Flótti fólks frá Aleppo stöðvaður í dag Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2016 20:15 Flutningur flóttamanna frá Aleppo í Sýrlandi var stöðvaður í dag eftir að stríðandi fylkingar kenndu hver annarri um að hafa stofnað til átaka. Tyrkir búa sig undir að taka við tugum þúsunda flóttamanna til viðbótar og hvetja til tafarlaus vopnahlés í Sýrlandi. Rúmlega þrjúhundruð þúsund manns hafa fallið í átökunum í Sýrlandi. Brottflutningur fólks frá austurhluta Aleppoborgar sem var á valdi uppreisnarhópa hófst í vikunni en var stöðvaður í dag. Bæði stjórnarherinn og fulltrúar uppreisnarmanna saka hver aðra um bera ábyrgð á bardögum sem urðu til þess að bílalestum var í dag snúið til baka til Aleppo. Að auki er stjórnarherinn sagður krefjast þess að flóttafólkið taki særða með sér frá borginni. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna telur að enn séu um 50 þúsund manns í austurhluta Aleppo. Þeir sem komist hafa burt fagna hins vegar innilega eins og sést á þessum myndum sem flóttamennirnir tóku sjálfir. “Ég er þögull hermaður sem hef lagt mig í hættu en ég mun aldrei gefast upp gagnvart Assad. Ég set traust mitt á Guð og þakka honum fyrir að hafa hlíft okkur,” sagði einn þeirra sem komust engu að síður frá Aleppo í dag. Íranir og Rússar hafa barist með stjórnarher Sýrlands og útvegað honum vopn. Til mótmæla kom í Tyrklandi í dag vegna þess að för flóttafólksins hafði verið stöðvuð og tyrkneski utanríkisráðherrann kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi í Sýrlandi. Mevlut Cavusoglu forsætisráðherra Tyrklands segist bæði hafa verið í sambandi við Írana og Rússa til að reyna að koma á friði. Á sama tíma búa stjórnvöld í Tyrklandi sig undir að taka á móti tugþúsundum flóttamanna til viðbótar og vinna nú við að setja upp flóttamannabúðir nálægt landamærunum að Sýrlandi. “Auk friðarviðræðnanna í Genf höfum við áætlanir um að koma fulltrúum uppreisnaraflanna og sýrlenskra stjórnvalda saman. En þá erum við að tala um hina raunverulegu uppreisnarhópa. Það ætti enginn að reyna að breyta samsetningu sýrlensku stjórnarandstöðunnar. Markmið okkar er að ná fram vopnahléi,” sagði Cavusoglu á fréttamannafundi í dag. Forsætisráðherrann ítrekaði að Tyrkir ættu ekki í neinum illindum við Írani og Rússa. „Hins vegar kemur ekki til greina að okkar hálfu að eiga í beinum viðræðum við sýrlensk stjórnvöld. Um hvað ættum við að tala við Assad Sýrlandsforseta sem hefur myrt 600 þúsund manns? En það væri gott að ef fulltrúar stjórnvalda í Sýrlandi ræddu við fulltrúa andstöðunnar í landinu um framtíð Sýrlands, ef við leitum pólitískra lausna,“ segir forsætisráðherra Tyrklands. Tengdar fréttir Rússar segja brottflutningi frá Aleppo vera lokið Talið er að tugir þúsunda borgara haldi enn til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 16. desember 2016 12:37 Íbúar fluttir frá Aleppo í sjúkrabílum og strætisvögnum Rúmlega þúsund manns fóru með fyrstu bílalestinni yfir til svæða á valdi uppreisnarmanna vestur af Aleppo. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir alla aðila borgarastyrjaldarinnar hafa framið voðaverk. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Flutningur flóttamanna frá Aleppo í Sýrlandi var stöðvaður í dag eftir að stríðandi fylkingar kenndu hver annarri um að hafa stofnað til átaka. Tyrkir búa sig undir að taka við tugum þúsunda flóttamanna til viðbótar og hvetja til tafarlaus vopnahlés í Sýrlandi. Rúmlega þrjúhundruð þúsund manns hafa fallið í átökunum í Sýrlandi. Brottflutningur fólks frá austurhluta Aleppoborgar sem var á valdi uppreisnarhópa hófst í vikunni en var stöðvaður í dag. Bæði stjórnarherinn og fulltrúar uppreisnarmanna saka hver aðra um bera ábyrgð á bardögum sem urðu til þess að bílalestum var í dag snúið til baka til Aleppo. Að auki er stjórnarherinn sagður krefjast þess að flóttafólkið taki særða með sér frá borginni. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna telur að enn séu um 50 þúsund manns í austurhluta Aleppo. Þeir sem komist hafa burt fagna hins vegar innilega eins og sést á þessum myndum sem flóttamennirnir tóku sjálfir. “Ég er þögull hermaður sem hef lagt mig í hættu en ég mun aldrei gefast upp gagnvart Assad. Ég set traust mitt á Guð og þakka honum fyrir að hafa hlíft okkur,” sagði einn þeirra sem komust engu að síður frá Aleppo í dag. Íranir og Rússar hafa barist með stjórnarher Sýrlands og útvegað honum vopn. Til mótmæla kom í Tyrklandi í dag vegna þess að för flóttafólksins hafði verið stöðvuð og tyrkneski utanríkisráðherrann kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi í Sýrlandi. Mevlut Cavusoglu forsætisráðherra Tyrklands segist bæði hafa verið í sambandi við Írana og Rússa til að reyna að koma á friði. Á sama tíma búa stjórnvöld í Tyrklandi sig undir að taka á móti tugþúsundum flóttamanna til viðbótar og vinna nú við að setja upp flóttamannabúðir nálægt landamærunum að Sýrlandi. “Auk friðarviðræðnanna í Genf höfum við áætlanir um að koma fulltrúum uppreisnaraflanna og sýrlenskra stjórnvalda saman. En þá erum við að tala um hina raunverulegu uppreisnarhópa. Það ætti enginn að reyna að breyta samsetningu sýrlensku stjórnarandstöðunnar. Markmið okkar er að ná fram vopnahléi,” sagði Cavusoglu á fréttamannafundi í dag. Forsætisráðherrann ítrekaði að Tyrkir ættu ekki í neinum illindum við Írani og Rússa. „Hins vegar kemur ekki til greina að okkar hálfu að eiga í beinum viðræðum við sýrlensk stjórnvöld. Um hvað ættum við að tala við Assad Sýrlandsforseta sem hefur myrt 600 þúsund manns? En það væri gott að ef fulltrúar stjórnvalda í Sýrlandi ræddu við fulltrúa andstöðunnar í landinu um framtíð Sýrlands, ef við leitum pólitískra lausna,“ segir forsætisráðherra Tyrklands.
Tengdar fréttir Rússar segja brottflutningi frá Aleppo vera lokið Talið er að tugir þúsunda borgara haldi enn til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 16. desember 2016 12:37 Íbúar fluttir frá Aleppo í sjúkrabílum og strætisvögnum Rúmlega þúsund manns fóru með fyrstu bílalestinni yfir til svæða á valdi uppreisnarmanna vestur af Aleppo. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir alla aðila borgarastyrjaldarinnar hafa framið voðaverk. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Rússar segja brottflutningi frá Aleppo vera lokið Talið er að tugir þúsunda borgara haldi enn til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 16. desember 2016 12:37
Íbúar fluttir frá Aleppo í sjúkrabílum og strætisvögnum Rúmlega þúsund manns fóru með fyrstu bílalestinni yfir til svæða á valdi uppreisnarmanna vestur af Aleppo. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir alla aðila borgarastyrjaldarinnar hafa framið voðaverk. 16. desember 2016 07:00