Flótti fólks frá Aleppo stöðvaður í dag Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2016 20:15 Flutningur flóttamanna frá Aleppo í Sýrlandi var stöðvaður í dag eftir að stríðandi fylkingar kenndu hver annarri um að hafa stofnað til átaka. Tyrkir búa sig undir að taka við tugum þúsunda flóttamanna til viðbótar og hvetja til tafarlaus vopnahlés í Sýrlandi. Rúmlega þrjúhundruð þúsund manns hafa fallið í átökunum í Sýrlandi. Brottflutningur fólks frá austurhluta Aleppoborgar sem var á valdi uppreisnarhópa hófst í vikunni en var stöðvaður í dag. Bæði stjórnarherinn og fulltrúar uppreisnarmanna saka hver aðra um bera ábyrgð á bardögum sem urðu til þess að bílalestum var í dag snúið til baka til Aleppo. Að auki er stjórnarherinn sagður krefjast þess að flóttafólkið taki særða með sér frá borginni. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna telur að enn séu um 50 þúsund manns í austurhluta Aleppo. Þeir sem komist hafa burt fagna hins vegar innilega eins og sést á þessum myndum sem flóttamennirnir tóku sjálfir. “Ég er þögull hermaður sem hef lagt mig í hættu en ég mun aldrei gefast upp gagnvart Assad. Ég set traust mitt á Guð og þakka honum fyrir að hafa hlíft okkur,” sagði einn þeirra sem komust engu að síður frá Aleppo í dag. Íranir og Rússar hafa barist með stjórnarher Sýrlands og útvegað honum vopn. Til mótmæla kom í Tyrklandi í dag vegna þess að för flóttafólksins hafði verið stöðvuð og tyrkneski utanríkisráðherrann kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi í Sýrlandi. Mevlut Cavusoglu forsætisráðherra Tyrklands segist bæði hafa verið í sambandi við Írana og Rússa til að reyna að koma á friði. Á sama tíma búa stjórnvöld í Tyrklandi sig undir að taka á móti tugþúsundum flóttamanna til viðbótar og vinna nú við að setja upp flóttamannabúðir nálægt landamærunum að Sýrlandi. “Auk friðarviðræðnanna í Genf höfum við áætlanir um að koma fulltrúum uppreisnaraflanna og sýrlenskra stjórnvalda saman. En þá erum við að tala um hina raunverulegu uppreisnarhópa. Það ætti enginn að reyna að breyta samsetningu sýrlensku stjórnarandstöðunnar. Markmið okkar er að ná fram vopnahléi,” sagði Cavusoglu á fréttamannafundi í dag. Forsætisráðherrann ítrekaði að Tyrkir ættu ekki í neinum illindum við Írani og Rússa. „Hins vegar kemur ekki til greina að okkar hálfu að eiga í beinum viðræðum við sýrlensk stjórnvöld. Um hvað ættum við að tala við Assad Sýrlandsforseta sem hefur myrt 600 þúsund manns? En það væri gott að ef fulltrúar stjórnvalda í Sýrlandi ræddu við fulltrúa andstöðunnar í landinu um framtíð Sýrlands, ef við leitum pólitískra lausna,“ segir forsætisráðherra Tyrklands. Tengdar fréttir Rússar segja brottflutningi frá Aleppo vera lokið Talið er að tugir þúsunda borgara haldi enn til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 16. desember 2016 12:37 Íbúar fluttir frá Aleppo í sjúkrabílum og strætisvögnum Rúmlega þúsund manns fóru með fyrstu bílalestinni yfir til svæða á valdi uppreisnarmanna vestur af Aleppo. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir alla aðila borgarastyrjaldarinnar hafa framið voðaverk. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Flutningur flóttamanna frá Aleppo í Sýrlandi var stöðvaður í dag eftir að stríðandi fylkingar kenndu hver annarri um að hafa stofnað til átaka. Tyrkir búa sig undir að taka við tugum þúsunda flóttamanna til viðbótar og hvetja til tafarlaus vopnahlés í Sýrlandi. Rúmlega þrjúhundruð þúsund manns hafa fallið í átökunum í Sýrlandi. Brottflutningur fólks frá austurhluta Aleppoborgar sem var á valdi uppreisnarhópa hófst í vikunni en var stöðvaður í dag. Bæði stjórnarherinn og fulltrúar uppreisnarmanna saka hver aðra um bera ábyrgð á bardögum sem urðu til þess að bílalestum var í dag snúið til baka til Aleppo. Að auki er stjórnarherinn sagður krefjast þess að flóttafólkið taki særða með sér frá borginni. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna telur að enn séu um 50 þúsund manns í austurhluta Aleppo. Þeir sem komist hafa burt fagna hins vegar innilega eins og sést á þessum myndum sem flóttamennirnir tóku sjálfir. “Ég er þögull hermaður sem hef lagt mig í hættu en ég mun aldrei gefast upp gagnvart Assad. Ég set traust mitt á Guð og þakka honum fyrir að hafa hlíft okkur,” sagði einn þeirra sem komust engu að síður frá Aleppo í dag. Íranir og Rússar hafa barist með stjórnarher Sýrlands og útvegað honum vopn. Til mótmæla kom í Tyrklandi í dag vegna þess að för flóttafólksins hafði verið stöðvuð og tyrkneski utanríkisráðherrann kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi í Sýrlandi. Mevlut Cavusoglu forsætisráðherra Tyrklands segist bæði hafa verið í sambandi við Írana og Rússa til að reyna að koma á friði. Á sama tíma búa stjórnvöld í Tyrklandi sig undir að taka á móti tugþúsundum flóttamanna til viðbótar og vinna nú við að setja upp flóttamannabúðir nálægt landamærunum að Sýrlandi. “Auk friðarviðræðnanna í Genf höfum við áætlanir um að koma fulltrúum uppreisnaraflanna og sýrlenskra stjórnvalda saman. En þá erum við að tala um hina raunverulegu uppreisnarhópa. Það ætti enginn að reyna að breyta samsetningu sýrlensku stjórnarandstöðunnar. Markmið okkar er að ná fram vopnahléi,” sagði Cavusoglu á fréttamannafundi í dag. Forsætisráðherrann ítrekaði að Tyrkir ættu ekki í neinum illindum við Írani og Rússa. „Hins vegar kemur ekki til greina að okkar hálfu að eiga í beinum viðræðum við sýrlensk stjórnvöld. Um hvað ættum við að tala við Assad Sýrlandsforseta sem hefur myrt 600 þúsund manns? En það væri gott að ef fulltrúar stjórnvalda í Sýrlandi ræddu við fulltrúa andstöðunnar í landinu um framtíð Sýrlands, ef við leitum pólitískra lausna,“ segir forsætisráðherra Tyrklands.
Tengdar fréttir Rússar segja brottflutningi frá Aleppo vera lokið Talið er að tugir þúsunda borgara haldi enn til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 16. desember 2016 12:37 Íbúar fluttir frá Aleppo í sjúkrabílum og strætisvögnum Rúmlega þúsund manns fóru með fyrstu bílalestinni yfir til svæða á valdi uppreisnarmanna vestur af Aleppo. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir alla aðila borgarastyrjaldarinnar hafa framið voðaverk. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Rússar segja brottflutningi frá Aleppo vera lokið Talið er að tugir þúsunda borgara haldi enn til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 16. desember 2016 12:37
Íbúar fluttir frá Aleppo í sjúkrabílum og strætisvögnum Rúmlega þúsund manns fóru með fyrstu bílalestinni yfir til svæða á valdi uppreisnarmanna vestur af Aleppo. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir alla aðila borgarastyrjaldarinnar hafa framið voðaverk. 16. desember 2016 07:00