Santos um markvörslu Hannesar: Nani veit ekki enn hvernig hann varði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 21:31 Santos á blaðamannafundi. vísir/getty Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að hans menn geti sjálfum sér um kennt fyrir að vinna ekki Ísland í kvöld. „Ísland kom okkur ekki á óvart en við vorum í vandræðum fyrstu tíu mínúturnar. Sérstaklega í markspyrnum þeirra og við áttum í vandræðum með að stjórna leiknum,“ sagði Santos á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir eru hættulegir í löngum spyrnum og eiga framherja [Kolbein] sem reynir að skalla boltann. Leikmenn berjast svo um seinni boltann. En þegar við stöðvuðum þetta þá náðum við að stjórna leiknum.“ „Við þurftum að vera grimmari í að sækja á milli línanna. Við spiluðum stundum vel og stundum ekki. Það var okkur að kenna að vera ekki í betri stöðu eftir fyrri hálfleikinn.“ Santos lagði áherslu á við sína menn í hálfleik að vera grimmari í sínum aðgerðum en Birkir kom þeim svo í opna skjöldu með marki sínu. „Við hefðum getað varist fyrirgjöfinni betur. En við náðum að berjast til baka. Við fengum færi og góð færi þar að auki. Það er okkur að kenna að við skoruðum ekki.“ „Við hefðum átt að vera rólegri síðustu tíu mínúturnar. Við vorum fullákafir. Við reyndum að skora því við vildum vinna. Vonbrigðin eru mikil en markmið okkar er enn það sama. Næsti leikur er á laugardaginn og hann viljum við vinna.“ Portúgal mætir þá Austurríki í afar þýðingamiklum leik enda tapaði Austurríki fyrir Ungverjalandi í dag. „Þetta verður leikur sem mun hafa mikil áhrif. Það bjuggust allir við sigrum Portúgals og Austurríkis í dag. En það er ekki það sem gerðist og ég var búinn að segja að þetta væri flókinn riðill.“ Hannes átti frábæra markvörslu frá Nani snemma í leiknum sem Hannes Þór Halldórsson varði. „Nani veit ekki enn hvernig markvörður Íslands fór að því að verja frá honum.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Formúla 1 Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að hans menn geti sjálfum sér um kennt fyrir að vinna ekki Ísland í kvöld. „Ísland kom okkur ekki á óvart en við vorum í vandræðum fyrstu tíu mínúturnar. Sérstaklega í markspyrnum þeirra og við áttum í vandræðum með að stjórna leiknum,“ sagði Santos á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir eru hættulegir í löngum spyrnum og eiga framherja [Kolbein] sem reynir að skalla boltann. Leikmenn berjast svo um seinni boltann. En þegar við stöðvuðum þetta þá náðum við að stjórna leiknum.“ „Við þurftum að vera grimmari í að sækja á milli línanna. Við spiluðum stundum vel og stundum ekki. Það var okkur að kenna að vera ekki í betri stöðu eftir fyrri hálfleikinn.“ Santos lagði áherslu á við sína menn í hálfleik að vera grimmari í sínum aðgerðum en Birkir kom þeim svo í opna skjöldu með marki sínu. „Við hefðum getað varist fyrirgjöfinni betur. En við náðum að berjast til baka. Við fengum færi og góð færi þar að auki. Það er okkur að kenna að við skoruðum ekki.“ „Við hefðum átt að vera rólegri síðustu tíu mínúturnar. Við vorum fullákafir. Við reyndum að skora því við vildum vinna. Vonbrigðin eru mikil en markmið okkar er enn það sama. Næsti leikur er á laugardaginn og hann viljum við vinna.“ Portúgal mætir þá Austurríki í afar þýðingamiklum leik enda tapaði Austurríki fyrir Ungverjalandi í dag. „Þetta verður leikur sem mun hafa mikil áhrif. Það bjuggust allir við sigrum Portúgals og Austurríkis í dag. En það er ekki það sem gerðist og ég var búinn að segja að þetta væri flókinn riðill.“ Hannes átti frábæra markvörslu frá Nani snemma í leiknum sem Hannes Þór Halldórsson varði. „Nani veit ekki enn hvernig markvörður Íslands fór að því að verja frá honum.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Formúla 1 Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30