Venesúelabúar gefa börn vegna ástandsins Sæunn Gísladóttir skrifar 17. desember 2016 07:00 Íbúar Venesúla hafa beðið í marga klukkutíma í röðum til að skipta seðlum sínum síðustu daga. Vísir/EPA Efnahagsástandið í Venesúela virðist fara versnandi en nú ríkir seðlaskortur í landinu þar sem ákveðið hefur verið að taka verðmætasta seðilinn, 100 bólívara, úr umferð. The Economist greinir frá því að 11. desember hafi verið tilkynnt um þetta og að íbúar hefðu 72 tíma til að skipta seðlinum í banka. Þetta hefur skapað gríðarlega ringulreið en áætlað er að yfir helmingur af seðlum í umferð séu 100 bólívara seðlar. Óðaverðbólga hefur nú ríkt um skeið í Venesúela og mælist nú 500 prósent samkvæmt frétt BBC um málið. Nú eru 100 bólívarar einungis jafnvirði tveggja bandarískra senta á svarta markaðnum. Nýir seðlar eiga að vera komnir í umferð í janúar en í vikunni mynduðust gríðarlegar raðir í bönkum landsins þar sem fólk var að reyna að skipta seðlunum sínum. Sérfræðingar telja að það að taka seðilinn úr umferð muni hafa lítil jákvæð áhrif á efnahagslegan og stjórnmálalegan vanda landsins. Gríðarleg fátækt ríkir nú hjá íbúum sem áður fyrr höfðu það gott, meðallaun eru nú jafnvirði 50 dollara á svarta markaðnum samtímis því að verð á mat og öðrum nauðsynjum hefur rokið upp. Ein móðir segir í samtali við Reuters að hún hafi þurft að láta nágranna um að ala upp dóttur sína þar sem það væri betra en að barnið færi út í vændi, fíkniefni eða myndi einfaldlega láta lífið vegna næringarskorts. Engar tölur liggja fyrir um hve margir foreldrar hafa þurft að gefa börnin sín vegna ástandsins en ljóst er að þetta er veruleiki hjá einhverjum fjölskyldum. Gengi bólívars hefur lækkað um 60 prósent á síðustu tveimur mánuðum. Í stað 100 bólívara seðla eiga íbúar að fá seðla með hærri upphæð eða sem nemur 10 þúsund og 20 þúsund bólívörum, en frá og með gærdeginum voru þeir ekki komnir í umferð. Ljóst er að mikil ringulreið mun ríkja þar til tekist hefur að útdeila nýjum seðlum til íbúa landsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Efnahagsástandið í Venesúela virðist fara versnandi en nú ríkir seðlaskortur í landinu þar sem ákveðið hefur verið að taka verðmætasta seðilinn, 100 bólívara, úr umferð. The Economist greinir frá því að 11. desember hafi verið tilkynnt um þetta og að íbúar hefðu 72 tíma til að skipta seðlinum í banka. Þetta hefur skapað gríðarlega ringulreið en áætlað er að yfir helmingur af seðlum í umferð séu 100 bólívara seðlar. Óðaverðbólga hefur nú ríkt um skeið í Venesúela og mælist nú 500 prósent samkvæmt frétt BBC um málið. Nú eru 100 bólívarar einungis jafnvirði tveggja bandarískra senta á svarta markaðnum. Nýir seðlar eiga að vera komnir í umferð í janúar en í vikunni mynduðust gríðarlegar raðir í bönkum landsins þar sem fólk var að reyna að skipta seðlunum sínum. Sérfræðingar telja að það að taka seðilinn úr umferð muni hafa lítil jákvæð áhrif á efnahagslegan og stjórnmálalegan vanda landsins. Gríðarleg fátækt ríkir nú hjá íbúum sem áður fyrr höfðu það gott, meðallaun eru nú jafnvirði 50 dollara á svarta markaðnum samtímis því að verð á mat og öðrum nauðsynjum hefur rokið upp. Ein móðir segir í samtali við Reuters að hún hafi þurft að láta nágranna um að ala upp dóttur sína þar sem það væri betra en að barnið færi út í vændi, fíkniefni eða myndi einfaldlega láta lífið vegna næringarskorts. Engar tölur liggja fyrir um hve margir foreldrar hafa þurft að gefa börnin sín vegna ástandsins en ljóst er að þetta er veruleiki hjá einhverjum fjölskyldum. Gengi bólívars hefur lækkað um 60 prósent á síðustu tveimur mánuðum. Í stað 100 bólívara seðla eiga íbúar að fá seðla með hærri upphæð eða sem nemur 10 þúsund og 20 þúsund bólívörum, en frá og með gærdeginum voru þeir ekki komnir í umferð. Ljóst er að mikil ringulreið mun ríkja þar til tekist hefur að útdeila nýjum seðlum til íbúa landsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira