. Mínir krakkar voru að leika sér þarna síðast bara í gær en voru blessunarlega inni þegar snjóflóðið féll.“ Snjóflóðið féll í hlíð fyrir aftan íbúðarblokkina sem Jón býr í en lítið fjall er fyrir ofan blokkina. Um leið og Jón leit út um gluggann sá hann að snjóflóð hafði fallið enda hefur hann kynnst þeim áður. „Þegar ég heyrði sírenuvælið leit ég út um gluggann og sá strax að þetta var snjóflóð. Ég hef komið ansi hraustlega nálægt þeim áður en ég var leitarmaður bæði í Súðavík og Flateyri þegar snjóflóðin féllu þar.“Eins og sjá má er ekki ýkja langt frá blokkinni að hlíðinni þar sem flóðið féll.Mynd/Jón Vigfús GuðjónssonAð sögn Jóns er ekkert sérstaklega snjóþungt í Hammerfest en í gær hafi skollið á leiðindaveður og töluverður snjór hafi safnast saman í hlíðina fyrir aftan blokkina. Snjóflóðið sjálft var ekki svo stórt en það sem fór af stað hafi bæði verið hart og þétt. „Þessi hrúga þar sem þetta stoppaði er vel þétt og þung þó að flóðið hafi kannski ekki verið stórt. Snjódýptin þar sem sleppir uppi og snjóflóð fer af stað er líklega 1,5-2 metrar,“ segir Jón sem setur spurningamerki við snjóflóðagirðinguna sem sést á myndinni hér fyrir ofan. „Girðingin sem sést á myndinni er í rauninni snjóflóðavörn en flóðið fellur fyrir neðan snjóflóðavörnina,“ segir Jón. „Það setur upp spurningamerki hvort þetta sé snjóflóðavörn eða hvort hún safni bara snjó sem verður svona?“ Í Hammerfest búa um 10.000 manns en skömmu eftir að flóðið féll voru um 30-40 björgunaraðilar mættir á svæðið til að hefja björgunaraðferðir. Fljótlega mætti þyrla á svæðið áður en búið var að ganga úr skugga um að drengirnir þrír, á aldrinum sjö til þrettán ára, hafi verið þeir einu sem lentu í flóðinu. Var þeim fljótlega komið á spítala og sluppu þeir án alvarlegra meiðsla. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Snjóflóðið sem féll í bænum Hammerfest í Noregi síðdegis í dag féll bókstaflega í bakgarðinum hjá Jóni Vigfúsi Guðjónssyni, Íslendingi sem búsettur er í bænum. Þrír drengir slösuðust í flóðinu sem féll á svæði sem er vinsæll leikstaður fyrir börn í hverfinu. „Flóðið stöðvaði svona 20 metra frá eldhúsglugganum hjá mér,“ segir Jón Vigfús sem búsettur hefur verið í Hammerfest í fimm ár. „Krakkarnir í hverfinu leika sér oft á þessu svæði. Mínir krakkar voru að leika sér þarna síðast bara í gær en voru blessunarlega inni þegar snjóflóðið féll.“ Snjóflóðið féll í hlíð fyrir aftan íbúðarblokkina sem Jón býr í en lítið fjall er fyrir ofan blokkina. Um leið og Jón leit út um gluggann sá hann að snjóflóð hafði fallið enda hefur hann kynnst þeim áður. „Þegar ég heyrði sírenuvælið leit ég út um gluggann og sá strax að þetta var snjóflóð. Ég hef komið ansi hraustlega nálægt þeim áður en ég var leitarmaður bæði í Súðavík og Flateyri þegar snjóflóðin féllu þar.“Eins og sjá má er ekki ýkja langt frá blokkinni að hlíðinni þar sem flóðið féll.Mynd/Jón Vigfús GuðjónssonAð sögn Jóns er ekkert sérstaklega snjóþungt í Hammerfest en í gær hafi skollið á leiðindaveður og töluverður snjór hafi safnast saman í hlíðina fyrir aftan blokkina. Snjóflóðið sjálft var ekki svo stórt en það sem fór af stað hafi bæði verið hart og þétt. „Þessi hrúga þar sem þetta stoppaði er vel þétt og þung þó að flóðið hafi kannski ekki verið stórt. Snjódýptin þar sem sleppir uppi og snjóflóð fer af stað er líklega 1,5-2 metrar,“ segir Jón sem setur spurningamerki við snjóflóðagirðinguna sem sést á myndinni hér fyrir ofan. „Girðingin sem sést á myndinni er í rauninni snjóflóðavörn en flóðið fellur fyrir neðan snjóflóðavörnina,“ segir Jón. „Það setur upp spurningamerki hvort þetta sé snjóflóðavörn eða hvort hún safni bara snjó sem verður svona?“ Í Hammerfest búa um 10.000 manns en skömmu eftir að flóðið féll voru um 30-40 björgunaraðilar mættir á svæðið til að hefja björgunaraðferðir. Fljótlega mætti þyrla á svæðið áður en búið var að ganga úr skugga um að drengirnir þrír, á aldrinum sjö til þrettán ára, hafi verið þeir einu sem lentu í flóðinu. Var þeim fljótlega komið á spítala og sluppu þeir án alvarlegra meiðsla.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila