Snjóflóðið í Noregi: „Börnin mín leika sér þarna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2016 19:30 Snjóflóðið var ekki stórt en bæði þykkt og þétt. Mynd/Jón Vigfús Guðjónsson Snjóflóðið sem féll í bænum Hammerfest í Noregi síðdegis í dag féll bókstaflega í bakgarðinum hjá Jóni Vigfúsi Guðjónssyni, Íslendingi sem búsettur er í bænum. Þrír drengir slösuðust í flóðinu sem féll á svæði sem er vinsæll leikstaður fyrir börn í hverfinu. „Flóðið stöðvaði svona 20 metra frá eldhúsglugganum hjá mér,“ segir Jón Vigfús sem búsettur hefur verið í Hammerfest í fimm ár. „Krakkarnir í hverfinu leika sér oft á þessu svæði. Mínir krakkar voru að leika sér þarna síðast bara í gær en voru blessunarlega inni þegar snjóflóðið féll.“ Snjóflóðið féll í hlíð fyrir aftan íbúðarblokkina sem Jón býr í en lítið fjall er fyrir ofan blokkina. Um leið og Jón leit út um gluggann sá hann að snjóflóð hafði fallið enda hefur hann kynnst þeim áður. „Þegar ég heyrði sírenuvælið leit ég út um gluggann og sá strax að þetta var snjóflóð. Ég hef komið ansi hraustlega nálægt þeim áður en ég var leitarmaður bæði í Súðavík og Flateyri þegar snjóflóðin féllu þar.“Eins og sjá má er ekki ýkja langt frá blokkinni að hlíðinni þar sem flóðið féll.Mynd/Jón Vigfús GuðjónssonAð sögn Jóns er ekkert sérstaklega snjóþungt í Hammerfest en í gær hafi skollið á leiðindaveður og töluverður snjór hafi safnast saman í hlíðina fyrir aftan blokkina. Snjóflóðið sjálft var ekki svo stórt en það sem fór af stað hafi bæði verið hart og þétt. „Þessi hrúga þar sem þetta stoppaði er vel þétt og þung þó að flóðið hafi kannski ekki verið stórt. Snjódýptin þar sem sleppir uppi og snjóflóð fer af stað er líklega 1,5-2 metrar,“ segir Jón sem setur spurningamerki við snjóflóðagirðinguna sem sést á myndinni hér fyrir ofan. „Girðingin sem sést á myndinni er í rauninni snjóflóðavörn en flóðið fellur fyrir neðan snjóflóðavörnina,“ segir Jón. „Það setur upp spurningamerki hvort þetta sé snjóflóðavörn eða hvort hún safni bara snjó sem verður svona?“ Í Hammerfest búa um 10.000 manns en skömmu eftir að flóðið féll voru um 30-40 björgunaraðilar mættir á svæðið til að hefja björgunaraðferðir. Fljótlega mætti þyrla á svæðið áður en búið var að ganga úr skugga um að drengirnir þrír, á aldrinum sjö til þrettán ára, hafi verið þeir einu sem lentu í flóðinu. Var þeim fljótlega komið á spítala og sluppu þeir án alvarlegra meiðsla. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Snjóflóðið sem féll í bænum Hammerfest í Noregi síðdegis í dag féll bókstaflega í bakgarðinum hjá Jóni Vigfúsi Guðjónssyni, Íslendingi sem búsettur er í bænum. Þrír drengir slösuðust í flóðinu sem féll á svæði sem er vinsæll leikstaður fyrir börn í hverfinu. „Flóðið stöðvaði svona 20 metra frá eldhúsglugganum hjá mér,“ segir Jón Vigfús sem búsettur hefur verið í Hammerfest í fimm ár. „Krakkarnir í hverfinu leika sér oft á þessu svæði. Mínir krakkar voru að leika sér þarna síðast bara í gær en voru blessunarlega inni þegar snjóflóðið féll.“ Snjóflóðið féll í hlíð fyrir aftan íbúðarblokkina sem Jón býr í en lítið fjall er fyrir ofan blokkina. Um leið og Jón leit út um gluggann sá hann að snjóflóð hafði fallið enda hefur hann kynnst þeim áður. „Þegar ég heyrði sírenuvælið leit ég út um gluggann og sá strax að þetta var snjóflóð. Ég hef komið ansi hraustlega nálægt þeim áður en ég var leitarmaður bæði í Súðavík og Flateyri þegar snjóflóðin féllu þar.“Eins og sjá má er ekki ýkja langt frá blokkinni að hlíðinni þar sem flóðið féll.Mynd/Jón Vigfús GuðjónssonAð sögn Jóns er ekkert sérstaklega snjóþungt í Hammerfest en í gær hafi skollið á leiðindaveður og töluverður snjór hafi safnast saman í hlíðina fyrir aftan blokkina. Snjóflóðið sjálft var ekki svo stórt en það sem fór af stað hafi bæði verið hart og þétt. „Þessi hrúga þar sem þetta stoppaði er vel þétt og þung þó að flóðið hafi kannski ekki verið stórt. Snjódýptin þar sem sleppir uppi og snjóflóð fer af stað er líklega 1,5-2 metrar,“ segir Jón sem setur spurningamerki við snjóflóðagirðinguna sem sést á myndinni hér fyrir ofan. „Girðingin sem sést á myndinni er í rauninni snjóflóðavörn en flóðið fellur fyrir neðan snjóflóðavörnina,“ segir Jón. „Það setur upp spurningamerki hvort þetta sé snjóflóðavörn eða hvort hún safni bara snjó sem verður svona?“ Í Hammerfest búa um 10.000 manns en skömmu eftir að flóðið féll voru um 30-40 björgunaraðilar mættir á svæðið til að hefja björgunaraðferðir. Fljótlega mætti þyrla á svæðið áður en búið var að ganga úr skugga um að drengirnir þrír, á aldrinum sjö til þrettán ára, hafi verið þeir einu sem lentu í flóðinu. Var þeim fljótlega komið á spítala og sluppu þeir án alvarlegra meiðsla.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira