Enski boltinn

PSG vill Coutinho í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Coutinho hlær á æfingarsvæði Liverpool.
Coutinho hlær á æfingarsvæði Liverpool. vísir/getty
Paris Saint Germain er að undirbúa 40 milljónir punda tilboð í Philippe Coutinho, stjörnu Liverpool, í janúar-glugganum, en PSG hefur haft áhuga lengi á kappanum.

Franski klúbburinn reyndi að klófesta Coutinho fyrir 22 milljónir punda síðasta sumar, en það tókst ekki. Nú eru þeir taldir reiðubúnir til að tvöfalda upphæðina fyrir Brasilíumanninn.

PSG eru sagðir áhugasamar ásamt Barcelona og Bayern Munchen, en ólíklegt þykir að Liverpool selji einn sinn besta leikmann, ef ekki þann besta, í janúar.

Coutinho kom til Liverpool frá Inter fyrir 8.5 milljónir punda fyrir fjórum árum síðan, en meiri líkur eru á því að Coutinho rói á önnur mið næsta sumar.

Heimildir herma að Coutinho hafi rætt við vin sinn í brasilíska landsliðinu, Neymar, og hann hafi sagt að Barcelona vilji klófesta Coutinho. Þeir hafi hins vegar viljað bíða fram til næsta sumars að kaupa hann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.