Carlsen vann loks sigur: „Aldrei séð hann svona feginn“ Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2016 08:52 Magnus Carlsen vann loks sigur. Vísir/AFP Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen vann loks sigur á Rússanum Sergei Karjakin í tíundu skák heimsmeistaraeinvígis þeirra í nótt. Báðir eru þeir nú með fimm vinninga hvor þegar eftir á að tefla tvær skákir. Carlsen var mikið létt þegar hann mætti á fréttamannafundinn að skák lokinni þar sem hann viðurkenndi að síðustu dagar hafi reynst honum erfiðir. „Frábært að vinna skák! Það var langt síðan það gerðist síðast!“ Skák gærdagsins stóð í sex og hálfan tíma en allt ætlaði um koll að keyra þegar þeir Carlsen og Karjakin gerðu báðir tvenn mistök í röð þegar um tvær klukkustundir voru liðnar af skákinni. Smátt og smátt náði Carlsen þó yfirhöndinni og náði að landa sigri. Norski fréttamaðurinn Ole Kristian Strøm hefur fylgst með Carlsen allt frá árinu 2010 og segist aldrei hafa séð hann jafn feginn og í gærkvöldi. „Það segir ýmislegt um hvað þetta þýddi fyrir hann, hvað hann hefur þurft að fara í gegnum,“ er haft eftir honum í frétt NRK. Hinn 25 ára Carlsen viðurkenndi í viðtali að hafa verið niðurdreginn síðustu daga og staðan hafi reynt mikið á hann. Hann hefur bersýnilega verið pirraður og þannig strunsaði hann út af fréttamannafundinum eftir að hafa tapað áttundu skákinni. „Ég hafði ekki unnið skák í níu tilraunum, það hefur í raun aldrei gerst áður,“ sagði Carlsen. Standi leikar enn jafnir að tólf skákum loknum munu þeir tefla atskákir þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari. Hvíldardagur er í dag en ellefta skákin verður tefld á laugardag, sú tólfta á mánudag og mögulegar atskákir á miðvikudag. Skák Tengdar fréttir Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29 Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen vann loks sigur á Rússanum Sergei Karjakin í tíundu skák heimsmeistaraeinvígis þeirra í nótt. Báðir eru þeir nú með fimm vinninga hvor þegar eftir á að tefla tvær skákir. Carlsen var mikið létt þegar hann mætti á fréttamannafundinn að skák lokinni þar sem hann viðurkenndi að síðustu dagar hafi reynst honum erfiðir. „Frábært að vinna skák! Það var langt síðan það gerðist síðast!“ Skák gærdagsins stóð í sex og hálfan tíma en allt ætlaði um koll að keyra þegar þeir Carlsen og Karjakin gerðu báðir tvenn mistök í röð þegar um tvær klukkustundir voru liðnar af skákinni. Smátt og smátt náði Carlsen þó yfirhöndinni og náði að landa sigri. Norski fréttamaðurinn Ole Kristian Strøm hefur fylgst með Carlsen allt frá árinu 2010 og segist aldrei hafa séð hann jafn feginn og í gærkvöldi. „Það segir ýmislegt um hvað þetta þýddi fyrir hann, hvað hann hefur þurft að fara í gegnum,“ er haft eftir honum í frétt NRK. Hinn 25 ára Carlsen viðurkenndi í viðtali að hafa verið niðurdreginn síðustu daga og staðan hafi reynt mikið á hann. Hann hefur bersýnilega verið pirraður og þannig strunsaði hann út af fréttamannafundinum eftir að hafa tapað áttundu skákinni. „Ég hafði ekki unnið skák í níu tilraunum, það hefur í raun aldrei gerst áður,“ sagði Carlsen. Standi leikar enn jafnir að tólf skákum loknum munu þeir tefla atskákir þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari. Hvíldardagur er í dag en ellefta skákin verður tefld á laugardag, sú tólfta á mánudag og mögulegar atskákir á miðvikudag.
Skák Tengdar fréttir Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29 Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29
Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55