Flótti fólks frá Aleppo stöðvaður í dag Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2016 20:15 Flutningur flóttamanna frá Aleppo í Sýrlandi var stöðvaður í dag eftir að stríðandi fylkingar kenndu hver annarri um að hafa stofnað til átaka. Tyrkir búa sig undir að taka við tugum þúsunda flóttamanna til viðbótar og hvetja til tafarlaus vopnahlés í Sýrlandi. Rúmlega þrjúhundruð þúsund manns hafa fallið í átökunum í Sýrlandi. Brottflutningur fólks frá austurhluta Aleppoborgar sem var á valdi uppreisnarhópa hófst í vikunni en var stöðvaður í dag. Bæði stjórnarherinn og fulltrúar uppreisnarmanna saka hver aðra um bera ábyrgð á bardögum sem urðu til þess að bílalestum var í dag snúið til baka til Aleppo. Að auki er stjórnarherinn sagður krefjast þess að flóttafólkið taki særða með sér frá borginni. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna telur að enn séu um 50 þúsund manns í austurhluta Aleppo. Þeir sem komist hafa burt fagna hins vegar innilega eins og sést á þessum myndum sem flóttamennirnir tóku sjálfir. “Ég er þögull hermaður sem hef lagt mig í hættu en ég mun aldrei gefast upp gagnvart Assad. Ég set traust mitt á Guð og þakka honum fyrir að hafa hlíft okkur,” sagði einn þeirra sem komust engu að síður frá Aleppo í dag. Íranir og Rússar hafa barist með stjórnarher Sýrlands og útvegað honum vopn. Til mótmæla kom í Tyrklandi í dag vegna þess að för flóttafólksins hafði verið stöðvuð og tyrkneski utanríkisráðherrann kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi í Sýrlandi. Mevlut Cavusoglu forsætisráðherra Tyrklands segist bæði hafa verið í sambandi við Írana og Rússa til að reyna að koma á friði. Á sama tíma búa stjórnvöld í Tyrklandi sig undir að taka á móti tugþúsundum flóttamanna til viðbótar og vinna nú við að setja upp flóttamannabúðir nálægt landamærunum að Sýrlandi. “Auk friðarviðræðnanna í Genf höfum við áætlanir um að koma fulltrúum uppreisnaraflanna og sýrlenskra stjórnvalda saman. En þá erum við að tala um hina raunverulegu uppreisnarhópa. Það ætti enginn að reyna að breyta samsetningu sýrlensku stjórnarandstöðunnar. Markmið okkar er að ná fram vopnahléi,” sagði Cavusoglu á fréttamannafundi í dag. Forsætisráðherrann ítrekaði að Tyrkir ættu ekki í neinum illindum við Írani og Rússa. „Hins vegar kemur ekki til greina að okkar hálfu að eiga í beinum viðræðum við sýrlensk stjórnvöld. Um hvað ættum við að tala við Assad Sýrlandsforseta sem hefur myrt 600 þúsund manns? En það væri gott að ef fulltrúar stjórnvalda í Sýrlandi ræddu við fulltrúa andstöðunnar í landinu um framtíð Sýrlands, ef við leitum pólitískra lausna,“ segir forsætisráðherra Tyrklands. Tengdar fréttir Rússar segja brottflutningi frá Aleppo vera lokið Talið er að tugir þúsunda borgara haldi enn til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 16. desember 2016 12:37 Íbúar fluttir frá Aleppo í sjúkrabílum og strætisvögnum Rúmlega þúsund manns fóru með fyrstu bílalestinni yfir til svæða á valdi uppreisnarmanna vestur af Aleppo. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir alla aðila borgarastyrjaldarinnar hafa framið voðaverk. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Flutningur flóttamanna frá Aleppo í Sýrlandi var stöðvaður í dag eftir að stríðandi fylkingar kenndu hver annarri um að hafa stofnað til átaka. Tyrkir búa sig undir að taka við tugum þúsunda flóttamanna til viðbótar og hvetja til tafarlaus vopnahlés í Sýrlandi. Rúmlega þrjúhundruð þúsund manns hafa fallið í átökunum í Sýrlandi. Brottflutningur fólks frá austurhluta Aleppoborgar sem var á valdi uppreisnarhópa hófst í vikunni en var stöðvaður í dag. Bæði stjórnarherinn og fulltrúar uppreisnarmanna saka hver aðra um bera ábyrgð á bardögum sem urðu til þess að bílalestum var í dag snúið til baka til Aleppo. Að auki er stjórnarherinn sagður krefjast þess að flóttafólkið taki særða með sér frá borginni. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna telur að enn séu um 50 þúsund manns í austurhluta Aleppo. Þeir sem komist hafa burt fagna hins vegar innilega eins og sést á þessum myndum sem flóttamennirnir tóku sjálfir. “Ég er þögull hermaður sem hef lagt mig í hættu en ég mun aldrei gefast upp gagnvart Assad. Ég set traust mitt á Guð og þakka honum fyrir að hafa hlíft okkur,” sagði einn þeirra sem komust engu að síður frá Aleppo í dag. Íranir og Rússar hafa barist með stjórnarher Sýrlands og útvegað honum vopn. Til mótmæla kom í Tyrklandi í dag vegna þess að för flóttafólksins hafði verið stöðvuð og tyrkneski utanríkisráðherrann kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi í Sýrlandi. Mevlut Cavusoglu forsætisráðherra Tyrklands segist bæði hafa verið í sambandi við Írana og Rússa til að reyna að koma á friði. Á sama tíma búa stjórnvöld í Tyrklandi sig undir að taka á móti tugþúsundum flóttamanna til viðbótar og vinna nú við að setja upp flóttamannabúðir nálægt landamærunum að Sýrlandi. “Auk friðarviðræðnanna í Genf höfum við áætlanir um að koma fulltrúum uppreisnaraflanna og sýrlenskra stjórnvalda saman. En þá erum við að tala um hina raunverulegu uppreisnarhópa. Það ætti enginn að reyna að breyta samsetningu sýrlensku stjórnarandstöðunnar. Markmið okkar er að ná fram vopnahléi,” sagði Cavusoglu á fréttamannafundi í dag. Forsætisráðherrann ítrekaði að Tyrkir ættu ekki í neinum illindum við Írani og Rússa. „Hins vegar kemur ekki til greina að okkar hálfu að eiga í beinum viðræðum við sýrlensk stjórnvöld. Um hvað ættum við að tala við Assad Sýrlandsforseta sem hefur myrt 600 þúsund manns? En það væri gott að ef fulltrúar stjórnvalda í Sýrlandi ræddu við fulltrúa andstöðunnar í landinu um framtíð Sýrlands, ef við leitum pólitískra lausna,“ segir forsætisráðherra Tyrklands.
Tengdar fréttir Rússar segja brottflutningi frá Aleppo vera lokið Talið er að tugir þúsunda borgara haldi enn til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 16. desember 2016 12:37 Íbúar fluttir frá Aleppo í sjúkrabílum og strætisvögnum Rúmlega þúsund manns fóru með fyrstu bílalestinni yfir til svæða á valdi uppreisnarmanna vestur af Aleppo. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir alla aðila borgarastyrjaldarinnar hafa framið voðaverk. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Rússar segja brottflutningi frá Aleppo vera lokið Talið er að tugir þúsunda borgara haldi enn til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 16. desember 2016 12:37
Íbúar fluttir frá Aleppo í sjúkrabílum og strætisvögnum Rúmlega þúsund manns fóru með fyrstu bílalestinni yfir til svæða á valdi uppreisnarmanna vestur af Aleppo. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir alla aðila borgarastyrjaldarinnar hafa framið voðaverk. 16. desember 2016 07:00