Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2015 15:49 Dóra Björk segir að málið sé félaginu ekki til sóma. Stelpurnar fái jafnflotta bikara og strákarnir að ári. „Við náttúrulega sáum þetta sjálf þegar við tókum við bikurunum. Þetta fór ekki framhjá okkur,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Umfjöllunarefnið er mynd af tveimur bikurum sem vakið hefur mikla athygli í dag í kjölfar birtingar á Facebook. Bikararnir voru veittir á mótum á vegum ÍBV í júní. Annars vegar er um að ræða hefðbundinn lítinn bikar sem lið Hattar í 5. flokki kvenna fékk á TM-mótinu í Eyjum um miðjan júní og hins vegar glæsilegan stóran bikar sem 6. flokkur karla hjá Hetti fékk í sinn hlut á Orkumótinu í Eyjum í lok júní. Sigrún Jóna Hauksdóttir, sem situr í stjórn fimleikadeildar Hattar á Austfjörðum, birti myndina og hefur skapast mikil umræða við þráðinn sem sjá má að neðan. Dóra Björk segir í samtali við Vísi að málið sé félaginu ekki til sóma. „Þetta er mjög dapurlegt en það eru skýringar á þessu,“ segir Dóra. Þannig komi ólíkir hópar að skipulagningu mótanna, meðal annars þeim hluta að panta bikarana. Bikararnir sem veittir voru á Orkumótinu hafi verið fluttir sérstaklega til landsins. „Þetta eru einstakir bikarar sem hafa ekki sést hér á landi áður,“ segir Dóra. Nefnir hún sem dæmi að bikarinn á TM-mótinu sé sambærilegur sem veittir hafi verið á Símamótinu. Þá hafi skipuleggjendur Orkumótsins verið í fararbroddi er varði skipulagningu móta og leitt margt inn sem aðrir hafi tekið upp síðar. „Við munum vera með sambærilega bikara á báðum mótum að ári,“ segir Dóra.Þetta vakti athygli mína í dag. Báðir verðlaunagripirnir eru veittir börnum. Annarsvegar 9-10 ára drengjum og hinsvegar...Posted by Sigrún Jóna Hauksdóttir on Monday, July 27, 2015 Sigrún Jóna er ánægð með þá umræðu sem skapast hefur í dag í kjölfar birtingu myndanna af bikurunum. Málið tengist henni þó ekki persónulega þar sem hún átti börn á hvorugu mótinu. „Mér fannst ótækt annað en að vekja máls á þessu,“ segir Sigrún Jóna. Hún telur þetta vera holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. Hún þekki ágætlega til í þeim efnum enda í stjórn fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Þar eru iðkendur í miklum meirihluta stúlkur. Sigrún Jóna segir langt í frá að þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi óréttlæti á borð við þetta. Hún voni hins vegar að jafnrétti sé að breytast til batnaðar. „Það hefur verið mikil umræða um umfjöllun um kvennaíþróttir í fjölmiðlum. Þetta tengist því svolítið,“ segir Sigrún Jóna. Hún minnir á mikilvægi umræðu í þjóðfélaginu þegar fólk verður vart við óréttlæti á borð við þetta. „Auðvitað verður maður svolítið reiður fyrir hönd þessara barna. Ekki síður drengja en stúlkna því þeir eiga rétt á jafnrétti kynjanna eins og allir.“ Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Við náttúrulega sáum þetta sjálf þegar við tókum við bikurunum. Þetta fór ekki framhjá okkur,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Umfjöllunarefnið er mynd af tveimur bikurum sem vakið hefur mikla athygli í dag í kjölfar birtingar á Facebook. Bikararnir voru veittir á mótum á vegum ÍBV í júní. Annars vegar er um að ræða hefðbundinn lítinn bikar sem lið Hattar í 5. flokki kvenna fékk á TM-mótinu í Eyjum um miðjan júní og hins vegar glæsilegan stóran bikar sem 6. flokkur karla hjá Hetti fékk í sinn hlut á Orkumótinu í Eyjum í lok júní. Sigrún Jóna Hauksdóttir, sem situr í stjórn fimleikadeildar Hattar á Austfjörðum, birti myndina og hefur skapast mikil umræða við þráðinn sem sjá má að neðan. Dóra Björk segir í samtali við Vísi að málið sé félaginu ekki til sóma. „Þetta er mjög dapurlegt en það eru skýringar á þessu,“ segir Dóra. Þannig komi ólíkir hópar að skipulagningu mótanna, meðal annars þeim hluta að panta bikarana. Bikararnir sem veittir voru á Orkumótinu hafi verið fluttir sérstaklega til landsins. „Þetta eru einstakir bikarar sem hafa ekki sést hér á landi áður,“ segir Dóra. Nefnir hún sem dæmi að bikarinn á TM-mótinu sé sambærilegur sem veittir hafi verið á Símamótinu. Þá hafi skipuleggjendur Orkumótsins verið í fararbroddi er varði skipulagningu móta og leitt margt inn sem aðrir hafi tekið upp síðar. „Við munum vera með sambærilega bikara á báðum mótum að ári,“ segir Dóra.Þetta vakti athygli mína í dag. Báðir verðlaunagripirnir eru veittir börnum. Annarsvegar 9-10 ára drengjum og hinsvegar...Posted by Sigrún Jóna Hauksdóttir on Monday, July 27, 2015 Sigrún Jóna er ánægð með þá umræðu sem skapast hefur í dag í kjölfar birtingu myndanna af bikurunum. Málið tengist henni þó ekki persónulega þar sem hún átti börn á hvorugu mótinu. „Mér fannst ótækt annað en að vekja máls á þessu,“ segir Sigrún Jóna. Hún telur þetta vera holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. Hún þekki ágætlega til í þeim efnum enda í stjórn fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Þar eru iðkendur í miklum meirihluta stúlkur. Sigrún Jóna segir langt í frá að þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi óréttlæti á borð við þetta. Hún voni hins vegar að jafnrétti sé að breytast til batnaðar. „Það hefur verið mikil umræða um umfjöllun um kvennaíþróttir í fjölmiðlum. Þetta tengist því svolítið,“ segir Sigrún Jóna. Hún minnir á mikilvægi umræðu í þjóðfélaginu þegar fólk verður vart við óréttlæti á borð við þetta. „Auðvitað verður maður svolítið reiður fyrir hönd þessara barna. Ekki síður drengja en stúlkna því þeir eiga rétt á jafnrétti kynjanna eins og allir.“
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira