Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2016 11:26 Markús Sigurbjörnsson ásamt forsetanum Guðna Th. Jóhanessyni. Vísir/Eyþór Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist alltaf hafa gætt að hæfi sínu í sérhverju máli sem hann dæmi í. Það hafi hann ávallt gert, þar á meðal í málum sem varðað hafi Glitni eða fyrrverandi starfsmenn bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Markús sendi fjölmiðlum í dag.Yfirlýsingin í heildVegna umfjöllunar um atriði varðandi fjármál mín í fjölmiðlum 5. desember 2016 vil ég taka eftirfarandi fram: Í febrúar 2002 féll til mín arfur við andlát móður minnar, sem fólst meðal annars í helmings hlutdeild í hlutabréfum, sem foreldrar mínir höfðu átt í Hf. Eimskipafélagi Íslands, Flugleiðum hf. og Íslandsbanka hf., en hann fékk síðar heitið Glitnir banki hf. Markaðsverð þessarar hlutdeildar mun á þeim tíma hafa verið rétt innan við 23.000.000 krónur. Vegna starfa minna sem dómari bar mér samkvæmt 3. mgr. 26. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla að leita leyfis nefndar um dómarastörf til að mega eignast þessi hlutabréf, sbr. einnig reglur nr. 463/2000 um aukastörf héraðs- og hæstaréttardómara og eignarhlut þeirra í félögum og atvinnufyrirtækjum. Með bréfi 18. febrúar 2002 leitaði ég leyfi nefndarinnar til að mega eiga hlut að einkaskiptum á dánarbúi móður minnar, sem ætti þessi hlutabréf, og til að eignast við þau skipti hlutdeild í þeim og var leyfið veitt tveimur dögum síðar. Ég tilkynnti síðan nefndinni með bréfi 11. desember 2003 að ég hefði selt hlutabréfin í Glitni banka hf. og Flugleiðum hf. og með bréfi 28. febrúar 2007 að ég hefði selt hlutabréfin í Glitni banka hf. Eftir sölu þessara hlutabréf setti ég andvirði þeirra að stærstum hluta í svonefnda eignastýringu hjá Glitni banka hf., þar sem því var á grundvelli samnings um þá þjónustu meðal annars ráðstafað til að kaupa hlutdeildarskírteini í ýmsum verðbréfasjóðum, sem baninn bauð almenningi. Hvorki átti ég samkvæmt lögum nr. 15/1998 né reglum nr. 463/2000 að tilkynna nefnd um dómarastörf um kaup á slíkum hlutdeildarskírteinum, enda varð ég ekki með þeim eigandi að hlut í félagi. Það skal svo áréttað að lögum samkvæmt ber dómara að eigin frumkvæði að gæta að hæfi sínu í sérhverju máli, sem hann dæmir í. Það hef ég ávallt gert, þar á meðal í málum sem varðað hafa Glitni banka hf. eða fyrrverandi starfsmenn hans. Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist alltaf hafa gætt að hæfi sínu í sérhverju máli sem hann dæmi í. Það hafi hann ávallt gert, þar á meðal í málum sem varðað hafi Glitni eða fyrrverandi starfsmenn bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Markús sendi fjölmiðlum í dag.Yfirlýsingin í heildVegna umfjöllunar um atriði varðandi fjármál mín í fjölmiðlum 5. desember 2016 vil ég taka eftirfarandi fram: Í febrúar 2002 féll til mín arfur við andlát móður minnar, sem fólst meðal annars í helmings hlutdeild í hlutabréfum, sem foreldrar mínir höfðu átt í Hf. Eimskipafélagi Íslands, Flugleiðum hf. og Íslandsbanka hf., en hann fékk síðar heitið Glitnir banki hf. Markaðsverð þessarar hlutdeildar mun á þeim tíma hafa verið rétt innan við 23.000.000 krónur. Vegna starfa minna sem dómari bar mér samkvæmt 3. mgr. 26. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla að leita leyfis nefndar um dómarastörf til að mega eignast þessi hlutabréf, sbr. einnig reglur nr. 463/2000 um aukastörf héraðs- og hæstaréttardómara og eignarhlut þeirra í félögum og atvinnufyrirtækjum. Með bréfi 18. febrúar 2002 leitaði ég leyfi nefndarinnar til að mega eiga hlut að einkaskiptum á dánarbúi móður minnar, sem ætti þessi hlutabréf, og til að eignast við þau skipti hlutdeild í þeim og var leyfið veitt tveimur dögum síðar. Ég tilkynnti síðan nefndinni með bréfi 11. desember 2003 að ég hefði selt hlutabréfin í Glitni banka hf. og Flugleiðum hf. og með bréfi 28. febrúar 2007 að ég hefði selt hlutabréfin í Glitni banka hf. Eftir sölu þessara hlutabréf setti ég andvirði þeirra að stærstum hluta í svonefnda eignastýringu hjá Glitni banka hf., þar sem því var á grundvelli samnings um þá þjónustu meðal annars ráðstafað til að kaupa hlutdeildarskírteini í ýmsum verðbréfasjóðum, sem baninn bauð almenningi. Hvorki átti ég samkvæmt lögum nr. 15/1998 né reglum nr. 463/2000 að tilkynna nefnd um dómarastörf um kaup á slíkum hlutdeildarskírteinum, enda varð ég ekki með þeim eigandi að hlut í félagi. Það skal svo áréttað að lögum samkvæmt ber dómara að eigin frumkvæði að gæta að hæfi sínu í sérhverju máli, sem hann dæmir í. Það hef ég ávallt gert, þar á meðal í málum sem varðað hafa Glitni banka hf. eða fyrrverandi starfsmenn hans.
Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00
Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27