Innlent

Gjafir UNICEF seljast vel eftir jólakveðju Prins Póló

Samúel Karl Ólason skrifar
Prins Póló og Gosar.
Prins Póló og Gosar. Mynd/UNICEF
Sala hefur verið góð á sönnum gjöfum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eftir að lagið Jólakveðja var gefið út, en lagið var samið af Prins Póló, sem gaf UNICEF lagið. Íslendingar hafa verið duglegir við að gefa gjafabréf með hlýjum teppum, sem dreift er í flóttamannabúðir.

Lagið Jólakveðja er hluti af jólaátaki UNICEF fyrir sannar gjafir, sem eru mikilvæg hjálpargögn líkt og hlýju teppin. Hægt er að hlusta á lagið og kaupa hjálpargögn á vefnum www.sannargjafir.is, auk þess sem þar er að finna myndband við lagið sem tekið er upp í ískulda í Elliðaárdalnum.

Samkvæmt tilkynningu frá UNICEF gefur Prins Póló Gosum þar meðal annars að smakka vítamínbætt jarðhnetumauk en Gosar flytja lagið með honum.

„Rétt fyrir síðustu jól greip mig gríðarleg jólastemning. Þar sem ég stóð inni í stofunni heima var eins og andi jólanna ætlaði að bera mig ofurliði. Ég staulaðist inn í svefnherbergi og greip með mér lítið Casio-hljómborð. Ég settist á rúmstokkinn og á skömmum tíma vall upp úr mér lítið jólalag,“ sagði Prins Póló daginn sem lagið kom út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×