Santos um markvörslu Hannesar: Nani veit ekki enn hvernig hann varði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 21:31 Santos á blaðamannafundi. vísir/getty Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að hans menn geti sjálfum sér um kennt fyrir að vinna ekki Ísland í kvöld. „Ísland kom okkur ekki á óvart en við vorum í vandræðum fyrstu tíu mínúturnar. Sérstaklega í markspyrnum þeirra og við áttum í vandræðum með að stjórna leiknum,“ sagði Santos á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir eru hættulegir í löngum spyrnum og eiga framherja [Kolbein] sem reynir að skalla boltann. Leikmenn berjast svo um seinni boltann. En þegar við stöðvuðum þetta þá náðum við að stjórna leiknum.“ „Við þurftum að vera grimmari í að sækja á milli línanna. Við spiluðum stundum vel og stundum ekki. Það var okkur að kenna að vera ekki í betri stöðu eftir fyrri hálfleikinn.“ Santos lagði áherslu á við sína menn í hálfleik að vera grimmari í sínum aðgerðum en Birkir kom þeim svo í opna skjöldu með marki sínu. „Við hefðum getað varist fyrirgjöfinni betur. En við náðum að berjast til baka. Við fengum færi og góð færi þar að auki. Það er okkur að kenna að við skoruðum ekki.“ „Við hefðum átt að vera rólegri síðustu tíu mínúturnar. Við vorum fullákafir. Við reyndum að skora því við vildum vinna. Vonbrigðin eru mikil en markmið okkar er enn það sama. Næsti leikur er á laugardaginn og hann viljum við vinna.“ Portúgal mætir þá Austurríki í afar þýðingamiklum leik enda tapaði Austurríki fyrir Ungverjalandi í dag. „Þetta verður leikur sem mun hafa mikil áhrif. Það bjuggust allir við sigrum Portúgals og Austurríkis í dag. En það er ekki það sem gerðist og ég var búinn að segja að þetta væri flókinn riðill.“ Hannes átti frábæra markvörslu frá Nani snemma í leiknum sem Hannes Þór Halldórsson varði. „Nani veit ekki enn hvernig markvörður Íslands fór að því að verja frá honum.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að hans menn geti sjálfum sér um kennt fyrir að vinna ekki Ísland í kvöld. „Ísland kom okkur ekki á óvart en við vorum í vandræðum fyrstu tíu mínúturnar. Sérstaklega í markspyrnum þeirra og við áttum í vandræðum með að stjórna leiknum,“ sagði Santos á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir eru hættulegir í löngum spyrnum og eiga framherja [Kolbein] sem reynir að skalla boltann. Leikmenn berjast svo um seinni boltann. En þegar við stöðvuðum þetta þá náðum við að stjórna leiknum.“ „Við þurftum að vera grimmari í að sækja á milli línanna. Við spiluðum stundum vel og stundum ekki. Það var okkur að kenna að vera ekki í betri stöðu eftir fyrri hálfleikinn.“ Santos lagði áherslu á við sína menn í hálfleik að vera grimmari í sínum aðgerðum en Birkir kom þeim svo í opna skjöldu með marki sínu. „Við hefðum getað varist fyrirgjöfinni betur. En við náðum að berjast til baka. Við fengum færi og góð færi þar að auki. Það er okkur að kenna að við skoruðum ekki.“ „Við hefðum átt að vera rólegri síðustu tíu mínúturnar. Við vorum fullákafir. Við reyndum að skora því við vildum vinna. Vonbrigðin eru mikil en markmið okkar er enn það sama. Næsti leikur er á laugardaginn og hann viljum við vinna.“ Portúgal mætir þá Austurríki í afar þýðingamiklum leik enda tapaði Austurríki fyrir Ungverjalandi í dag. „Þetta verður leikur sem mun hafa mikil áhrif. Það bjuggust allir við sigrum Portúgals og Austurríkis í dag. En það er ekki það sem gerðist og ég var búinn að segja að þetta væri flókinn riðill.“ Hannes átti frábæra markvörslu frá Nani snemma í leiknum sem Hannes Þór Halldórsson varði. „Nani veit ekki enn hvernig markvörður Íslands fór að því að verja frá honum.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30