Forseti Filippseyja hótar enn að láta myrða fólk heimir már pétursson skrifar 14. desember 2016 20:15 Vísir/Epa Forseti Filipseyja hefur viðurkennt að hafa persónulega tekið fjölda manns af lífi til að sýna lögreglumönnum gott fordæmi. Um fimm þúsund manns hafa verið myrt á eyjunum frá því hann tók við embætti forseta í júlímánuði. Þegar hinn 77 ára Rodrigo Duterte fyrrverandi borgarstjóri til tuttugu ára í borginni Davao var kjörinn forseti Filipseyja í júlí, hvatti hann til þess að fíkniefnaneytendur og salar yrðu drepnir og lofaði að veita hverjum þeim sem myrtu þá orðu. Um fimm þúsund manns hafa nú fallið í þessu stríði án dóms og laga á Filipseyjum. Lögreglan segir að um tvö þúsund hafi fallið í átökum við hana en verið sé að rannsaka önnur þrjúþúsund dráp. Forsetinn viðurkenndi á fundi með leiðtogum atvinnulífsins í forsetahöllinni í Manila í gær að hann hafi persónulega myrt fólk í borgarstjóratíð sinni. „Í Davao var ég vanur að gera þetta sjálfur. Bara til að sýna strákunum í lögreglunni að ef ég gæti gert þetta, hvers vegna ekki þeir? Ég fór um Davao á stóru mótorhjóli og leitaði beinlínis að vandamálum. Ég leitaði beinlínis eftir að mæta ögrunum svo ég gæti drepið,“ sagði Duterte í ræðu á fundi með viðskiptamönnunum.Duterte gefur ekkert fyrir alþjóðlega gagnrýni Forsetinn sagðist ekkert gefa fyrir alþjóðlega gangrýni eins og frá Barack Obama forseta Bandaríkjanna. Mönnum væri velkomið að reyna að handtaka hann eða taka af lífi. Stefna forsetans hefur leitt til þess að bæði lögreglumenn og ribbaldar fara um borgir Filipseyja og skjóta fólk án dóms og laga eins og sést á myndum í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Tugir karla og kvenna eru drepin á hverjum degi í landinu og daglegt brauð að sjá lik liggja á götum borganna. Naida Dryon er ein fjölmargra mæðra í Manila sem misst hefur son sinn í þessum aðgerðum. „Ég veit að það er rangt að nota fíkniefni og þau gera börnunum ekkert gott. En þeir ættu að gefa börnunum tækifæri, bveita þeim atvinnu og leyfa þeim að mennta sig. Ég finn til með syni mínum. Hann var aðeins 19 ára gamall og hafði ekki einu sinni stofnað til fjölskyldu ennþá,“ sagði Naida grátklökk við líkkistu sonar síns. Duterte hefur ekki látið mótmæli gegn aðgerðum hans hafa áhrif á sig, en þær hafa aðallega bitnað á fátækum og ungu fólki. „Ef þið eyðileggið land mitt mun ég drepa ykkur. Ekki velkjast í neinum vafa um það. Ef þið eyðileggið uppvaxandi kynslóðir Filipseyinga mun ég drepa ykkur. Svo einfalt er það,“ segir Duterte. Wilnor Papa talsmaður Amnesty International á Filipseyjum segir ástandið í landinu skelfilegt og ekki sé hægt að búa við þann hrylling að tugir manna séu myrtir án dóms og laga á hverjum degi. „Þetta er raunar ákaflega hættulegt ástand. Þetta segir heimsbyggðinni að réttur til eðlilegrar málsmeðferðar, rétturinn til að njóta friðhelgi laganna, er ekki virtur í þessu landi og það er mikið áhyggjuefni. Þetta ætti ekki eingöngu að valda okkur sem mótmæla hugarangri, þetta ætti að valda ríkisstjórn landsins miklum áhyggjum,“ segir talsmaður Amnesty International í Manila. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Forseti Filipseyja hefur viðurkennt að hafa persónulega tekið fjölda manns af lífi til að sýna lögreglumönnum gott fordæmi. Um fimm þúsund manns hafa verið myrt á eyjunum frá því hann tók við embætti forseta í júlímánuði. Þegar hinn 77 ára Rodrigo Duterte fyrrverandi borgarstjóri til tuttugu ára í borginni Davao var kjörinn forseti Filipseyja í júlí, hvatti hann til þess að fíkniefnaneytendur og salar yrðu drepnir og lofaði að veita hverjum þeim sem myrtu þá orðu. Um fimm þúsund manns hafa nú fallið í þessu stríði án dóms og laga á Filipseyjum. Lögreglan segir að um tvö þúsund hafi fallið í átökum við hana en verið sé að rannsaka önnur þrjúþúsund dráp. Forsetinn viðurkenndi á fundi með leiðtogum atvinnulífsins í forsetahöllinni í Manila í gær að hann hafi persónulega myrt fólk í borgarstjóratíð sinni. „Í Davao var ég vanur að gera þetta sjálfur. Bara til að sýna strákunum í lögreglunni að ef ég gæti gert þetta, hvers vegna ekki þeir? Ég fór um Davao á stóru mótorhjóli og leitaði beinlínis að vandamálum. Ég leitaði beinlínis eftir að mæta ögrunum svo ég gæti drepið,“ sagði Duterte í ræðu á fundi með viðskiptamönnunum.Duterte gefur ekkert fyrir alþjóðlega gagnrýni Forsetinn sagðist ekkert gefa fyrir alþjóðlega gangrýni eins og frá Barack Obama forseta Bandaríkjanna. Mönnum væri velkomið að reyna að handtaka hann eða taka af lífi. Stefna forsetans hefur leitt til þess að bæði lögreglumenn og ribbaldar fara um borgir Filipseyja og skjóta fólk án dóms og laga eins og sést á myndum í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Tugir karla og kvenna eru drepin á hverjum degi í landinu og daglegt brauð að sjá lik liggja á götum borganna. Naida Dryon er ein fjölmargra mæðra í Manila sem misst hefur son sinn í þessum aðgerðum. „Ég veit að það er rangt að nota fíkniefni og þau gera börnunum ekkert gott. En þeir ættu að gefa börnunum tækifæri, bveita þeim atvinnu og leyfa þeim að mennta sig. Ég finn til með syni mínum. Hann var aðeins 19 ára gamall og hafði ekki einu sinni stofnað til fjölskyldu ennþá,“ sagði Naida grátklökk við líkkistu sonar síns. Duterte hefur ekki látið mótmæli gegn aðgerðum hans hafa áhrif á sig, en þær hafa aðallega bitnað á fátækum og ungu fólki. „Ef þið eyðileggið land mitt mun ég drepa ykkur. Ekki velkjast í neinum vafa um það. Ef þið eyðileggið uppvaxandi kynslóðir Filipseyinga mun ég drepa ykkur. Svo einfalt er það,“ segir Duterte. Wilnor Papa talsmaður Amnesty International á Filipseyjum segir ástandið í landinu skelfilegt og ekki sé hægt að búa við þann hrylling að tugir manna séu myrtir án dóms og laga á hverjum degi. „Þetta er raunar ákaflega hættulegt ástand. Þetta segir heimsbyggðinni að réttur til eðlilegrar málsmeðferðar, rétturinn til að njóta friðhelgi laganna, er ekki virtur í þessu landi og það er mikið áhyggjuefni. Þetta ætti ekki eingöngu að valda okkur sem mótmæla hugarangri, þetta ætti að valda ríkisstjórn landsins miklum áhyggjum,“ segir talsmaður Amnesty International í Manila.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira