Þjóðverjar kynna aðgerðir í baráttu gegn hryðjuverkum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. ágúst 2016 07:00 Lögregla á vettvangi árásarinnar í München. Fréttablaðið/EPA Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, kynnti í gær ný áform Þjóðverja í baráttunni gegn hryðjuverkum. Tilkynningin kemur í kjölfar nokkurra nýlegra árása á landið af völdum manna sem bendlaðir voru við hryðjuverkahópa. Hluti áforma Þjóðverja er bann við því að klæðast búrku á almannafæri. Þá verður einnig reynt að koma í veg fyrir það að íslamskir öfgamenn fjármagni moskur landsins. Þá mun eftirlitsmyndavélum á opnum svæðum fjölga stórlega og glæpamenn af erlendu bergi brotnir verða fluttir úr landi með hraði. Þá ætlar de Maiziere einnig að fjölga lögreglumönnum um 15.000 sem og að vopna lögreglu í meiri mæli en áður. Nú þegar er bannað að hylja andlit sitt á íþróttaleikvöngum en annars eru fáar takmarkanir á klæðaburði Þjóðverja. Búrkur hafa þó verið bannaðar í nágrannalöndunum Frakklandi og Belgíu sem og í nokkrum borgum á Ítalíu. „Tillögur mínar innihalda eingöngu aðgerðir sem myndu leiða snögglega til aukins öryggis,“ sagði ráðherrann. „Önnur áform munu ríkisstjórnarflokkarnir ræða. Við þurfum að komast að samkomulagi innan ríkisstjórnarinnar.“ Vísaði de Maiziere þar til flokks síns, Kristilegra demókrata, og samstarfsflokksins, Jafnaðarmanna. Kristilegir demókratar hafa enn fremur lagt til að banna tvöfaldan ríkisborgararétt og að aflétta trúnaði um sjúkragögn. Jafnaðarmannaflokkurinn er hins vegar ósamþykkur þeim áformum og þá er stjórnarandstöðuflokkur Græningja einnig andvígur þeim. Andstaðan við afléttingu trúnaðar um sjúkragögn byggist á áhyggjum af skerðingu á friðhelgi einkalífsins. Trúnaður á milli sjúklings og læknis er stjórnarskrárvarinn réttur en ef af áformum Kristilegra demókrata yrði myndu læknar þurfa að benda yfirvöldum á sjúklinga sem þá grunar að gætu framið hryðjuverk. Tveir menn, grunaðir um að hafa átt við geðræn vandamál að stríða, hafa framið voðaverk í sumar. Annar sprengdi sig í loft upp í Ansbach og særði fimmtán en hinn skaut níu til bana í verslunarmiðstöð í München. Frank Ulrich Montgomery, formaður Læknasambands Þýskalands, sagði í samtali við BBC að trúnaður á milli sjúklings og læknis væri grundvallarréttindi. Manfred Hauser, yfirmaður leyniþjónustu Bæjaralands, greindi frá því í samtali við BBC að miklar líkur væru á meiri háttar hryðjuverkum í Þýskalandi. Hann sagði starfsfólk sitt rannsaka hundruð tilkynninga um að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) væru að senda liðsmenn sína til Þýskalands, dulbúna sem flóttamenn.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, kynnti í gær ný áform Þjóðverja í baráttunni gegn hryðjuverkum. Tilkynningin kemur í kjölfar nokkurra nýlegra árása á landið af völdum manna sem bendlaðir voru við hryðjuverkahópa. Hluti áforma Þjóðverja er bann við því að klæðast búrku á almannafæri. Þá verður einnig reynt að koma í veg fyrir það að íslamskir öfgamenn fjármagni moskur landsins. Þá mun eftirlitsmyndavélum á opnum svæðum fjölga stórlega og glæpamenn af erlendu bergi brotnir verða fluttir úr landi með hraði. Þá ætlar de Maiziere einnig að fjölga lögreglumönnum um 15.000 sem og að vopna lögreglu í meiri mæli en áður. Nú þegar er bannað að hylja andlit sitt á íþróttaleikvöngum en annars eru fáar takmarkanir á klæðaburði Þjóðverja. Búrkur hafa þó verið bannaðar í nágrannalöndunum Frakklandi og Belgíu sem og í nokkrum borgum á Ítalíu. „Tillögur mínar innihalda eingöngu aðgerðir sem myndu leiða snögglega til aukins öryggis,“ sagði ráðherrann. „Önnur áform munu ríkisstjórnarflokkarnir ræða. Við þurfum að komast að samkomulagi innan ríkisstjórnarinnar.“ Vísaði de Maiziere þar til flokks síns, Kristilegra demókrata, og samstarfsflokksins, Jafnaðarmanna. Kristilegir demókratar hafa enn fremur lagt til að banna tvöfaldan ríkisborgararétt og að aflétta trúnaði um sjúkragögn. Jafnaðarmannaflokkurinn er hins vegar ósamþykkur þeim áformum og þá er stjórnarandstöðuflokkur Græningja einnig andvígur þeim. Andstaðan við afléttingu trúnaðar um sjúkragögn byggist á áhyggjum af skerðingu á friðhelgi einkalífsins. Trúnaður á milli sjúklings og læknis er stjórnarskrárvarinn réttur en ef af áformum Kristilegra demókrata yrði myndu læknar þurfa að benda yfirvöldum á sjúklinga sem þá grunar að gætu framið hryðjuverk. Tveir menn, grunaðir um að hafa átt við geðræn vandamál að stríða, hafa framið voðaverk í sumar. Annar sprengdi sig í loft upp í Ansbach og særði fimmtán en hinn skaut níu til bana í verslunarmiðstöð í München. Frank Ulrich Montgomery, formaður Læknasambands Þýskalands, sagði í samtali við BBC að trúnaður á milli sjúklings og læknis væri grundvallarréttindi. Manfred Hauser, yfirmaður leyniþjónustu Bæjaralands, greindi frá því í samtali við BBC að miklar líkur væru á meiri háttar hryðjuverkum í Þýskalandi. Hann sagði starfsfólk sitt rannsaka hundruð tilkynninga um að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) væru að senda liðsmenn sína til Þýskalands, dulbúna sem flóttamenn.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent