Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2016 11:26 Markús Sigurbjörnsson ásamt forsetanum Guðna Th. Jóhanessyni. Vísir/Eyþór Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist alltaf hafa gætt að hæfi sínu í sérhverju máli sem hann dæmi í. Það hafi hann ávallt gert, þar á meðal í málum sem varðað hafi Glitni eða fyrrverandi starfsmenn bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Markús sendi fjölmiðlum í dag.Yfirlýsingin í heildVegna umfjöllunar um atriði varðandi fjármál mín í fjölmiðlum 5. desember 2016 vil ég taka eftirfarandi fram: Í febrúar 2002 féll til mín arfur við andlát móður minnar, sem fólst meðal annars í helmings hlutdeild í hlutabréfum, sem foreldrar mínir höfðu átt í Hf. Eimskipafélagi Íslands, Flugleiðum hf. og Íslandsbanka hf., en hann fékk síðar heitið Glitnir banki hf. Markaðsverð þessarar hlutdeildar mun á þeim tíma hafa verið rétt innan við 23.000.000 krónur. Vegna starfa minna sem dómari bar mér samkvæmt 3. mgr. 26. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla að leita leyfis nefndar um dómarastörf til að mega eignast þessi hlutabréf, sbr. einnig reglur nr. 463/2000 um aukastörf héraðs- og hæstaréttardómara og eignarhlut þeirra í félögum og atvinnufyrirtækjum. Með bréfi 18. febrúar 2002 leitaði ég leyfi nefndarinnar til að mega eiga hlut að einkaskiptum á dánarbúi móður minnar, sem ætti þessi hlutabréf, og til að eignast við þau skipti hlutdeild í þeim og var leyfið veitt tveimur dögum síðar. Ég tilkynnti síðan nefndinni með bréfi 11. desember 2003 að ég hefði selt hlutabréfin í Glitni banka hf. og Flugleiðum hf. og með bréfi 28. febrúar 2007 að ég hefði selt hlutabréfin í Glitni banka hf. Eftir sölu þessara hlutabréf setti ég andvirði þeirra að stærstum hluta í svonefnda eignastýringu hjá Glitni banka hf., þar sem því var á grundvelli samnings um þá þjónustu meðal annars ráðstafað til að kaupa hlutdeildarskírteini í ýmsum verðbréfasjóðum, sem baninn bauð almenningi. Hvorki átti ég samkvæmt lögum nr. 15/1998 né reglum nr. 463/2000 að tilkynna nefnd um dómarastörf um kaup á slíkum hlutdeildarskírteinum, enda varð ég ekki með þeim eigandi að hlut í félagi. Það skal svo áréttað að lögum samkvæmt ber dómara að eigin frumkvæði að gæta að hæfi sínu í sérhverju máli, sem hann dæmir í. Það hef ég ávallt gert, þar á meðal í málum sem varðað hafa Glitni banka hf. eða fyrrverandi starfsmenn hans. Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist alltaf hafa gætt að hæfi sínu í sérhverju máli sem hann dæmi í. Það hafi hann ávallt gert, þar á meðal í málum sem varðað hafi Glitni eða fyrrverandi starfsmenn bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Markús sendi fjölmiðlum í dag.Yfirlýsingin í heildVegna umfjöllunar um atriði varðandi fjármál mín í fjölmiðlum 5. desember 2016 vil ég taka eftirfarandi fram: Í febrúar 2002 féll til mín arfur við andlát móður minnar, sem fólst meðal annars í helmings hlutdeild í hlutabréfum, sem foreldrar mínir höfðu átt í Hf. Eimskipafélagi Íslands, Flugleiðum hf. og Íslandsbanka hf., en hann fékk síðar heitið Glitnir banki hf. Markaðsverð þessarar hlutdeildar mun á þeim tíma hafa verið rétt innan við 23.000.000 krónur. Vegna starfa minna sem dómari bar mér samkvæmt 3. mgr. 26. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla að leita leyfis nefndar um dómarastörf til að mega eignast þessi hlutabréf, sbr. einnig reglur nr. 463/2000 um aukastörf héraðs- og hæstaréttardómara og eignarhlut þeirra í félögum og atvinnufyrirtækjum. Með bréfi 18. febrúar 2002 leitaði ég leyfi nefndarinnar til að mega eiga hlut að einkaskiptum á dánarbúi móður minnar, sem ætti þessi hlutabréf, og til að eignast við þau skipti hlutdeild í þeim og var leyfið veitt tveimur dögum síðar. Ég tilkynnti síðan nefndinni með bréfi 11. desember 2003 að ég hefði selt hlutabréfin í Glitni banka hf. og Flugleiðum hf. og með bréfi 28. febrúar 2007 að ég hefði selt hlutabréfin í Glitni banka hf. Eftir sölu þessara hlutabréf setti ég andvirði þeirra að stærstum hluta í svonefnda eignastýringu hjá Glitni banka hf., þar sem því var á grundvelli samnings um þá þjónustu meðal annars ráðstafað til að kaupa hlutdeildarskírteini í ýmsum verðbréfasjóðum, sem baninn bauð almenningi. Hvorki átti ég samkvæmt lögum nr. 15/1998 né reglum nr. 463/2000 að tilkynna nefnd um dómarastörf um kaup á slíkum hlutdeildarskírteinum, enda varð ég ekki með þeim eigandi að hlut í félagi. Það skal svo áréttað að lögum samkvæmt ber dómara að eigin frumkvæði að gæta að hæfi sínu í sérhverju máli, sem hann dæmir í. Það hef ég ávallt gert, þar á meðal í málum sem varðað hafa Glitni banka hf. eða fyrrverandi starfsmenn hans.
Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00
Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27