Erlent

Fawlty Towers leikarinn Andrew Sachs er látinn

Atli ísleifsson skrifar
Þjónninn Manuel.
Þjónninn Manuel. Vísir/Getty
Breski leikarinn Andrew Sachs er látinn, 86 ára að aldri.

Sachs fæddist í Þýskalandi og átti langan leiklistarferil að baki sem spannaðu um sex áratugi.

Hann var þekktastur þó fyrir hlutverk sitt sem þjónninn Manuel í þáttunum Fawlty Towers, eða Hótel Tindastól, sem skartaði John Cleese í hlutverki hóteleigandans Basil Fawlty.

Melody Sachs, eiginkona Sachs, segir að leikarinn hafi glímt við elliglöp síðustu ár og hafi andast á miðvikudaginn í síðustu viku. Hann var jarðsettur í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×