Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 18:30 Orkumótið fer fram í Vestmannaeyjum árlega. Mótið hét áður Tommamótið og svo Shell-mótið. Mynd af Facebook-síðu Orkumótsins Ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum að meina stúlku í Gróttu að spila svokallaðan landsleik um helgina hefur vakið athygli. Stúlkan, sem er svo efnileg að hún fær að æfa og spila með strákunum í Gróttu eins og reglur KSÍ leyfa, var valin sem fulltrúi Gróttu í landsleikinn. Hvert félag velur einn fulltrúa í leikinn sem spilaður er á aðalvelli ÍBV og þykir mikill heiður að vera valinn. Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, vakti athygli á ákvörðun mótsstjórnar fyrr í dag. Hún væri gamaldags að hans mati og því hefði hann ákveðið að vekja athygli á henni. „Þetta var bara ákvörðun sem var tekin af mótsstjórninni og einfaldlega á þeim forsendum að mótið er fyrir stráka þótt við höfum í gegnum árin leyft stelpum frá þeim félögum, sem hafa jafnvel ekki verið með kvennaflokka, að leyfa þeim að vera með,“ segir Björgvin Eyjólfsson í mótsstjórn Orkumótsins. „Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ bætir hann við. „Við erum með annað mót fyrir stelpur,“ segir hann og vísar til TM mótsins.Leiðinlegt fyrir stelpunaBjörgvin segir að auðvitað væri hægt að leyfa stelpum að vera með. Þá þyrfti bara að breyta reglunum. „Þetta er bara stefna sem mótið hefur. Það er fyrir stráka nema í undantekningartilfellum,“ segir Björgvin. Honum finnst þjálfarar Gróttu ekki hafa höndlað málið á réttan hátt. „Þetta var auðvitað leiðinlegt því þeir voru búnir að tilkynna stelpunni að hún myndi spila áður en þeir tilkynntu okkur þetta. Það kom okkur afskaplega á óvart að þeir skyldu vera búnir að því,“ segir Björgvin en stelpan fékk ekki að spila landsleikinn og varð að vonum vonsvikinn. Björgvin hefði kosið að haft hefði verið samband við mótsstjórn áður en stelpunni var tilkynnt um valið. „Þetta er mjög leiðinlegt stelpunnar vegna en þetta er ákvörðun sem var tekin og við hana var staðið. Þannig verður það áfram,“ segir Björgvin. Ekki er á honum að heyra að nein breyting verði í þeim efnum. Aldrei hvarflað að neinum Að sögn Björgvins hefur svona aðstaða aldrei komið upp áður á Orkumótinu, sem áður hét Shellmótið og er löngu orðinn fastur liður hjá strákum og einstaka stelpum í 6. flokki í knattspyrnu. „Það hefur aldrei hvarflað að neinu félagi að velja stelpu í landsliðið,“ segir Björgvin. „Þetta er bara lína sem mótsstjórn hefur fylgt í gegnum árin og kemur til með að gera það áfram“ Ef þeir ætluðu að breyta reglunum þá myndu Eyjamenn við bjóða upp á mót fyrir blönduð lið, stráka og stelpur. „Það myndi ekki hvarfla að neinum að senda strák á TM-mótið. Þegar verið er að tala um jafnrétti þá ætti það að virka í báðar áttir.“ Gekk að öðru leyti vel Björgvin minnir á að Grótta er með sína kvennaflokka, sem voru með lið á TM-mótinu. Honum sé ekki kunnugt um að umrædd stúlka hafi spilað á TM-mótinu. „Ef hún er svona góð, af hverju spilar hún ekki upp fyrir sig í flokkum kvennamegin?“ spyr Björgvin. Aðspurður hvort það ætti ekki að ganga upp að hún spili með jafnöldrum sínum, aðeins tíu ára gömul, frekar en að vera að spila með eldri stelpum segir Björgvin: „Ef við tökum þá ákvörðun að hafa stelpur í liðunum tilkynnum við það. Það stendur á heimasíðu mótsins að þetta er drengjamót og verður það áfram. KSÍ auglýsir það þannig og við gerum það þannig.“ Björgvin segir að mótshald hafi að öðru leyti tekist mjög vel um helgina. „Það gekk allt afskaplega vel,“ segir hann en 108 lið kepptu á mótinu og spilaðir voru yfir 600 leikir. „Ég held að í heildina hafi fólk farið afskaplega sátt frá mótinu.“ Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Framkvæmdastjóri ÍBV segir málið félaginu ekki til sóma. Stjórnarmaður í fimleikadeild Hattar segir holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. 28. júlí 2015 15:49 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum að meina stúlku í Gróttu að spila svokallaðan landsleik um helgina hefur vakið athygli. Stúlkan, sem er svo efnileg að hún fær að æfa og spila með strákunum í Gróttu eins og reglur KSÍ leyfa, var valin sem fulltrúi Gróttu í landsleikinn. Hvert félag velur einn fulltrúa í leikinn sem spilaður er á aðalvelli ÍBV og þykir mikill heiður að vera valinn. Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, vakti athygli á ákvörðun mótsstjórnar fyrr í dag. Hún væri gamaldags að hans mati og því hefði hann ákveðið að vekja athygli á henni. „Þetta var bara ákvörðun sem var tekin af mótsstjórninni og einfaldlega á þeim forsendum að mótið er fyrir stráka þótt við höfum í gegnum árin leyft stelpum frá þeim félögum, sem hafa jafnvel ekki verið með kvennaflokka, að leyfa þeim að vera með,“ segir Björgvin Eyjólfsson í mótsstjórn Orkumótsins. „Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ bætir hann við. „Við erum með annað mót fyrir stelpur,“ segir hann og vísar til TM mótsins.Leiðinlegt fyrir stelpunaBjörgvin segir að auðvitað væri hægt að leyfa stelpum að vera með. Þá þyrfti bara að breyta reglunum. „Þetta er bara stefna sem mótið hefur. Það er fyrir stráka nema í undantekningartilfellum,“ segir Björgvin. Honum finnst þjálfarar Gróttu ekki hafa höndlað málið á réttan hátt. „Þetta var auðvitað leiðinlegt því þeir voru búnir að tilkynna stelpunni að hún myndi spila áður en þeir tilkynntu okkur þetta. Það kom okkur afskaplega á óvart að þeir skyldu vera búnir að því,“ segir Björgvin en stelpan fékk ekki að spila landsleikinn og varð að vonum vonsvikinn. Björgvin hefði kosið að haft hefði verið samband við mótsstjórn áður en stelpunni var tilkynnt um valið. „Þetta er mjög leiðinlegt stelpunnar vegna en þetta er ákvörðun sem var tekin og við hana var staðið. Þannig verður það áfram,“ segir Björgvin. Ekki er á honum að heyra að nein breyting verði í þeim efnum. Aldrei hvarflað að neinum Að sögn Björgvins hefur svona aðstaða aldrei komið upp áður á Orkumótinu, sem áður hét Shellmótið og er löngu orðinn fastur liður hjá strákum og einstaka stelpum í 6. flokki í knattspyrnu. „Það hefur aldrei hvarflað að neinu félagi að velja stelpu í landsliðið,“ segir Björgvin. „Þetta er bara lína sem mótsstjórn hefur fylgt í gegnum árin og kemur til með að gera það áfram“ Ef þeir ætluðu að breyta reglunum þá myndu Eyjamenn við bjóða upp á mót fyrir blönduð lið, stráka og stelpur. „Það myndi ekki hvarfla að neinum að senda strák á TM-mótið. Þegar verið er að tala um jafnrétti þá ætti það að virka í báðar áttir.“ Gekk að öðru leyti vel Björgvin minnir á að Grótta er með sína kvennaflokka, sem voru með lið á TM-mótinu. Honum sé ekki kunnugt um að umrædd stúlka hafi spilað á TM-mótinu. „Ef hún er svona góð, af hverju spilar hún ekki upp fyrir sig í flokkum kvennamegin?“ spyr Björgvin. Aðspurður hvort það ætti ekki að ganga upp að hún spili með jafnöldrum sínum, aðeins tíu ára gömul, frekar en að vera að spila með eldri stelpum segir Björgvin: „Ef við tökum þá ákvörðun að hafa stelpur í liðunum tilkynnum við það. Það stendur á heimasíðu mótsins að þetta er drengjamót og verður það áfram. KSÍ auglýsir það þannig og við gerum það þannig.“ Björgvin segir að mótshald hafi að öðru leyti tekist mjög vel um helgina. „Það gekk allt afskaplega vel,“ segir hann en 108 lið kepptu á mótinu og spilaðir voru yfir 600 leikir. „Ég held að í heildina hafi fólk farið afskaplega sátt frá mótinu.“
Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Framkvæmdastjóri ÍBV segir málið félaginu ekki til sóma. Stjórnarmaður í fimleikadeild Hattar segir holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. 28. júlí 2015 15:49 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53
Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Framkvæmdastjóri ÍBV segir málið félaginu ekki til sóma. Stjórnarmaður í fimleikadeild Hattar segir holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. 28. júlí 2015 15:49