Varar við því að Idlib geti orðið næsta Aleppo Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2016 23:30 Þessar konur og börn voru á meðal þeirra almennu borgara sem voru fluttir frá Aleppo í dag. vísir/getty Staffan di Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, segir að borgin Idlib í norðvesturhluta landsins geti orðið næsta Aleppo ef vopnahléi verður ekki komið á í landinu eða komist verði að pólitísku samkomulagi um að binda enda á styrjöldina sem þar hefur geisað. Augu heimsbyggðarinnar hafa síðustu daga verið á austurhluta Aleppo þar sem sýrlenski stjórnarherinn hefur staðið fyrir linnulausum árásum á uppreisnarmenn og almenna borgara sem voru innilokaðir á svæðum sem voru á valdi uppreisnarmanna. Snemma í morgun gekk í gildi vopnahlé í Austur-Aleppo og var byrjað að flytja almenna borgara sem og uppreisnarmenn frá borginni. Samkvæmt frétt á vef Guardian hafa yfir 2000 manns verið fluttir frá austurhlutanum í dag og þúsundir til viðbótar munu verða fluttir á næstu dögum en talið er að meira en 1000 manns hafi látist í lokaáhlaupi Sýrlandshers á Aleppo og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Borgin öll er nú á valdi stjórnarhersins og er það talinn mikill sigur fyrir forseta landsins, Bashar al-Assad. di Mistura ræddi við fjölmiðla í kvöld ásamt franska utanríkisráðherranum Jean-Marc Ayrault. Hann sagði að um 50 þúsund manns væru enn inni í austurhluta Aleppo en til þess að tryggja að hlutirnir myndu ganga vel fyrir sig þyrftu Sameinuðu þjóðirnar að fá leyfi til að senda inn fleiri eftirlitsaðila. 40 þúsund eru almennir borgarar sem flytja á til Vestur-Aleppo að sögn di Mistura. Þá eru þeir sem eftir eru um 10 þúsund, og eru það uppreisnarmenn ásamt fjölskyldum. Þeir munu verða fluttir til Idlib. „Ég veit ekki hvað mun gerast í Idlib en ef það verður ekki vopnahlé eða einhvers konar pólitískt samkomulag þá verður borgin næsta Aleppo,“ sagði di Mistura. Tengdar fréttir Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Íslandsdeild Amnesty kallar eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. 15. desember 2016 12:11 Spurt og svarað um Aleppo Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo. 15. desember 2016 15:34 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Staffan di Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, segir að borgin Idlib í norðvesturhluta landsins geti orðið næsta Aleppo ef vopnahléi verður ekki komið á í landinu eða komist verði að pólitísku samkomulagi um að binda enda á styrjöldina sem þar hefur geisað. Augu heimsbyggðarinnar hafa síðustu daga verið á austurhluta Aleppo þar sem sýrlenski stjórnarherinn hefur staðið fyrir linnulausum árásum á uppreisnarmenn og almenna borgara sem voru innilokaðir á svæðum sem voru á valdi uppreisnarmanna. Snemma í morgun gekk í gildi vopnahlé í Austur-Aleppo og var byrjað að flytja almenna borgara sem og uppreisnarmenn frá borginni. Samkvæmt frétt á vef Guardian hafa yfir 2000 manns verið fluttir frá austurhlutanum í dag og þúsundir til viðbótar munu verða fluttir á næstu dögum en talið er að meira en 1000 manns hafi látist í lokaáhlaupi Sýrlandshers á Aleppo og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Borgin öll er nú á valdi stjórnarhersins og er það talinn mikill sigur fyrir forseta landsins, Bashar al-Assad. di Mistura ræddi við fjölmiðla í kvöld ásamt franska utanríkisráðherranum Jean-Marc Ayrault. Hann sagði að um 50 þúsund manns væru enn inni í austurhluta Aleppo en til þess að tryggja að hlutirnir myndu ganga vel fyrir sig þyrftu Sameinuðu þjóðirnar að fá leyfi til að senda inn fleiri eftirlitsaðila. 40 þúsund eru almennir borgarar sem flytja á til Vestur-Aleppo að sögn di Mistura. Þá eru þeir sem eftir eru um 10 þúsund, og eru það uppreisnarmenn ásamt fjölskyldum. Þeir munu verða fluttir til Idlib. „Ég veit ekki hvað mun gerast í Idlib en ef það verður ekki vopnahlé eða einhvers konar pólitískt samkomulag þá verður borgin næsta Aleppo,“ sagði di Mistura.
Tengdar fréttir Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Íslandsdeild Amnesty kallar eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. 15. desember 2016 12:11 Spurt og svarað um Aleppo Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo. 15. desember 2016 15:34 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Íslandsdeild Amnesty kallar eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. 15. desember 2016 12:11
Spurt og svarað um Aleppo Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo. 15. desember 2016 15:34
Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55