Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2016 12:11 Borgarastríðið í Sýrlandi hefur staðið frá 2011. Vísir/AFP Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að stríðsglæpir hafi augljóslega verið framdir í sýrlensku borginni Alepp0. Kalla samtökin eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. Í tilkynningu frá samtökunum segir að sláandi fregnir frá Sameinuðu þjóðunum hermi að tugir óbreyttra borgara hafi verið teknir af lífi án dóms og laga af sýrlenska hernum, sem sækir fram í austurhluta Aleppo. „Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segist hafa áreiðanleg sönnunargögn fyrir því að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inn á heimilum sínum eða úti á götu, af hersveitum stjórnvalda og bandamönnum þeirra. Fregnir um fjöldamorð á óbreyttum borgurum, börnum þeirra á meðal, þar sem fólk er strádrepið með köldu blóði á eigin heimili af hersveitum sýrlenskra stjórnvalda eru ákaflega sláandi en ekki óvæntar miðað við framferði þeirra hingað til. Slíkar aftökur, án dóms og laga, myndu jafngilda stríðsglæpum, sagði Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu í Beirút. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum. Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar. Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni. Síðustu mánuði hefur heimurinn, þar á meðal öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, horft frá hliðarlínunni á daglega slátrun óbreyttra borgara ásamt því að austurhluti Aleppo hefur verið jafnaður við jörðu og breyst í fjöldagröf. Aðgerðaleysi heimsins, sem stendur frammi fyrir þvílíkri grimmd, er til skammar. Skortur á ábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni hefur gert stríðsaðilum kleift, þá sérstaklega hersveitum stjórnvalda, að fremja slíka glæpi í massavís. „Það skiptir höfuðmáli að óháðir eftirlitsaðilar verði sendir á vettvang til að tryggja vernd óbreyttra borgara og aðgengi að mannúðarastoð sem getur bjargað lífi þeirra sem þurfa á því að halda.“ Eins og staðan er núna er ekki hægt að flytja á brott særða og þeir sem reyna að flýja leggja líf sitt í hættu. Amnesty International kallar eftir því að allir stríðsaðilar í átökunum tryggi óbreyttum borgurum sem flýja átökin örugga leið til að yfirgefa svæðið. Á meðan hersveitir stjórnvalda hafa sótt fram síðustu vikur hafa íbúar í austurhluta Aleppo sagt Amnesty International að þeir óttuðust hefndarárásir. Í síðustu viku greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að hundruð manna og drengja hafa horfið af svæðum sem eru undir stjórn stjórnvalda. Amnesty International hefur áður beint athyglinni að kerfisbundinni og víðtækri beitingu sýrlenskra stjórnvalda á þvinguðum mannshvörfum til að ráðast gegn óbreyttum borgurum. Það jafngildir glæpum gegn mannkyni. Það skiptir öllu að óháðir eftirlitsaðilar verði sendir á vettvang til að koma í veg fyrir frekari þvinguð mannshvörf, pyndingar og aðra illa meðferð, sagði Lynn Maalouf. Amnesty International kallar eftir því að stríðandi fylkingar tryggi óbreyttum borgurum örugga leið til að flýja átökin, aðgengi að mannúðaraðstoð og að þeir sem ábyrgð bera á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni verði sóttir til saka,“ segir í tilkynningunni frá Íslandsdeild Amnesty International. Tengdar fréttir Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Ekkert varð úr vopnahléi sem átti að gefa íbúum í hverfum uppreisnarmanna í Aleppo tækifæri til að forða sér. Loftárásir stjórnarhersins hófust að nýju í gær. Amnesty International sakar stjórnarherinn um stríðsglæpi. 15. desember 2016 07:00 Fyrsta bílalestin lögð af stað frá Aleppo Fyrsta bílalestin frá Aleppo með særða borgara og uppreisnarmenn er lögð af stað eftir sólarhrings seinkun. 15. desember 2016 10:04 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að stríðsglæpir hafi augljóslega verið framdir í sýrlensku borginni Alepp0. Kalla samtökin eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. Í tilkynningu frá samtökunum segir að sláandi fregnir frá Sameinuðu þjóðunum hermi að tugir óbreyttra borgara hafi verið teknir af lífi án dóms og laga af sýrlenska hernum, sem sækir fram í austurhluta Aleppo. „Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segist hafa áreiðanleg sönnunargögn fyrir því að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inn á heimilum sínum eða úti á götu, af hersveitum stjórnvalda og bandamönnum þeirra. Fregnir um fjöldamorð á óbreyttum borgurum, börnum þeirra á meðal, þar sem fólk er strádrepið með köldu blóði á eigin heimili af hersveitum sýrlenskra stjórnvalda eru ákaflega sláandi en ekki óvæntar miðað við framferði þeirra hingað til. Slíkar aftökur, án dóms og laga, myndu jafngilda stríðsglæpum, sagði Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu í Beirút. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum. Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar. Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni. Síðustu mánuði hefur heimurinn, þar á meðal öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, horft frá hliðarlínunni á daglega slátrun óbreyttra borgara ásamt því að austurhluti Aleppo hefur verið jafnaður við jörðu og breyst í fjöldagröf. Aðgerðaleysi heimsins, sem stendur frammi fyrir þvílíkri grimmd, er til skammar. Skortur á ábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni hefur gert stríðsaðilum kleift, þá sérstaklega hersveitum stjórnvalda, að fremja slíka glæpi í massavís. „Það skiptir höfuðmáli að óháðir eftirlitsaðilar verði sendir á vettvang til að tryggja vernd óbreyttra borgara og aðgengi að mannúðarastoð sem getur bjargað lífi þeirra sem þurfa á því að halda.“ Eins og staðan er núna er ekki hægt að flytja á brott særða og þeir sem reyna að flýja leggja líf sitt í hættu. Amnesty International kallar eftir því að allir stríðsaðilar í átökunum tryggi óbreyttum borgurum sem flýja átökin örugga leið til að yfirgefa svæðið. Á meðan hersveitir stjórnvalda hafa sótt fram síðustu vikur hafa íbúar í austurhluta Aleppo sagt Amnesty International að þeir óttuðust hefndarárásir. Í síðustu viku greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að hundruð manna og drengja hafa horfið af svæðum sem eru undir stjórn stjórnvalda. Amnesty International hefur áður beint athyglinni að kerfisbundinni og víðtækri beitingu sýrlenskra stjórnvalda á þvinguðum mannshvörfum til að ráðast gegn óbreyttum borgurum. Það jafngildir glæpum gegn mannkyni. Það skiptir öllu að óháðir eftirlitsaðilar verði sendir á vettvang til að koma í veg fyrir frekari þvinguð mannshvörf, pyndingar og aðra illa meðferð, sagði Lynn Maalouf. Amnesty International kallar eftir því að stríðandi fylkingar tryggi óbreyttum borgurum örugga leið til að flýja átökin, aðgengi að mannúðaraðstoð og að þeir sem ábyrgð bera á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni verði sóttir til saka,“ segir í tilkynningunni frá Íslandsdeild Amnesty International.
Tengdar fréttir Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Ekkert varð úr vopnahléi sem átti að gefa íbúum í hverfum uppreisnarmanna í Aleppo tækifæri til að forða sér. Loftárásir stjórnarhersins hófust að nýju í gær. Amnesty International sakar stjórnarherinn um stríðsglæpi. 15. desember 2016 07:00 Fyrsta bílalestin lögð af stað frá Aleppo Fyrsta bílalestin frá Aleppo með særða borgara og uppreisnarmenn er lögð af stað eftir sólarhrings seinkun. 15. desember 2016 10:04 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Ekkert varð úr vopnahléi sem átti að gefa íbúum í hverfum uppreisnarmanna í Aleppo tækifæri til að forða sér. Loftárásir stjórnarhersins hófust að nýju í gær. Amnesty International sakar stjórnarherinn um stríðsglæpi. 15. desember 2016 07:00
Fyrsta bílalestin lögð af stað frá Aleppo Fyrsta bílalestin frá Aleppo með særða borgara og uppreisnarmenn er lögð af stað eftir sólarhrings seinkun. 15. desember 2016 10:04
Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55