Facebook þakkar Solberg fyrir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. september 2016 22:04 Bréfið til Solberg var birt opinberlega í dag þar sem Facebook segist ætla að gera betur. vísir/afp Stjórnendur Facebook hafa þakkað Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, fyrir birtingu á sögulegri ljósmynd frá Víetnamsstríðinu. Fyrirtækið fjarlægði myndina á dögunum og leiddi sú ákvörðun til mikillar ólgu í Noregi og víðar. Um er að ræða ljósmynd af nokkrum börnum og hermönnum flýja undan napalm-sprengjuárás á sjöunda áratug síðustu aldar. Eitt barnanna er nakið á myndinni.Sjá einnig:Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs „Ég skrifa þér persónulega til þess að þakka fyrir að hafa vakið athygli á þessu mikilvæga málefni með birtingu ljósmyndar af Phan Thi Kim Phúc – og til þess að láta þig vita hversu alvarlega við tökum þessi mál,“ skrifar Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri hjá Facebook, í bréfinu til forsætisráðherrans. Bréfið var birt opinberlega á TV2 í dag.Segjast ætla að gera betur Ákvörðun Facebook var afar umdeild og vakti athygli víða, sem varð til þess að fyrirtækið dró ákvörðun sína til baka. Fyrst um sinn sagði talsmaður Facebook að ekki væri hægt að fara á skjön við reglurnar með því að birta eina mynd af nöktu barni á sama tíma og aðrar myndir væru bannaðar. Eftir mikla ólgu sögðu stjórnendur myndina hafa sögulegt gildi og drógu ákvörðun sína því til baka. Sandberg segir í tölvupóstinum að reglur Facebook séu til þess fallnar að tryggja öryggi netverja. Hins vegar hafi gildi umræddrar ljósmyndar vegið þyngra en reglur kveði á um. Sumar ákvarðanir séu erfiðari en aðrar en að framvegis muni fyrirtækið reyna að gera betur. Erna Solberg hafði óskað eftir að fá að hitta Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, þegar hún fer á fund Sameinuðu þjóðanna í New York. Sandberg segir Mark ekki geta orðið við þeirri beiðni, þar sem hann verði ekki staddur í borginni á þeim tíma. Hins vegar geti stjórnendur Facebook fundað með henni, eða starfsfólki hennar, í Noregi á föstudag. Tengdar fréttir Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Erna Solberg setti inn mynd á Facebook sem Facebook þótti ekki vera við hæfi. 9. september 2016 14:11 Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni "Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum,“ segir lögreglustjórinn í East Liverpool. 11. september 2016 23:48 Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Stjórnendur Facebook hafa þakkað Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, fyrir birtingu á sögulegri ljósmynd frá Víetnamsstríðinu. Fyrirtækið fjarlægði myndina á dögunum og leiddi sú ákvörðun til mikillar ólgu í Noregi og víðar. Um er að ræða ljósmynd af nokkrum börnum og hermönnum flýja undan napalm-sprengjuárás á sjöunda áratug síðustu aldar. Eitt barnanna er nakið á myndinni.Sjá einnig:Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs „Ég skrifa þér persónulega til þess að þakka fyrir að hafa vakið athygli á þessu mikilvæga málefni með birtingu ljósmyndar af Phan Thi Kim Phúc – og til þess að láta þig vita hversu alvarlega við tökum þessi mál,“ skrifar Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri hjá Facebook, í bréfinu til forsætisráðherrans. Bréfið var birt opinberlega á TV2 í dag.Segjast ætla að gera betur Ákvörðun Facebook var afar umdeild og vakti athygli víða, sem varð til þess að fyrirtækið dró ákvörðun sína til baka. Fyrst um sinn sagði talsmaður Facebook að ekki væri hægt að fara á skjön við reglurnar með því að birta eina mynd af nöktu barni á sama tíma og aðrar myndir væru bannaðar. Eftir mikla ólgu sögðu stjórnendur myndina hafa sögulegt gildi og drógu ákvörðun sína því til baka. Sandberg segir í tölvupóstinum að reglur Facebook séu til þess fallnar að tryggja öryggi netverja. Hins vegar hafi gildi umræddrar ljósmyndar vegið þyngra en reglur kveði á um. Sumar ákvarðanir séu erfiðari en aðrar en að framvegis muni fyrirtækið reyna að gera betur. Erna Solberg hafði óskað eftir að fá að hitta Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, þegar hún fer á fund Sameinuðu þjóðanna í New York. Sandberg segir Mark ekki geta orðið við þeirri beiðni, þar sem hann verði ekki staddur í borginni á þeim tíma. Hins vegar geti stjórnendur Facebook fundað með henni, eða starfsfólki hennar, í Noregi á föstudag.
Tengdar fréttir Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Erna Solberg setti inn mynd á Facebook sem Facebook þótti ekki vera við hæfi. 9. september 2016 14:11 Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni "Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum,“ segir lögreglustjórinn í East Liverpool. 11. september 2016 23:48 Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Erna Solberg setti inn mynd á Facebook sem Facebook þótti ekki vera við hæfi. 9. september 2016 14:11
Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni "Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum,“ segir lögreglustjórinn í East Liverpool. 11. september 2016 23:48
Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45