Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. janúar 2016 20:45 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. Tökulið frá bandaríska leikstjóranum Michael Moore var inni í fangelsinu að mynda án vitneskju og samþykkis fanga sem þar eru í afplánun. Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu. Þremenningarnir leituðu til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir störfum Páls Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í bréfi umboðsmanns, sem dagsett er á gamlársdag, kemur fram að kvörtunin lúti að fjórum atriðum. Í fyrsta lagi tilsvörum Páls í fjölmiðlum um beiðnir frá föngum á Kvíabryggju um að neyta áfengra drykkja með mat og að tiltekið almannatengslafyrirtæki fanganna hafi haft samband við hann vegna málsins en fram hefur komið í fréttum að einhverjir fangar á Kvíabryggju hafi óskað eftir því að neyta rauðvíns með mat. Í öðru lagi að tökulið bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore hafi fengið aðgang að Kvíabryggju til að mynda þar og ræða við aðra fanga um Magnús, Ólaf og Sigurð í andstöðu við reglugerð um fullnustu refsinga. Í þriðja lagi beinist kvörtunin að ummælum Páls í föstudagsviðtalinu í Fréttablaðinu þar sem þremenningarnir telja að Páll hafi gefið í skyn beinar og óbeinar mútur honum til handa og vísað til þeirra sem sæta fangelsisrefsingu „tengt hruninu.“ Í fjórða lagi vísa þremenningarnir í upplýsingagjöf Páls í fjölmiðlum í tengslum við reiðnámskeið á Kvíabryggju sem var fellt niður. Gísli Guðni Hall hefur gætt hagsmuna Kaupþingsmanna í þessu tiltekna máli en hann segir að hægt sé að færa rök fyrir því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi ekki fylgt lögum með framgöngu sinni í fjölmiðlum. „Það gefur augaleið að þeir sem kvörtuðu hefðu ekki gert það nema þeir teldu að svo hefði verið. Ég verð að segja að mér hefur blöskrað hvernig hann hefur talað í fjölmiðlum. Án þess að hafa þurft að gera það,“ segir Gísli. Hann segir aðalatriði málsins að umboðsmaður sjái ástæðu til að kalla eftir sérstökum skýringum frá Páli.Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.gvaÍ bréfi umboðsmanns Alþingis segir að í kvörtun komi fram að tökulið Michael Moore hafi rætt við aðra fanga um þá Ólaf, Sigurð og Magnús og kallar hann eftir skýringum á þessu. Í reglugerð um fullnustu refsinga segir m.a. í 16. gr.: „Ekki er heimilt að nafngreina eða fjalla um persónuleg málefni annarra fanga í viðtali en þess sem viðtalið er við. Ekki er heimilt að mynda aðra fanga en viðtalið er við nema með þeirra samþykki.“ Gísli segir að tökumenn Michael Moore hafi bara mætt á Kvíabryggju án þess að fangarnir hafi verið látnir vita. „Myndatökuliðið birtist þarna án þeirra vitneskju og án þeirra samþykkis. Ég fæ ekki séð hvernig það samræmist reglugerðinni sem um þetta gildir.“ Myndatökumennirnir munu hafa myndað inni í fangelsinu í sameiginlegu rými fanga og þá ræddu þeir við aðra afplánunarfanga um Kaupþingsmenn, ef marka má kvörtun þeirra til umboðsmanns, eins og áður segir. Ekki náðist í Pál Winkel vegna fréttarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá honum fyrir 1. febrúar. Sjá má bréf umboðsmanns hér neðar í viðhengi við þessa frétt. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. Tökulið frá bandaríska leikstjóranum Michael Moore var inni í fangelsinu að mynda án vitneskju og samþykkis fanga sem þar eru í afplánun. Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu. Þremenningarnir leituðu til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir störfum Páls Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í bréfi umboðsmanns, sem dagsett er á gamlársdag, kemur fram að kvörtunin lúti að fjórum atriðum. Í fyrsta lagi tilsvörum Páls í fjölmiðlum um beiðnir frá föngum á Kvíabryggju um að neyta áfengra drykkja með mat og að tiltekið almannatengslafyrirtæki fanganna hafi haft samband við hann vegna málsins en fram hefur komið í fréttum að einhverjir fangar á Kvíabryggju hafi óskað eftir því að neyta rauðvíns með mat. Í öðru lagi að tökulið bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore hafi fengið aðgang að Kvíabryggju til að mynda þar og ræða við aðra fanga um Magnús, Ólaf og Sigurð í andstöðu við reglugerð um fullnustu refsinga. Í þriðja lagi beinist kvörtunin að ummælum Páls í föstudagsviðtalinu í Fréttablaðinu þar sem þremenningarnir telja að Páll hafi gefið í skyn beinar og óbeinar mútur honum til handa og vísað til þeirra sem sæta fangelsisrefsingu „tengt hruninu.“ Í fjórða lagi vísa þremenningarnir í upplýsingagjöf Páls í fjölmiðlum í tengslum við reiðnámskeið á Kvíabryggju sem var fellt niður. Gísli Guðni Hall hefur gætt hagsmuna Kaupþingsmanna í þessu tiltekna máli en hann segir að hægt sé að færa rök fyrir því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi ekki fylgt lögum með framgöngu sinni í fjölmiðlum. „Það gefur augaleið að þeir sem kvörtuðu hefðu ekki gert það nema þeir teldu að svo hefði verið. Ég verð að segja að mér hefur blöskrað hvernig hann hefur talað í fjölmiðlum. Án þess að hafa þurft að gera það,“ segir Gísli. Hann segir aðalatriði málsins að umboðsmaður sjái ástæðu til að kalla eftir sérstökum skýringum frá Páli.Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.gvaÍ bréfi umboðsmanns Alþingis segir að í kvörtun komi fram að tökulið Michael Moore hafi rætt við aðra fanga um þá Ólaf, Sigurð og Magnús og kallar hann eftir skýringum á þessu. Í reglugerð um fullnustu refsinga segir m.a. í 16. gr.: „Ekki er heimilt að nafngreina eða fjalla um persónuleg málefni annarra fanga í viðtali en þess sem viðtalið er við. Ekki er heimilt að mynda aðra fanga en viðtalið er við nema með þeirra samþykki.“ Gísli segir að tökumenn Michael Moore hafi bara mætt á Kvíabryggju án þess að fangarnir hafi verið látnir vita. „Myndatökuliðið birtist þarna án þeirra vitneskju og án þeirra samþykkis. Ég fæ ekki séð hvernig það samræmist reglugerðinni sem um þetta gildir.“ Myndatökumennirnir munu hafa myndað inni í fangelsinu í sameiginlegu rými fanga og þá ræddu þeir við aðra afplánunarfanga um Kaupþingsmenn, ef marka má kvörtun þeirra til umboðsmanns, eins og áður segir. Ekki náðist í Pál Winkel vegna fréttarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá honum fyrir 1. febrúar. Sjá má bréf umboðsmanns hér neðar í viðhengi við þessa frétt.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira