Hundruð Venesúelamanna ruddu sér leið yfir landamæri Kólumbíu Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2016 23:27 Fólkið sem ruddist yfir landamærin fór þangað til að verða sér út um mat og lyf, sem eru af skornum skammti. Vísir/AFP Hundruð Venesúelamanna ruddu sér í dag leið yfir landamæri Kólumbíu til að nálgast matvæli og annarskonar nauðsynjar. Óeirðir og gripdeildir eiga sér stað víða í landinu sem gengið hefur í gegnum gífurlega efnahagslega erfiðleika. Stjórnarandstaða landsins hefur kallað eftir afsögn Nicolas Maduro, forseta, vegna vanhæfis og þess ástands sem ríkir nú í Venesúela. Maduro segir hins vegar að andstæðingar sínir séu að ýta undir ofbeldi. Þá segir hann þessa sömu andstæðinga hafa skemmt efnahag landsins til að grafa undan honum.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela - Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Fyrr í vikunni var 100 bólivara seðillinn tekinn úr umferð án viðvörunar og leiddi það til mikilla biðraða við banka og skorts á reiðufé. Maduro segir það hafa verið gert til að sporna gegn glæpasamtökum og smyglurum á landamærum Venesúela og Kólumbíu sem séu að flytja peninga yfir landamærin. 100 bólivarar eru um tveggja senta virði á svörtum markaði. Það samsvarar rúmum tveimur krónum. Nicolas Maduro, forseti landsins, hefur lokað landamærum Kólumbíu og Brasilíu. Landamærum Venesúela og beggja ríkjanna hefur verið lokað. Fólkið sem ruddist yfir landamærin fór þangað til að verða sér út um mat og lyf, samkvæmt Reuters. Þá hafa nýir seðlar í stað hinna ekki verið gefnir út. Maduro sagði að nýjum seðlum yrði komið í dreifingu innan skamms þrátt fyrir „alþjóðleg skemmdarverk“ sem miðuðu að því að koma í veg fyrir dreifingu seðlanna. Hann útskýrði ekki hvað hann átti við. Í sunnanverðu landinu hafa um 135 manns verið handtekin eftir að óeirðir fóru fram. Brotist var inn í fjölda verslana og vöruhúsa í héraðinu Ciudad Bolivar og hefur útgöngubann verið sett á. Þrír létu lífið og þar á meðal fjórtán ára drengur í óeirðum í bænum El Callao þar sem margar búðir voru rændar. Tengdar fréttir Forseta Venesúela líkt við Trölla sem stal jólunum Yfirvöld gerðu 5 milljónir leikfanga upptæk. 11. desember 2016 10:09 Sjóræningjar herja á sjómenn í Venesúela „Hér eru þetta bara fátækir sjómenn að ræna aðra fátæka sjómenn.“ 8. desember 2016 12:22 Venesúela lokar landamærum til að koma í veg fyrir smygl Landamærunum lokað í þrjá sólarhringa. 13. desember 2016 08:07 Venesúelabúar gefa börn vegna ástandsins Gríðarleg ringulreið ríkir nú í Venesúela vegna seðlaskorts en ákveðið hefur verið að taka algengasta seðil landsins úr umferð. Verðbólga hefur aukist um 500 prósent á undanförnum misserum og eru fjölskyldur farnar að gefa börn. 17. desember 2016 07:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Hundruð Venesúelamanna ruddu sér í dag leið yfir landamæri Kólumbíu til að nálgast matvæli og annarskonar nauðsynjar. Óeirðir og gripdeildir eiga sér stað víða í landinu sem gengið hefur í gegnum gífurlega efnahagslega erfiðleika. Stjórnarandstaða landsins hefur kallað eftir afsögn Nicolas Maduro, forseta, vegna vanhæfis og þess ástands sem ríkir nú í Venesúela. Maduro segir hins vegar að andstæðingar sínir séu að ýta undir ofbeldi. Þá segir hann þessa sömu andstæðinga hafa skemmt efnahag landsins til að grafa undan honum.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela - Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Fyrr í vikunni var 100 bólivara seðillinn tekinn úr umferð án viðvörunar og leiddi það til mikilla biðraða við banka og skorts á reiðufé. Maduro segir það hafa verið gert til að sporna gegn glæpasamtökum og smyglurum á landamærum Venesúela og Kólumbíu sem séu að flytja peninga yfir landamærin. 100 bólivarar eru um tveggja senta virði á svörtum markaði. Það samsvarar rúmum tveimur krónum. Nicolas Maduro, forseti landsins, hefur lokað landamærum Kólumbíu og Brasilíu. Landamærum Venesúela og beggja ríkjanna hefur verið lokað. Fólkið sem ruddist yfir landamærin fór þangað til að verða sér út um mat og lyf, samkvæmt Reuters. Þá hafa nýir seðlar í stað hinna ekki verið gefnir út. Maduro sagði að nýjum seðlum yrði komið í dreifingu innan skamms þrátt fyrir „alþjóðleg skemmdarverk“ sem miðuðu að því að koma í veg fyrir dreifingu seðlanna. Hann útskýrði ekki hvað hann átti við. Í sunnanverðu landinu hafa um 135 manns verið handtekin eftir að óeirðir fóru fram. Brotist var inn í fjölda verslana og vöruhúsa í héraðinu Ciudad Bolivar og hefur útgöngubann verið sett á. Þrír létu lífið og þar á meðal fjórtán ára drengur í óeirðum í bænum El Callao þar sem margar búðir voru rændar.
Tengdar fréttir Forseta Venesúela líkt við Trölla sem stal jólunum Yfirvöld gerðu 5 milljónir leikfanga upptæk. 11. desember 2016 10:09 Sjóræningjar herja á sjómenn í Venesúela „Hér eru þetta bara fátækir sjómenn að ræna aðra fátæka sjómenn.“ 8. desember 2016 12:22 Venesúela lokar landamærum til að koma í veg fyrir smygl Landamærunum lokað í þrjá sólarhringa. 13. desember 2016 08:07 Venesúelabúar gefa börn vegna ástandsins Gríðarleg ringulreið ríkir nú í Venesúela vegna seðlaskorts en ákveðið hefur verið að taka algengasta seðil landsins úr umferð. Verðbólga hefur aukist um 500 prósent á undanförnum misserum og eru fjölskyldur farnar að gefa börn. 17. desember 2016 07:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Forseta Venesúela líkt við Trölla sem stal jólunum Yfirvöld gerðu 5 milljónir leikfanga upptæk. 11. desember 2016 10:09
Sjóræningjar herja á sjómenn í Venesúela „Hér eru þetta bara fátækir sjómenn að ræna aðra fátæka sjómenn.“ 8. desember 2016 12:22
Venesúela lokar landamærum til að koma í veg fyrir smygl Landamærunum lokað í þrjá sólarhringa. 13. desember 2016 08:07
Venesúelabúar gefa börn vegna ástandsins Gríðarleg ringulreið ríkir nú í Venesúela vegna seðlaskorts en ákveðið hefur verið að taka algengasta seðil landsins úr umferð. Verðbólga hefur aukist um 500 prósent á undanförnum misserum og eru fjölskyldur farnar að gefa börn. 17. desember 2016 07:00