Varar við því að Idlib geti orðið næsta Aleppo Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2016 23:30 Þessar konur og börn voru á meðal þeirra almennu borgara sem voru fluttir frá Aleppo í dag. vísir/getty Staffan di Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, segir að borgin Idlib í norðvesturhluta landsins geti orðið næsta Aleppo ef vopnahléi verður ekki komið á í landinu eða komist verði að pólitísku samkomulagi um að binda enda á styrjöldina sem þar hefur geisað. Augu heimsbyggðarinnar hafa síðustu daga verið á austurhluta Aleppo þar sem sýrlenski stjórnarherinn hefur staðið fyrir linnulausum árásum á uppreisnarmenn og almenna borgara sem voru innilokaðir á svæðum sem voru á valdi uppreisnarmanna. Snemma í morgun gekk í gildi vopnahlé í Austur-Aleppo og var byrjað að flytja almenna borgara sem og uppreisnarmenn frá borginni. Samkvæmt frétt á vef Guardian hafa yfir 2000 manns verið fluttir frá austurhlutanum í dag og þúsundir til viðbótar munu verða fluttir á næstu dögum en talið er að meira en 1000 manns hafi látist í lokaáhlaupi Sýrlandshers á Aleppo og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Borgin öll er nú á valdi stjórnarhersins og er það talinn mikill sigur fyrir forseta landsins, Bashar al-Assad. di Mistura ræddi við fjölmiðla í kvöld ásamt franska utanríkisráðherranum Jean-Marc Ayrault. Hann sagði að um 50 þúsund manns væru enn inni í austurhluta Aleppo en til þess að tryggja að hlutirnir myndu ganga vel fyrir sig þyrftu Sameinuðu þjóðirnar að fá leyfi til að senda inn fleiri eftirlitsaðila. 40 þúsund eru almennir borgarar sem flytja á til Vestur-Aleppo að sögn di Mistura. Þá eru þeir sem eftir eru um 10 þúsund, og eru það uppreisnarmenn ásamt fjölskyldum. Þeir munu verða fluttir til Idlib. „Ég veit ekki hvað mun gerast í Idlib en ef það verður ekki vopnahlé eða einhvers konar pólitískt samkomulag þá verður borgin næsta Aleppo,“ sagði di Mistura. Tengdar fréttir Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Íslandsdeild Amnesty kallar eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. 15. desember 2016 12:11 Spurt og svarað um Aleppo Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo. 15. desember 2016 15:34 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Staffan di Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, segir að borgin Idlib í norðvesturhluta landsins geti orðið næsta Aleppo ef vopnahléi verður ekki komið á í landinu eða komist verði að pólitísku samkomulagi um að binda enda á styrjöldina sem þar hefur geisað. Augu heimsbyggðarinnar hafa síðustu daga verið á austurhluta Aleppo þar sem sýrlenski stjórnarherinn hefur staðið fyrir linnulausum árásum á uppreisnarmenn og almenna borgara sem voru innilokaðir á svæðum sem voru á valdi uppreisnarmanna. Snemma í morgun gekk í gildi vopnahlé í Austur-Aleppo og var byrjað að flytja almenna borgara sem og uppreisnarmenn frá borginni. Samkvæmt frétt á vef Guardian hafa yfir 2000 manns verið fluttir frá austurhlutanum í dag og þúsundir til viðbótar munu verða fluttir á næstu dögum en talið er að meira en 1000 manns hafi látist í lokaáhlaupi Sýrlandshers á Aleppo og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Borgin öll er nú á valdi stjórnarhersins og er það talinn mikill sigur fyrir forseta landsins, Bashar al-Assad. di Mistura ræddi við fjölmiðla í kvöld ásamt franska utanríkisráðherranum Jean-Marc Ayrault. Hann sagði að um 50 þúsund manns væru enn inni í austurhluta Aleppo en til þess að tryggja að hlutirnir myndu ganga vel fyrir sig þyrftu Sameinuðu þjóðirnar að fá leyfi til að senda inn fleiri eftirlitsaðila. 40 þúsund eru almennir borgarar sem flytja á til Vestur-Aleppo að sögn di Mistura. Þá eru þeir sem eftir eru um 10 þúsund, og eru það uppreisnarmenn ásamt fjölskyldum. Þeir munu verða fluttir til Idlib. „Ég veit ekki hvað mun gerast í Idlib en ef það verður ekki vopnahlé eða einhvers konar pólitískt samkomulag þá verður borgin næsta Aleppo,“ sagði di Mistura.
Tengdar fréttir Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Íslandsdeild Amnesty kallar eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. 15. desember 2016 12:11 Spurt og svarað um Aleppo Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo. 15. desember 2016 15:34 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Íslandsdeild Amnesty kallar eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. 15. desember 2016 12:11
Spurt og svarað um Aleppo Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo. 15. desember 2016 15:34
Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55