Segir að ekki megi afskrifa Liverpool og Karius eftir klúðrið gegn Bournemouth Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2016 09:00 Loris Karius á nú að setjast aftur á bekkinn að margra mati. vísir/getty Frábær byrjun á tímabilinu hjá Liverppol er eitthvað sem stuðningsmenn eiga að vera spenntir yfir og óþarfi er að tapa sér í neikvæðni eftir tapið ótrúlega gegn Bournemouth um síðustu helgi að sögn Neil Mellor, fyrrverandi leikmanns liðsins. Lærisveinar Jürgens Klopps eru aðeins búnir að tapa tveimur leikjum af 18 í öllum keppnum á leiktíðinni en annað tapið kom um helgina þar sem Liverpool missti 3-1 stöðu í 4-3 tap á síðustu fimmtán mínútum leiksins. Þrátt fyrir allt er Liverpool í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni með sjö stigum meira en á sama tíma á síðustu leiktíð og vill Mellor að menn horfi á jákvæðu hliðina á þessu öllu saman. „Liverpool er enn í sterkri stöðu. Eftir að liðið tapaði fyrir Burnley í byrjun leiktíðar spilaði það 15 leiki í röð án þess að tapa. Það hefur verið gaman að horfa á þetta lið og það er búið að valta yfir margan andstæðinginn,“ segir Mellor í viðtali á Goal.com.„Vissulega var tapið gegn Bournemouth svekkjandi en manni líður eins og liðið muni svara þessu á sama hátt og það gerði eftir tapið gegn Burnley.“ Þýski markvörðurinn Loris Karius hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðustu vikur og sérstaklega eftir tapið um helgina. Nú keppast sömu menn og vildu ólmir losna við Simon Mignolet úr markinu að Belginn fái stöðuna sína aftur. „Þolinmæði er sjaldséð í nútíma fótbolta því allt snýst þetta um úrslit. Það verður samt að gefa mönnum tíma til að ná áttum ef þeir eiga að þróast og verða betri,“ segir Nellor. „Jordan Henderson var gagnrýndur þegar hann kom og sama gildir um Lallana og Firmino. Nú eru þeir allir lykilmenn. Þetta verður alveg eins hjá Karius. Hann er ungur markvörður sem var að mæta í deildina og er að aðlagast. Það verður að sýna honum þolinmæði,“ segir Neil Mellor. Enski boltinn Tengdar fréttir Tölfræðin sýnir að þetta eru mjög góðar fréttir fyrir Liverpool Varnarmaðurinn Joel Matip er búinn að ná sér af meiðslunum og verður að öllum líkindum með Liverpool-liðinu á móti West Ham á Anfield á sunnudaginn kemur. 6. desember 2016 17:00 Henderson búinn að taka upp sama ávana og Gerrard sem Carragher hatar Jordan Henderson fékk fyrirliðabandið þegar Steven Gerrard fór og nú er hann byrjaður að gera einn hlut sem Jamie Carragher þoldi ekki í fari Gerrard. 6. desember 2016 13:45 Liverpool og Man Utd fóru illa að ráði sínu | Sjáðu mörkin Liverpool og Manchester United riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. desember 2016 10:00 Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Frábær byrjun á tímabilinu hjá Liverppol er eitthvað sem stuðningsmenn eiga að vera spenntir yfir og óþarfi er að tapa sér í neikvæðni eftir tapið ótrúlega gegn Bournemouth um síðustu helgi að sögn Neil Mellor, fyrrverandi leikmanns liðsins. Lærisveinar Jürgens Klopps eru aðeins búnir að tapa tveimur leikjum af 18 í öllum keppnum á leiktíðinni en annað tapið kom um helgina þar sem Liverpool missti 3-1 stöðu í 4-3 tap á síðustu fimmtán mínútum leiksins. Þrátt fyrir allt er Liverpool í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni með sjö stigum meira en á sama tíma á síðustu leiktíð og vill Mellor að menn horfi á jákvæðu hliðina á þessu öllu saman. „Liverpool er enn í sterkri stöðu. Eftir að liðið tapaði fyrir Burnley í byrjun leiktíðar spilaði það 15 leiki í röð án þess að tapa. Það hefur verið gaman að horfa á þetta lið og það er búið að valta yfir margan andstæðinginn,“ segir Mellor í viðtali á Goal.com.„Vissulega var tapið gegn Bournemouth svekkjandi en manni líður eins og liðið muni svara þessu á sama hátt og það gerði eftir tapið gegn Burnley.“ Þýski markvörðurinn Loris Karius hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðustu vikur og sérstaklega eftir tapið um helgina. Nú keppast sömu menn og vildu ólmir losna við Simon Mignolet úr markinu að Belginn fái stöðuna sína aftur. „Þolinmæði er sjaldséð í nútíma fótbolta því allt snýst þetta um úrslit. Það verður samt að gefa mönnum tíma til að ná áttum ef þeir eiga að þróast og verða betri,“ segir Nellor. „Jordan Henderson var gagnrýndur þegar hann kom og sama gildir um Lallana og Firmino. Nú eru þeir allir lykilmenn. Þetta verður alveg eins hjá Karius. Hann er ungur markvörður sem var að mæta í deildina og er að aðlagast. Það verður að sýna honum þolinmæði,“ segir Neil Mellor.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tölfræðin sýnir að þetta eru mjög góðar fréttir fyrir Liverpool Varnarmaðurinn Joel Matip er búinn að ná sér af meiðslunum og verður að öllum líkindum með Liverpool-liðinu á móti West Ham á Anfield á sunnudaginn kemur. 6. desember 2016 17:00 Henderson búinn að taka upp sama ávana og Gerrard sem Carragher hatar Jordan Henderson fékk fyrirliðabandið þegar Steven Gerrard fór og nú er hann byrjaður að gera einn hlut sem Jamie Carragher þoldi ekki í fari Gerrard. 6. desember 2016 13:45 Liverpool og Man Utd fóru illa að ráði sínu | Sjáðu mörkin Liverpool og Manchester United riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. desember 2016 10:00 Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Tölfræðin sýnir að þetta eru mjög góðar fréttir fyrir Liverpool Varnarmaðurinn Joel Matip er búinn að ná sér af meiðslunum og verður að öllum líkindum með Liverpool-liðinu á móti West Ham á Anfield á sunnudaginn kemur. 6. desember 2016 17:00
Henderson búinn að taka upp sama ávana og Gerrard sem Carragher hatar Jordan Henderson fékk fyrirliðabandið þegar Steven Gerrard fór og nú er hann byrjaður að gera einn hlut sem Jamie Carragher þoldi ekki í fari Gerrard. 6. desember 2016 13:45
Liverpool og Man Utd fóru illa að ráði sínu | Sjáðu mörkin Liverpool og Manchester United riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. desember 2016 10:00