Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2016 13:48 Maðurinn gekk inn og miðaði byssunni á starfsmann áður en hann skaut einu skoti í gólfið. Vísir/EPA Lögregla í Bandaríkjunum handtók mann sem skaut úr riffli á pítsastaðinn Comet Ping Pong í Washington í nótt. Veitingastaðurinn var skotmark falskrar fréttar sem hefur verið í mikilli dreifingu meðal „alt-right“ fólks svokallaðs um mánaðaskeið. Þar var því haldið fram að Hillary Clinton ræki barnaklámshring úr fyrirtækinu.Engan sakaði í árásinni en árásarmaðurinn sagðist hafa farið á veitingahúsið til að rannsaka samsæriskenninguna, sem hefur gengið undir nafninu „Pizzagate“. Maðurinn gekk inn og miðaði byssunni á starfsmann áður en hann skaut einu skoti í gólfið. Hann var með tvær byssur á sér og ein til viðbótar fannst í bílnum hans. Uppruna samsæriskenningunnar má, samkvæmt BBC, rekja til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf. Kenningum þessum, sem byggja á engu, hefur verið dreift á bloggsíðum eins og Infowars, sem Alex Jones, stuðningsmaður Donald Trump, sér um og víðar. Þar á meðal dreifði sonur þjóðaröryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, kenningunni. Eiganda og starfsmönnum Comet Ping Pong hefur margsinnis verið hótað á samfélagsmiðlum og jafnvel lífláti. „Ég vona að þeir sem taka þátt í að kynda undir eldana hugsi um það sem gerðist hérna í dag og hætti að dreifa þessum lygum strax,“ sagði James Alefantis, eigandi Comet Ping Pong. Donald Trump Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Lögregla í Bandaríkjunum handtók mann sem skaut úr riffli á pítsastaðinn Comet Ping Pong í Washington í nótt. Veitingastaðurinn var skotmark falskrar fréttar sem hefur verið í mikilli dreifingu meðal „alt-right“ fólks svokallaðs um mánaðaskeið. Þar var því haldið fram að Hillary Clinton ræki barnaklámshring úr fyrirtækinu.Engan sakaði í árásinni en árásarmaðurinn sagðist hafa farið á veitingahúsið til að rannsaka samsæriskenninguna, sem hefur gengið undir nafninu „Pizzagate“. Maðurinn gekk inn og miðaði byssunni á starfsmann áður en hann skaut einu skoti í gólfið. Hann var með tvær byssur á sér og ein til viðbótar fannst í bílnum hans. Uppruna samsæriskenningunnar má, samkvæmt BBC, rekja til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf. Kenningum þessum, sem byggja á engu, hefur verið dreift á bloggsíðum eins og Infowars, sem Alex Jones, stuðningsmaður Donald Trump, sér um og víðar. Þar á meðal dreifði sonur þjóðaröryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, kenningunni. Eiganda og starfsmönnum Comet Ping Pong hefur margsinnis verið hótað á samfélagsmiðlum og jafnvel lífláti. „Ég vona að þeir sem taka þátt í að kynda undir eldana hugsi um það sem gerðist hérna í dag og hætti að dreifa þessum lygum strax,“ sagði James Alefantis, eigandi Comet Ping Pong.
Donald Trump Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira