Erlent

Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt

Atli Ísleifsson skrifar
Magnus Carlsen verður hvítur í tveimur af þeim þremur skákum sem eftir standa.
Magnus Carlsen verður hvítur í tveimur af þeim þremur skákum sem eftir standa. Vísir/AFP
Níunda skák heimsmeistaraenvígis norska heimsmeistarans Magnus Carlsen og Rússans Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt.

Carlsen var undir mikilli tímapressu og gerði mikil mistök í 38. leik skákarinnar og í kjölfarið voru margir sérfræðingar sem lýstu því yfir að Karjakin ætti sigurinn vísan og myndi því ná tveggja vinninga forskoti í einvíginu.

Slíkt hefði svo gott sem gert út um vonir Carlsen sem hefði þurft að vinna síðustu þrjár skákir einvígisins.

Í frétt NRK segir að Carlsen hafi þess í stað náð að bjarga skákinni og landa jafntefli eftir alls 74 leiki.

Aserski stórmeistarinn Teymur Radjabov var einn þeirra afskrifaði Carlsen eftir umrædd mistök og sagði Karjakin spila góðan leik og Carlsen vara í sjálfseyðingarham.

Ungversk-bandaríski stórmeistarinn Susan Polgar fylgdist einnig með skákinni og sagði ljóst að Carlsen væri í miklum vanda á því augnabliki.

Karjakin tókst þó ekki að ganga frá Carlsen sem náði með góðri spilamennsku að tryggja jafntefli, eftir fimm og hálfs tíma og 74 leikja skák.

Carlsen neitaði að ræða við fréttamann á vegum mótsins að skák lokinni, en á opnum fréttamannafundi var hann augljóslega í góðu skapi. Sagði hann þetta hafa verið erfiða skák og hann væri fenginn því að hafa „lifað af“.

Eftir áttundu skákina, sem Karjakin vann, strunsaði Carlsen úr af fréttamannafundi.

Carlsen verður hvítur í tveimur af þeim þremur skákum sem eftir standa.

Lesa má um níundu skákina í færslu skak.blog.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×