Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2016 11:26 Markús Sigurbjörnsson ásamt forsetanum Guðna Th. Jóhanessyni. Vísir/Eyþór Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist alltaf hafa gætt að hæfi sínu í sérhverju máli sem hann dæmi í. Það hafi hann ávallt gert, þar á meðal í málum sem varðað hafi Glitni eða fyrrverandi starfsmenn bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Markús sendi fjölmiðlum í dag.Yfirlýsingin í heildVegna umfjöllunar um atriði varðandi fjármál mín í fjölmiðlum 5. desember 2016 vil ég taka eftirfarandi fram: Í febrúar 2002 féll til mín arfur við andlát móður minnar, sem fólst meðal annars í helmings hlutdeild í hlutabréfum, sem foreldrar mínir höfðu átt í Hf. Eimskipafélagi Íslands, Flugleiðum hf. og Íslandsbanka hf., en hann fékk síðar heitið Glitnir banki hf. Markaðsverð þessarar hlutdeildar mun á þeim tíma hafa verið rétt innan við 23.000.000 krónur. Vegna starfa minna sem dómari bar mér samkvæmt 3. mgr. 26. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla að leita leyfis nefndar um dómarastörf til að mega eignast þessi hlutabréf, sbr. einnig reglur nr. 463/2000 um aukastörf héraðs- og hæstaréttardómara og eignarhlut þeirra í félögum og atvinnufyrirtækjum. Með bréfi 18. febrúar 2002 leitaði ég leyfi nefndarinnar til að mega eiga hlut að einkaskiptum á dánarbúi móður minnar, sem ætti þessi hlutabréf, og til að eignast við þau skipti hlutdeild í þeim og var leyfið veitt tveimur dögum síðar. Ég tilkynnti síðan nefndinni með bréfi 11. desember 2003 að ég hefði selt hlutabréfin í Glitni banka hf. og Flugleiðum hf. og með bréfi 28. febrúar 2007 að ég hefði selt hlutabréfin í Glitni banka hf. Eftir sölu þessara hlutabréf setti ég andvirði þeirra að stærstum hluta í svonefnda eignastýringu hjá Glitni banka hf., þar sem því var á grundvelli samnings um þá þjónustu meðal annars ráðstafað til að kaupa hlutdeildarskírteini í ýmsum verðbréfasjóðum, sem baninn bauð almenningi. Hvorki átti ég samkvæmt lögum nr. 15/1998 né reglum nr. 463/2000 að tilkynna nefnd um dómarastörf um kaup á slíkum hlutdeildarskírteinum, enda varð ég ekki með þeim eigandi að hlut í félagi. Það skal svo áréttað að lögum samkvæmt ber dómara að eigin frumkvæði að gæta að hæfi sínu í sérhverju máli, sem hann dæmir í. Það hef ég ávallt gert, þar á meðal í málum sem varðað hafa Glitni banka hf. eða fyrrverandi starfsmenn hans. Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist alltaf hafa gætt að hæfi sínu í sérhverju máli sem hann dæmi í. Það hafi hann ávallt gert, þar á meðal í málum sem varðað hafi Glitni eða fyrrverandi starfsmenn bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Markús sendi fjölmiðlum í dag.Yfirlýsingin í heildVegna umfjöllunar um atriði varðandi fjármál mín í fjölmiðlum 5. desember 2016 vil ég taka eftirfarandi fram: Í febrúar 2002 féll til mín arfur við andlát móður minnar, sem fólst meðal annars í helmings hlutdeild í hlutabréfum, sem foreldrar mínir höfðu átt í Hf. Eimskipafélagi Íslands, Flugleiðum hf. og Íslandsbanka hf., en hann fékk síðar heitið Glitnir banki hf. Markaðsverð þessarar hlutdeildar mun á þeim tíma hafa verið rétt innan við 23.000.000 krónur. Vegna starfa minna sem dómari bar mér samkvæmt 3. mgr. 26. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla að leita leyfis nefndar um dómarastörf til að mega eignast þessi hlutabréf, sbr. einnig reglur nr. 463/2000 um aukastörf héraðs- og hæstaréttardómara og eignarhlut þeirra í félögum og atvinnufyrirtækjum. Með bréfi 18. febrúar 2002 leitaði ég leyfi nefndarinnar til að mega eiga hlut að einkaskiptum á dánarbúi móður minnar, sem ætti þessi hlutabréf, og til að eignast við þau skipti hlutdeild í þeim og var leyfið veitt tveimur dögum síðar. Ég tilkynnti síðan nefndinni með bréfi 11. desember 2003 að ég hefði selt hlutabréfin í Glitni banka hf. og Flugleiðum hf. og með bréfi 28. febrúar 2007 að ég hefði selt hlutabréfin í Glitni banka hf. Eftir sölu þessara hlutabréf setti ég andvirði þeirra að stærstum hluta í svonefnda eignastýringu hjá Glitni banka hf., þar sem því var á grundvelli samnings um þá þjónustu meðal annars ráðstafað til að kaupa hlutdeildarskírteini í ýmsum verðbréfasjóðum, sem baninn bauð almenningi. Hvorki átti ég samkvæmt lögum nr. 15/1998 né reglum nr. 463/2000 að tilkynna nefnd um dómarastörf um kaup á slíkum hlutdeildarskírteinum, enda varð ég ekki með þeim eigandi að hlut í félagi. Það skal svo áréttað að lögum samkvæmt ber dómara að eigin frumkvæði að gæta að hæfi sínu í sérhverju máli, sem hann dæmir í. Það hef ég ávallt gert, þar á meðal í málum sem varðað hafa Glitni banka hf. eða fyrrverandi starfsmenn hans.
Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00
Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent