Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Andri Ólafson skrifar 7. desember 2016 07:21 Hér sjást fjórir dómarar við Hæstarétt en þeir sóttu setningu Alþingis í gær. Frá vinstri eru þetta Markús Sigurbjörnsson, sem átti hlut í Glitni, Viðar Már Matthíasson, en systir hans, Guð björg, var stór hluthafi í bankanum, Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem átti hlut í Glitni, og Eiríkur Tómasson, sem átti hlut í Glitni. Vísir/Ernir Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. Hlutina seldi hún ekki fyrr en eftir að ríkið hafði yfirtekið Glitni haustið 2008 og var söluandvirðið um tvær milljónir króna. Þetta kemur fram í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Ingveldur hefur sem dómari við Hæstarétt dæmt í málum sem tengjast falli bankanna. Nú síðast í október þegar hún átti sæti í dómnum sem úrskurðaði í stóra markaðsmisnotkunarmálinu í Kaupþingi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær átti Markús Sigurbjörnsson hlut í Glitni sem hann seldi í byrjun árs 2007. Hann var síðar í eignastýringu í sama banka sem geymdi fé hans meðal annars í peningamarkaðssjóðum sem sýsluðu meðal annars með víxla og íslensk hlutabréf. Markús sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hann hefði tilkynnt nefnd um dómarastörf um eignarhlut sinn í Glitni. Þá segir Markús í yfirlýsingu sinni ekki telja sig hafa þurft að upplýsa um eignir sínar í eignastýringu Glitnis. Það virðist þó ekki vera samhljómur um þá skoðun í stéttinni. Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf, vill til dæmis ekki svara hreint út um það hvort eignir í peningamarkaðssjóðum falli undir tilkynningarskyldu dómara. „Við höfum aldrei þurft að taka afstöðu til þess. Það eru eitthvað deildar meiningar um það. En nefndin verður að ræða þetta og taka svo sameiginlega ákvörðun um það.“ Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Ein tilkynning Markúsar fannst við leit í gærkvöldi Greint var frá því í fréttum í gær að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 6. desember 2016 22:12 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. Hlutina seldi hún ekki fyrr en eftir að ríkið hafði yfirtekið Glitni haustið 2008 og var söluandvirðið um tvær milljónir króna. Þetta kemur fram í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Ingveldur hefur sem dómari við Hæstarétt dæmt í málum sem tengjast falli bankanna. Nú síðast í október þegar hún átti sæti í dómnum sem úrskurðaði í stóra markaðsmisnotkunarmálinu í Kaupþingi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær átti Markús Sigurbjörnsson hlut í Glitni sem hann seldi í byrjun árs 2007. Hann var síðar í eignastýringu í sama banka sem geymdi fé hans meðal annars í peningamarkaðssjóðum sem sýsluðu meðal annars með víxla og íslensk hlutabréf. Markús sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hann hefði tilkynnt nefnd um dómarastörf um eignarhlut sinn í Glitni. Þá segir Markús í yfirlýsingu sinni ekki telja sig hafa þurft að upplýsa um eignir sínar í eignastýringu Glitnis. Það virðist þó ekki vera samhljómur um þá skoðun í stéttinni. Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf, vill til dæmis ekki svara hreint út um það hvort eignir í peningamarkaðssjóðum falli undir tilkynningarskyldu dómara. „Við höfum aldrei þurft að taka afstöðu til þess. Það eru eitthvað deildar meiningar um það. En nefndin verður að ræða þetta og taka svo sameiginlega ákvörðun um það.“
Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Ein tilkynning Markúsar fannst við leit í gærkvöldi Greint var frá því í fréttum í gær að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 6. desember 2016 22:12 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00
Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26
Ein tilkynning Markúsar fannst við leit í gærkvöldi Greint var frá því í fréttum í gær að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 6. desember 2016 22:12