Sýrlenski stjórnarherinn hefur náð meirihluta borgarinnar Aleppo undir sitt vald. BBC greinir frá.
Þetta er ljóst eftir að herinn tók Tariq al-Bab hverfið í austurhluta borgarinnar á föstudag. Austurhluti borgarinnar hefur verið undir stjórn uppreisnarmanna í fjögur ár.
Á síðustu ellefu mánuðum hefur stjórnarhernum vaxið ásmegin þökk sé loftárásum Rússa og í nóvember hóf herinn stórsókn inn í austurhluta borgarinnar.
Sýrlensk mannréttindasamtök segja að allt að þrjú hundruð manns hafa látið lífið í átökum í austurhluta borgarinnar frá því sókn stjórnarhersins hófst í síðasta mánuði.
Meirihluti Aleppo nú undir yfirráðum sýrlenska stjórnarhersins
Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
