Forseti Filippseyja hótar enn að láta myrða fólk heimir már pétursson skrifar 14. desember 2016 20:15 Vísir/Epa Forseti Filipseyja hefur viðurkennt að hafa persónulega tekið fjölda manns af lífi til að sýna lögreglumönnum gott fordæmi. Um fimm þúsund manns hafa verið myrt á eyjunum frá því hann tók við embætti forseta í júlímánuði. Þegar hinn 77 ára Rodrigo Duterte fyrrverandi borgarstjóri til tuttugu ára í borginni Davao var kjörinn forseti Filipseyja í júlí, hvatti hann til þess að fíkniefnaneytendur og salar yrðu drepnir og lofaði að veita hverjum þeim sem myrtu þá orðu. Um fimm þúsund manns hafa nú fallið í þessu stríði án dóms og laga á Filipseyjum. Lögreglan segir að um tvö þúsund hafi fallið í átökum við hana en verið sé að rannsaka önnur þrjúþúsund dráp. Forsetinn viðurkenndi á fundi með leiðtogum atvinnulífsins í forsetahöllinni í Manila í gær að hann hafi persónulega myrt fólk í borgarstjóratíð sinni. „Í Davao var ég vanur að gera þetta sjálfur. Bara til að sýna strákunum í lögreglunni að ef ég gæti gert þetta, hvers vegna ekki þeir? Ég fór um Davao á stóru mótorhjóli og leitaði beinlínis að vandamálum. Ég leitaði beinlínis eftir að mæta ögrunum svo ég gæti drepið,“ sagði Duterte í ræðu á fundi með viðskiptamönnunum.Duterte gefur ekkert fyrir alþjóðlega gagnrýni Forsetinn sagðist ekkert gefa fyrir alþjóðlega gangrýni eins og frá Barack Obama forseta Bandaríkjanna. Mönnum væri velkomið að reyna að handtaka hann eða taka af lífi. Stefna forsetans hefur leitt til þess að bæði lögreglumenn og ribbaldar fara um borgir Filipseyja og skjóta fólk án dóms og laga eins og sést á myndum í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Tugir karla og kvenna eru drepin á hverjum degi í landinu og daglegt brauð að sjá lik liggja á götum borganna. Naida Dryon er ein fjölmargra mæðra í Manila sem misst hefur son sinn í þessum aðgerðum. „Ég veit að það er rangt að nota fíkniefni og þau gera börnunum ekkert gott. En þeir ættu að gefa börnunum tækifæri, bveita þeim atvinnu og leyfa þeim að mennta sig. Ég finn til með syni mínum. Hann var aðeins 19 ára gamall og hafði ekki einu sinni stofnað til fjölskyldu ennþá,“ sagði Naida grátklökk við líkkistu sonar síns. Duterte hefur ekki látið mótmæli gegn aðgerðum hans hafa áhrif á sig, en þær hafa aðallega bitnað á fátækum og ungu fólki. „Ef þið eyðileggið land mitt mun ég drepa ykkur. Ekki velkjast í neinum vafa um það. Ef þið eyðileggið uppvaxandi kynslóðir Filipseyinga mun ég drepa ykkur. Svo einfalt er það,“ segir Duterte. Wilnor Papa talsmaður Amnesty International á Filipseyjum segir ástandið í landinu skelfilegt og ekki sé hægt að búa við þann hrylling að tugir manna séu myrtir án dóms og laga á hverjum degi. „Þetta er raunar ákaflega hættulegt ástand. Þetta segir heimsbyggðinni að réttur til eðlilegrar málsmeðferðar, rétturinn til að njóta friðhelgi laganna, er ekki virtur í þessu landi og það er mikið áhyggjuefni. Þetta ætti ekki eingöngu að valda okkur sem mótmæla hugarangri, þetta ætti að valda ríkisstjórn landsins miklum áhyggjum,“ segir talsmaður Amnesty International í Manila. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Forseti Filipseyja hefur viðurkennt að hafa persónulega tekið fjölda manns af lífi til að sýna lögreglumönnum gott fordæmi. Um fimm þúsund manns hafa verið myrt á eyjunum frá því hann tók við embætti forseta í júlímánuði. Þegar hinn 77 ára Rodrigo Duterte fyrrverandi borgarstjóri til tuttugu ára í borginni Davao var kjörinn forseti Filipseyja í júlí, hvatti hann til þess að fíkniefnaneytendur og salar yrðu drepnir og lofaði að veita hverjum þeim sem myrtu þá orðu. Um fimm þúsund manns hafa nú fallið í þessu stríði án dóms og laga á Filipseyjum. Lögreglan segir að um tvö þúsund hafi fallið í átökum við hana en verið sé að rannsaka önnur þrjúþúsund dráp. Forsetinn viðurkenndi á fundi með leiðtogum atvinnulífsins í forsetahöllinni í Manila í gær að hann hafi persónulega myrt fólk í borgarstjóratíð sinni. „Í Davao var ég vanur að gera þetta sjálfur. Bara til að sýna strákunum í lögreglunni að ef ég gæti gert þetta, hvers vegna ekki þeir? Ég fór um Davao á stóru mótorhjóli og leitaði beinlínis að vandamálum. Ég leitaði beinlínis eftir að mæta ögrunum svo ég gæti drepið,“ sagði Duterte í ræðu á fundi með viðskiptamönnunum.Duterte gefur ekkert fyrir alþjóðlega gagnrýni Forsetinn sagðist ekkert gefa fyrir alþjóðlega gangrýni eins og frá Barack Obama forseta Bandaríkjanna. Mönnum væri velkomið að reyna að handtaka hann eða taka af lífi. Stefna forsetans hefur leitt til þess að bæði lögreglumenn og ribbaldar fara um borgir Filipseyja og skjóta fólk án dóms og laga eins og sést á myndum í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Tugir karla og kvenna eru drepin á hverjum degi í landinu og daglegt brauð að sjá lik liggja á götum borganna. Naida Dryon er ein fjölmargra mæðra í Manila sem misst hefur son sinn í þessum aðgerðum. „Ég veit að það er rangt að nota fíkniefni og þau gera börnunum ekkert gott. En þeir ættu að gefa börnunum tækifæri, bveita þeim atvinnu og leyfa þeim að mennta sig. Ég finn til með syni mínum. Hann var aðeins 19 ára gamall og hafði ekki einu sinni stofnað til fjölskyldu ennþá,“ sagði Naida grátklökk við líkkistu sonar síns. Duterte hefur ekki látið mótmæli gegn aðgerðum hans hafa áhrif á sig, en þær hafa aðallega bitnað á fátækum og ungu fólki. „Ef þið eyðileggið land mitt mun ég drepa ykkur. Ekki velkjast í neinum vafa um það. Ef þið eyðileggið uppvaxandi kynslóðir Filipseyinga mun ég drepa ykkur. Svo einfalt er það,“ segir Duterte. Wilnor Papa talsmaður Amnesty International á Filipseyjum segir ástandið í landinu skelfilegt og ekki sé hægt að búa við þann hrylling að tugir manna séu myrtir án dóms og laga á hverjum degi. „Þetta er raunar ákaflega hættulegt ástand. Þetta segir heimsbyggðinni að réttur til eðlilegrar málsmeðferðar, rétturinn til að njóta friðhelgi laganna, er ekki virtur í þessu landi og það er mikið áhyggjuefni. Þetta ætti ekki eingöngu að valda okkur sem mótmæla hugarangri, þetta ætti að valda ríkisstjórn landsins miklum áhyggjum,“ segir talsmaður Amnesty International í Manila.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira