Clinton sakar Pútín um að hafa stýrt tölvuárásum til að hefna sín á henni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 21:21 Hillary Clinton. vísir/getty Hillary Clinton, sem var forsetaframbjóðandi Demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum í ár, sakar Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa persónulega stýrt tölvuárásum sem beindust gegn landsnefnd Demókrata og John Podesta, kosningastjóra Clinton. Hakkarar komust yfir mikið magn af tölvupóstum sem Wikileaks afhjúpuðu og var ítarlega fjallað efni þeirra og innihald í aðdraganda kosninganna. Bæði Bandaríska leyniþjónustan, CIA, og Bandaríska alríkislögreglan, FBI, telja að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Donald Trump sigur. Clinton hitti stuðningsmenn sína í gær og á þeim fundi sagði hún að árásirnar ættu rætur að rekja til þess að Pútín vildi hefna sín á henni fyrir orð sem hún lét falla árið 2011 um að úrslitum rússnesku forsetakosninganna hefði verið hagrætt. „Pútín kenndi mér opinberlega um reiði rússnesku þjóðarinnar sem braust út í kjölfar þessara kosninga og það eru bein tengsl á milli þess sem hann sagði þá og þess sem hann gerði í þessum kosningum nú,“ sagði Clinton. Podesta og aðrir sem komu að kosningabaráttu Clinton hafa gagnrýnt fjölmiðla fyrir að gera lítið úr þætti Rússa í bandarísku forsetakosningunum. „Fjölmiðlar eru rétt svo núna að koma fram með staðreyndirnar sem við reyndum að benda þeim á síðustu mánuði kosningabaráttunnar,“ sagði Clinton á fundinum í gær og bætti við: „Þetta er ekki bara árás á mig og mína kosningabaráttu, þó að það hafi vissulega verið olía á eldinn. Þetta er árás á landið okkar. Þetta snýst um lýðræðið okkar og öryggi okkar sem þjóðar.“ Donald Trump Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Hillary Clinton, sem var forsetaframbjóðandi Demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum í ár, sakar Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa persónulega stýrt tölvuárásum sem beindust gegn landsnefnd Demókrata og John Podesta, kosningastjóra Clinton. Hakkarar komust yfir mikið magn af tölvupóstum sem Wikileaks afhjúpuðu og var ítarlega fjallað efni þeirra og innihald í aðdraganda kosninganna. Bæði Bandaríska leyniþjónustan, CIA, og Bandaríska alríkislögreglan, FBI, telja að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Donald Trump sigur. Clinton hitti stuðningsmenn sína í gær og á þeim fundi sagði hún að árásirnar ættu rætur að rekja til þess að Pútín vildi hefna sín á henni fyrir orð sem hún lét falla árið 2011 um að úrslitum rússnesku forsetakosninganna hefði verið hagrætt. „Pútín kenndi mér opinberlega um reiði rússnesku þjóðarinnar sem braust út í kjölfar þessara kosninga og það eru bein tengsl á milli þess sem hann sagði þá og þess sem hann gerði í þessum kosningum nú,“ sagði Clinton. Podesta og aðrir sem komu að kosningabaráttu Clinton hafa gagnrýnt fjölmiðla fyrir að gera lítið úr þætti Rússa í bandarísku forsetakosningunum. „Fjölmiðlar eru rétt svo núna að koma fram með staðreyndirnar sem við reyndum að benda þeim á síðustu mánuði kosningabaráttunnar,“ sagði Clinton á fundinum í gær og bætti við: „Þetta er ekki bara árás á mig og mína kosningabaráttu, þó að það hafi vissulega verið olía á eldinn. Þetta er árás á landið okkar. Þetta snýst um lýðræðið okkar og öryggi okkar sem þjóðar.“
Donald Trump Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45